Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Qupperneq 62

Morgunn - 01.06.1989, Qupperneq 62
HITT OG ANNAÐ MORGUNN um það, hverrar þjóðar maðurinn gæti verið, því að ég þóttist vita, að hann væri af einhverjum útlendu fiskiskipunum, sem stunduðu veiðar hér við land, og mundi þá í draumnum ekki eftir fleiri þjóðum. En maðurinn leit enn til mín með átanlega biðjandi augnaráði, svo að mér fannst sjálfsagt að hjálpa honum. Þegar ég vaknaði, var þetta ákaflega skýrt fyrir mér; ég mundi svo vel eftir útliti mannsins, að ég var alveg viss um að þekkja hann, ef hann yrði á vegi mínum. Nú var það algengt, að útlendir botnvörpungar kæmu til Keflavíkur með veika menn og skildu þá þar eftir. Oft höfðu menn þessir lent hjá okkur, og ævinlega hafði mér verið illa við það. Þegar ég vaknaði þennan morgun, sagði ég manninum mínum drauminn, og bætti því við, að þennan mann skyldi ég ekkert hafa á móti að taka, mundi líklega taka hann, hvaða veiki sem að honum gengi; sagði líka, að ég væri viss um, að bráðlega mundi koma að því, að veikur maður yrði fluttur á land en hann yrði hvorki enskur, þýskur eða frá Norður- löndum. Nokkrum dögum síðar, mig minnir 5 eða 6 dögum, fæ ég boð frá lækninum, hvort ég vilji ekki taka Hollending, sem hafi meitt sig og verið fluttur í land af bortnvörpungi; mað- urinn minn var ekki heima, svo að mér hefði áreiðanlega þótt vel takast til að geta svona umsvifalaust sagt nei. En þá datt mér biðjandi augnaráðið í hug, svo að ég sagðist skyldi koma og sjá hann. Ég fór svo heim til læknisins og sá þá, að veiki Hollending- urinn var sami maðurinn og ég hafði séð í draumnum; hann var nákvæmlega eins, nema hvað mér hafði sýnst hann ung- legri; eftir útliti að dæma hefði það getað munað 8-10 árum; mér hafði virst hann um þrítugt. Ég tók manninn tafarlaust. Pegar heim kom, settist hann á sama stað í stofunni og ég hafði séð hann sitja í draumnum. Ég gat auðvitað ekkert sagt við hann, og þegar maðurinn minn kom heim, reyndi hann það sem hann kunni í málum; en í fyrstu var það allt nokkurn veginn árangurslaust. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.