Sjómaðurinn - 01.12.1939, Page 16

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Page 16
10 SJÓMAÐURINN Jól í (wrænlandi, lan«li einaiig'iaiii- arinnar, snævarins ogr jölilanna. JULIANEHAAB: Úr stóru vatni, sem Iiggur milli grasivaxinna hlíóa tveggja hárra fjalla, rennur lítil á framhjá lílilli, rauðmálaðri kirkju úr tré. Turn hennar er lítill og snotur og samræmist umhverfinu. Yfir ána, þar sem lax- inn þeytisl fram og aftur á sumrum, liggja tvær brýr, önnur gerð fyrir lýsistunnur og hin fvrir menn. Á öðrum hakka árinnar standa hús ný- lendustjórans og aðstoðarmanna hans, verzlun- arhús og vörugleymsluhús, og heggja vegna við ána eru myndarleg lítil Grænlendingahús, og liggja þau dreifð alla leið upp i fjallshliðarnar. Upp yfir öll húsin gnæfa 3—4 háar flaggsteng- ur, skreyttar fánum, dönskum, klofmun fánum. Það er ekkert til, sem livetur mann, eins vel og flagg, sem dregið er að hún, og aldrei lifði ég liátíðlegri stundir í Grænlandi en ]ægar flögg- in voru dregin njjp móti bláuin, heiðskírum, grænlenskum himni, um leið og kirkjuklukkurn- ar byrjuðu að hringja á sunnudagsmorgnum og Grænlendingarnir streymdu að úr öllum áttum til kirkjunnar í hinum marglitu fötum síuum. Fyrir utan var fjörðurinn hlátær mcð isbjörg- um, sem sólin litaði öllum litum regnhogans. Beint á móti kaupstaðnum lá eyjan, Akia, og ]>ak við hana, að landi, hin snæviþöktu fjöll. — Svona var Julianehaab um 1910. Nú er, eftir því sem sagt er, margt og mikið breytt. Þar er komin loftskeytastöð, fjártilraunastöð, góðir veg- ir, torg ineð gjósandi brunni, vatnsleiðsla, sund- laug, rafmagn og fjölda margt annað. Ekkert af þessu var lil í gamla daga, en eg elskaði .Tuliane- haah, eins og það var og eins og ég sé það enn þann dag i dag, þegar eg fer í huganum 29 ár aftur i timann. Þar hef ég átl heima í 10 ár og starfað sem prestur, og þegar ég hlaða í gegnum dagbækur mínar frá þeim árum, þá finn ég að- eins góðar og bjartar minningar, minningar um rólega vetra, fullkomna kyrð og einangrun frá hávaða heimsins og inndælar sumarferðir, stund- um í stormum og snjóhríðum, en oftar í logni og sólskini. Erfiðast og þyngst var að dvelja þar á haust- in. Síðustu skipin höfðu yfirgefið landið og eng- ar fréttir frá umheiminum náðu okkur, þetta var áður en útvarpið kom til sögunnar. Dag- aruir urðu styttri og stytlri. Snjónum hlóð nið- ur óaflátanlega. Hríðarnar lömdu gluggana og huldu á súðunum, síðasti fuglinn var fyrir löngu floginn i suðurátt; það var alt svo undarlega þögult og þungbært. Fólkið varð svo undarlega þegjandalegt, já, jafnvel gramt í skapi, — það var einasta hótin, að jólin nálguðust. Lífið gekk sinn vanagang hjá prestinum, eins og hjá öðrum, þegar veðrið neyddi hann til að dvelja heima, í stað þess að fara í embættiserind- um meðal sóknar-

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.