Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Síða 50

Morgunn - 01.06.1989, Síða 50
ÝMISLEGT UTAN ÚR HEIMI MORGUNN Barrett, og er hann þó ekki vanur að vera harðorður í garð andstæðinga sinna. í erindi, sem hann flutti um ódauð- leikann 17. október komst hann meðal annars svo að orði: „Það er engin furða, þó að hugsandi menn í öllum stéttum missi virðingu fyrir kenningum kirkjunnar, þegar þeir verða varir við slíka vanþekking og umburðarleysi hjá kenni- mönnum, sem mjög mikið ber á. Ef þeir, sem þykjast vera að fræða aðra um þetta mál, vildu verja eins mörgum stundum til þess að kynna sér það eins og sumir okkar hafa varið mörgum árum til þess, þá mundu þeir ekki fara með annan eins þvætting og þeir hafa látið sér um munn fara. Þessu máli er svo háttað, að það þarfnast sérstaklega gagnrýninnar rannsóknar. Ómótmælanlega færir það sönnur á framhalds- líf eftir dauðann. Spíritistiskar rannsóknir, sem reknar hafa verið með lotningarfullum hug, hafa ótal sinnum orðið sakn- andi og sorgmæddum hjörtum til huggunar“. Einn af prestum biskupakirkjunnar, Ellis G. Roberts, magister artium frá Oxford, er afar gramur fyrir spíritismans hönd. Hann segir, að það sé gersamlega fráleitt að hugsa sér það, að spíritistar muni eftirleiðis láta sér nægja að verja sig og hrinda frá sér þeim ásökunum, sem að þeim sé beint. „Rétta bardagaaðferð spíritistanna er sú sem stendur“, segir hann, „að koma með ákveðna spurningu og krefjast ákveð- ins svars. Spurningin er þessi: Stendur kirkjan sjálf við kenningar sínar?“ En rétt virðist oss að minna á það í þessu sambandi, að þó að mörgum þyki enska biskupakirkjan hafa verið sein á sér í þessu máli, og þó að mikið sé þar um vanþekking á því og hleypidóma gegn því, þá hefir aldrei af kirkjustjórnarinnar hálfu verið gerð nokkur tilraun til þess að amast við neinum prestum, sem hafa boðað spíritismann kappsamlega á pré- dikunarstólunum, í fyrirlestrum og í prentuðum ritum. Auk nefndar þeirrar, sem getið er um hér að framan, að erkibiskupinn í Kantaraborg ætli að skipa, er nú talað um aðra enska kirkjumannanefnd, sem rannsaka eigi spíritism- ann. Lúndúna-blaðið „Star“ segir frá því, að miklar líkur séu 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.