Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 64

Morgunn - 01.06.1989, Page 64
HITT OG ANNAÐ MORGUNN Danski pilturinn. Næst kemur þá saga, sem að því leyti er allsendis ólík hinum sögunum að hún gerist að mestu leyti við tilraunir og virðist vera samskonar eðlis eins og þær sannanir sem leitað er eftir með tilraunum. Pví miður lagði ég engan trúnað á það sem verið var að segja, meðan það var að koma, enda hafði ég þá ekki jafn glöggt auga og nú fyrir leitinni eftir sönnun- um; þess vegna lét ég fara forgörðum þau skjöl, sem sönn- unin hefði átt að byggjast á. Þegar ég var 14-15 ára, kynntist ég dönskum pilti. Hann var á seglskipi, sem flutti vörur til Duusverslunar í Keflavík. Ég þekkti hann talsvert og við vorum góðir vinir svo hvarf hann mér sjónum, og ég vissi ekkert, hvað af honum hafði orðið, frétti ekkert til hans, frá því er ég var 15 ára og þangað til 18.des. 1917.Enþaðvarðnúátöluvertaðraleiðenfréttir koma venjulega. Pað var morguninn 18. desember. Ég var í rúminu og las af kappi bók, sem mér þótti sérstaklega skemmtileg, og var sokkin niður í lesturinn. Allt í einu hvarf bókin. Ég gleymdi, hvað ég var að lesa, en fyrir framan mig sá ég standa mann, sem ég þekkti að var þessi danski piltur. Andlitið var samt mjög breytt frá því er ég þekkti hann, og ég fór þegar að hugsa um það, jafnframt því sem ég rif jaði upp, hvað mörg ár væru frá því er við hefðum sést. Hann horfði á mig mjög alvarlega, og ég sá, að hann vildi eitthvað segja. Svo hvarf hann. Þetta var í albjörtu. Ég vissi náttúrlega ekki upp né niður í þessu, bjóst samt helst við, að maðurinn væri ekki dáinn, heldur hefði ég séð hann eins og hann væri nú. Aftur sá ég hann 28. desember, um morgun líka. Ég var þá að byrja að klæða mig, var ein, eins og í fyrra skiptið. Ég veit ekki enn, hvernig það hefur verið; ég man, að ég var að byrja að klæða mig; en svo hef ég víst dottið út af. Því næst man ég eftir, að ég lá út af og að ég sá ljósa veru standa við rúmið. Mér fannst ég vera búin að missa allt vald á líkamanum; ég fann að þessi vera hafði valdið, og að ég átti að sofna. En ég var hrædd og setti mig á móti; samt komst ég í eitthvert draumkennt ástand og ég heyrði glöggt að vera sagði: 62

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.