Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Síða 56

Morgunn - 01.06.1989, Síða 56
HITT OG ANNAÐ MORGUNN Veikinda-sögur Birtan og hvítklœddu verurnar. Veturinn, þegar ég var 9 ára gömul, var ég mjög veik og um tíma talin af. Kvöld eitt var ég venju fremur veik. Mamma var hjá mér ásamt annari konu; ég fór þá að finna, að þjáningarnar smáminnkuðu og loks fann ég ekkert til. Ég lá með opin augun og man, að það þótti mér undarlegt, að ég sá ekki herbergið, sem ég lá í, og enga hluti þar inni, ekki heldur mömmu eða konuna. Ég fór þá að sjá ákaflega mikla birtu og ólíka þeirri birtu, sem ég þekkti; ég man, að birtan var ákaflega hvít. Hvítklæddar verur sá ég margar kringum mig; út frá þeim lýsti svo dásamlega og mér fannst ég finna svo mikla ást streyma frá þeim til mín; ég naut þessarar undursamlegu dýrðar dálitla stund, en þá var eins og ég hrykki við; mér fannst eitthvað snerta mig; ég fann að þetta var bæn frá mömmu fyrir mér, hún var að biðja um að mega hafa mig hjá sér, og bænin hafði komið við hjá mér. Þetta hafði ég ekki hugsað um fyrri, ég hafði einungis hugsað um mig og hafði glatt mig svo innilega við þá tilhugsun, að ég þyrfti ekki að fara frá þessum dýrðarheimi aftur. Ég man, að mér fannst það mikil sjálfsafneitun að verða að taka undir bæn mömmu; en þess fannst mér sérstaklega mundi við þurfa, til þess að bænin yrði heyrð. Eftir dálitla stund fór sýnin að hverfa og þá fór ég aftur að sjá hlutina í kringum mig, en það man ég, að óttalegur þótti mér mismunurinn. Síðan sagði mamma mér, að hún hefði einmitt þetta kvöld haldið að ég mundi deyja og beðið um, að ég fengi að lifa. Svo að það hefi ég þó fundið rétt. Leitin að bátnum í mars 1915 varð ég skyndilega veik, og lá þá um tíma með hita. 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.