Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 66

Morgunn - 01.06.1989, Side 66
HITT OG ANNAÐ MORGUNN sagðist hafa verið stýrimaður lengi, en rétt um það Ieyti, sem hann hefði dáið, hefði hann átt að fá skip, sagðist nýlega hafa tekið skipstjórapróf. Ég spurði, hvort hann hefði verið kvæntur; hann neitaði því. Við héldum þessum tilraunum áfram lengi frameftir vetrinum og ævinlega kom hann, þ.e.a.s. þegar við vorum einar. En kæmi það fyrir, að við leyfðum öðrum að vera með, kom hann aldrei. Einu sinni talaði hann um mál, sem okkur hafði farið á milli, þegar við þekktumst. Um það vissi enginn nema ég; en stúlkan skrifaði um það. Ég var nú farin að verða æði forvitin eftir að fá einhverja vitneskju, en á því voru mestu örðugleikar. Sá eini, sem ég vissi um að gæti frætt mig um piltinn, var danskur skipstjóri, frændi hans. En ég vissi ekki heimili hans, og um þetta leyti var enginn póstur fluttur milli íslands og Hafnar. Um vorið kom ég hingað til Reykjavíkur, og af tilviljun frétti ég þá, að þessi danski skipstjóri, sem mér þótti líklegur til að gefa mér vitneskju, væri staddur hér í Reykjavík. Ég fór því til manns, sem ég vissi að var honum mikið kunnugur, og bað hann að fara til skipstjórans og fá fréttir af þessum frænda hans, bað hann að fá þær eins nákvæmar og hægt væri, en nefndi ekkert, af hverju ég spyrði. Maðurinn fór og kom með þær fréttir aftur, að pilturinn væri dáinn; hann hafði dáið fyrir 4 árum, verið lengi stýrimaður, en átt að fá skip um það leyti sem hann dó; hafði þá nýlega verið búinn að taka próf. Heima hafði hann dáið, og mjög skyndilega hafði það að borið. Læknar höfðu ekki verið vissir um, hvað að honum hafði gengið, þeim hafði ekki komið saman um það, höfðu helst haldið að það hefði verið óðatæring. Kvæntur hafði hann verið. Það var það eina, sem hafði verið alveg rangt hjá honum, því að um það, hvenær hann hefði dáið var aldrey fullyrt, enda finnst mér skiljanlegt, að honum hafi getað skjátlast þar, ef hann hefur ekkert munað eftir sér fyrst eftir að hann kom yfir um. 64

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.