Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 68

Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 68
HITT OG ANNAÐ MORGUNN heyrði, að hún sagði, að nú skyldum við koma út að leika okkur. Ég mundi strax eftir að hún var dáin og varð ógnar- lega hrædd við að sjá hana þarna; og afskaplega varð ég undrandi, því að ég hafði hugsað mér hana helst syngjandi hjá guði. Ég reyndi samt að stynja því upp í hálfum hljóðum, að hún skyldi ekki vera að þessari vitleysu, hún væri dáin og ætti ekki að vera að hugsa um að leika sér. Ekki vildi hún láta sannfærast um það. Ég lagðist samt út af aftur og breiddi nú alveg upp fyrir höfuð, svo að hún skyldi ekki sjá mig; en ekki dugði það; hún lét mig ekki í friði alla nóttina. Sama sagan endurtók sig nótt eftir nótt allan tímann sem hún stóð uppi, og alltaf var það sama áhugamálið, að biðja mig að koma út, og nú skyldum við leika okkur. Ekki voru það næturnar einar, sem hún var með mér; stundum þegar rökkva tók, mætti ég henni í göngunum eða bæjardyrunum; hún var þá svo fyllilega sýnileg, að ég rétti stundum fram hendurnar til að þreifa á henni, en þá fór hún ævinlega undan. Ég hafði búist við, að þegar hún yrði kistulögð, mundi hún hætta að koma. Ég var því talsvert örugg um kvöldið, sem kistulagt hafði verið, og lagðist nú vongóð til svefns. En sú von brást, telpan kom alveg eins og áður. Pá fór ég að vona, að hún mundi fara, þegar hún yrði jörðuð; ég hálf hlakkaði því til þess og taldi dagana. Endilega fannst mér að ég yrði að fylgja henni til grafar, fannst eins og ég með því mundi vinna mér frelsi. En það man ég, að mikið fannst mér fyrir því haft, því að veðrið var hálfslæmt og langt til kirkjunnar. En að sitja heima þá, hefði ég ekki gjört fyrir alla veraldarinnar muni; svo var ég orðin aðþrengd. Mér varð líka að trú minni þá. Nóttina eftir varð ég hennar ekki vör og hefi aldrei orðið síðan. Engum sagði ég frá þessu þá, ekki einu sinni mömmu minni; það gjörði ég ekki fyrr en löngu seinna. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.