Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 72

Morgunn - 01.06.1989, Side 72
HITT OG ANNAÐ MORGUNN leist vel á að vera sem næst vatninu og fórum að búa um okkur. En þá varð okkur litið upp eftir brekkunni, og sáum þá grasivaxið tóttarbrot dálítið innar og ofar. Við sáum, að þarna mundi betri bústaður og fluttum okkur því þangað. Þetta sáum við að mundi vera Ieifar af seli, sem þarna hafði einhvern tíma verið. Þarna þótti okkur ágætt að vera; það fór ljómandi vel um okkur, og veðrið var yndislega gott. Þegar við höfðum búið um okkur, fórum við upp í hraunið og vorum þar til kvölds. Það var því nærri komið sólsetur, þegar við komum heim í bústað okkar. Við borðuðum þá og vorum í ljómandi skapi. Um það bil, sem við vorum að enda við að borða, hvarf sólin fyrir næstu hæð. í sama bili fannst mér eins og eitthvað óttalegt kæmi í nánd við mig. Ég fann að því fylgdi voðalegt myrkur. Ég reyndi að bægja því frá mér, en það var ekki til neins. Það virtist verða æ ægilegra. Ekki sagði ég stúlkunum frá þessu, en mér fór að verða ómögulegt að vera kyrr, svo að ég stakk upp á því, að við skyldum ganga upp á hæðina, sem var fyrir norðan okkur, og sjá sólarlagið. Við gerðum það og þá fann ég að þetta hvarf alveg frá mér og ég varð eins glöð og áður. En ekki fannst mér ég geta hugsað til að fara aftur heim í selið. Ég lagði það því til, að við flyttum okkur úr tóttunum. Ein stúlkan samsinnti því, en hinar aftóku, sögðu, að slíkt væri óskynsamlegt, því að þarna færi langbest um okkur. Ég gat þá ekkert sagt, því að ég vildi ekki segja þeim, hvers vegna ég vildi flytja mig. Við fórum því heim í selið aftur og lögðumst nú til svefns. En ekki varð mér svefnsamt. Tafarlaust varð ég vör við sama voðalega myrkrið, sem umkringdi mig og gerði mig eins og veika. Mér fannst hvað eftir annað ég ætla að kafna, og hélt því vöku fyrir hinum stúlkunum, því að það þótti mér alveg óbærilegt að vaka ein. En ekkert sagði ég þeim frá því, hvers vegna ég gæti ekki sofnað. Stúlkurnar vöktu með mér á víxl. Sú stúlkan, sem hafði tekið undir það með mér að við flyttum okkur um kvöldið, sá ég að ekki mundi kunna vel við sig heldur. Ekkert sagði hún samt um það. En þegar hún var loksins sofnuð, heyrðum við, að hún rak upp hljóð, og virtist ákaflega hrædd. Eftir því sem lengra leið á nóttina, varð 70

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.