Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Qupperneq 73

Morgunn - 01.06.1989, Qupperneq 73
MORGUNN HITT OG ANNAÐ þetta voðalegra, og að lokum gat ég ekki verið svona lengur. Ég reis því upp og vakti stúlkurnar. Þær segja svo frá síðar, að þá hafi þær orðið hræddar við mig — svo hafi ég verið ægileg, sögðu, að sér hefði dottið í hug, að ég væri ekki alveg með öllum mjalla. En ég æddi fram og aftur; og til þess að hafa eitthvað fyrir stafni, fór ég að rífa lyng, kveikja upp eld og hita kaffi. í þetta gekk töluverður tími. Nú leiddist stúlkunum þetta og báðu mig að koma og leggjast fyrir aftur. Ég gerði það fyrir þær og lagðist nú enn til svefns. Þá fann ég, að einhver stóð uppi yfir mér. Ég leit upp, og sá þá gamla komu standa hálfbogna á tóttarveggnum og horfa á okkur voðalega illilega. Hún var með röndótta svuntu, í stuttu pilsi, með gulan skýluklút, bundinn yfir sig. Ég sá að hún vildi okkur burt, og nú varð ég þess vör, að myrkrið voðalega var allt frá henni. Ég sá, að hún var umkringd af einhverjum fleiri voðalegum verum. Þá hvarf hún allt í einu af veggnum og ég lagðist fyrir aftur. Samt leið mér ekki betur en áður. Ég reyndi aftur að sofna, en þá fann ég að konan stóð aftur á veggnum. Þetta endurtókst þrisvar sinnum, svo að svefni var auðvitað alveg lokið fyrir mér. Undir morguninn fannst mér ég einu sinni sjá niður á veginn, sem lá dálítið fyrir neðan okkur. Fjárgötuslóði lá frá veginum upp að selinu. Nú fannst mér ég sjá tvo menn koma eftir götuslóðanum. Þeir báru byrðar á bakinu og voru illa til fara. Annar var í bláum jakka eða peysu; hinn var dekkri. Þetta hvarf rétt strax aftur. Rétt á eftir sá ég fyrstu geisla sólarinnar gægjast upp fyrir hæðina, og ég man, að aldrei hef ég orðið fegnari sólargeislunum. Mér fannst þeir frelsa mig frá einhverju voðalegu. Þá hvarf allt saman; ég var eins og áður glöð, en dálítið máttlaus. Það hvarf líka bráðlega. Þegar við vorum farnar úr selinu, sagði ég frá því, sem ég hafði séð og fundið. Þá sagði stúlkan, sem fylgt hafði mér að málum, að hún hefði þegar um kvöldið fundið eitthvað voðalegt færast til sín; en það hefði alveg horfið, þegar við sátum á hæðinni um kvöldið. Hún sagði líka, að þegar hún 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.