Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Síða 61

Morgunn - 01.06.1989, Síða 61
MORGUNN HITT OG ANNAÐ Skipið, sem fórst í logninu. Þremur nóttum áður en ,,Titanic“ sökk, kom það fyrir mig, að ég lá vakandi í rúmi mínu og ætlaði að fara að sofa. Ég hafði lagt aftur augun, en var alveg glaðvakandi. Þá sá ég afskaplega stórt skip fyrir neðan mig; sjórinn var spegilslétt- ur og glampaði í tunglskini, heldur daufu. Skipið sýndist mér hafa segl, en ég var að hugsa um, hvernig væri hægt að viðhafa segl á slíku bákni, trúði ekki sjóninni að því leyti og leitaði að reykháfum, en sá enga. Allt í einu sá ég skipið staðnæmast og að eitthvað mundi hafa orðið að því. Ég sá, að settir voru niður björgunarbátar, og fólkið fara í bátana, sá og ógurlegan fjölda verða eftir á skipinu. Alltaf var sama lognið og alltaf var sjórinn jafnfallegur, og ég var að hugsa um, hvernig þetta slys hefði komið fyrir, þar sem veðrið væri svona yndislegt. Þá sá ég skipið reisast á annan endann. Á því stóð fáein augnablik, að mér fannst, og það sökk síðan. Ég sá fólkið berjast við dauðann og drukkna unnvörpum, en þá greip mig sú skelfing, að ég opnaði augun, svo sýnin hvarf. Líklega hefur þetta verið stutt stund. Allt sá ég þetta mjög greinilega; mér fannst ég vera uppi yfir, eins og ég væri í flugvél eða einhverju þvílíku. Ég sagði móður minni, sem svaf í sama herbergi og ég, frá þessu þegar um kvöldið. Hollendingurinn Vorið 1914, síðast í apríl, dreymdi mig, um það leyti sem ég var að vakna, að inni í stofu hjá okkur sæti maður, sem mér fannst vera útlendingur. Mér fannst ég sjá, að eitthvað væri að honum, og þegar ég kom inn, leit hann til mín vandræðalega og bænaraugum. Mér virtist hann mundi vera að biðja mig um að fá að vera hjá okkur, en ekkert fannst mér hann segja. Þá fannst mér maðurinnn minn koma inn og reyna að tala við ókunna manninn. Hann byrjaði á ensku, en gesturinn hristi höfuðið. Þá reyndi hann dönsku; ekki dugði það; þá þýsku; ekki sýndist það heldur hafa neitt að segja, maðurinn virtist ekki skilja neitt af þessu. Ég braut heilann 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.