Sjómaðurinn - 01.12.1939, Page 17

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Page 17
SJÓMAÐURINN 11 barnanna. Sóknin var stór; um 200 km. í norðurátt og 150 km. í suður. Þegar slíkir tímar voru, starfaði hann að því að kenna i skólanum, messa, vitja sjúkra o. s. frv. Á þessum tima voru 350 manns í Julianehaab. Það kom ekki allsjaldan fyrir, að ef grænlensk móðir átti í erfiðleikum með barn sitt, ])á hót- aði hún því, að hún skyldi sækja prestinn. En það bar sjaldan mikinn árangur, því að barnið vissi, að presturinn kom oftast með fíkjur eða epli í vasanum, og slíkum heimsóknum hafði það ekkert á móti. Það var helmingi verra, þeg- ar þvi var hótað, að björninn skyldi laka það, ])ví að björninn óttuðust allir og enn verra var það að hræða með Krivitok, — en þelta orð beyrðist oft nefnt í svartasta skammdeginu i nóvember og desember. Það var einmitt um þetta leyti, sem hjátrúin, með hinum innfæddu, var mest. Það kom fyrir, að nábleikt andlit kom á líknarbelgsgluggana, að matvörur, sem héngu úti, hurfu, að voldugur yfirnáttúrlegur skuggi breiddist yfir hvíta fjallshlíðina, að lamb hvarf úr beitarhúsinu og að börnin læddust lafhrædd niilli húsanna. Kri-vi-tok var á allra vörum. ,,TJti- legumaðurinn er hér!“ Þetta skapaði hræðslu og áhyggjur i þessu litla, einangraða þorpi. Þetta átti nefnilega dálitla sloð i veruleik- anum. Grænlendingur nokkur, sem liafði fram- ið eitthvert afbrot, flýði burt i kajaknum sinum og kom ekki aftur. Hann lagðist út nppi í fjöllunum og dvaldi þar sem úti- iegumaður og einbúi. Þegar hausta tók, veður versnaði og myrkrið lagðist yfir landið, leitaði bann oft til bygða til að heimsækja vini sina °g ná sér i æti, einnig til að hræða. Einu sinni fundust frosin bein i helli uppi á eyðimörk- nini köldu. Það voru jarðneskar leyfar útilegu- niannsins, hins óttalega Krivitok. Og allir hlökkuðu til jólanna. Það var gott, að Betlehemstjarnan, sem eitt sinn skein vfir akrana við Betlehem og gerði það enn, skein einnig yfir Julianehaab! bað var aðfangadagur jóla árið 19. . i .Tulia- nehaab. í liinni stóru stofu nýlendustjórans, sem var nieð bjálkalofti og klædd með panel, sálu allir Oanir, sem þarna átlu heima. Þeir voru ekki margir þetta ár. Þar var nýlendustjórinn, stór °g þrekinn, með ákveðna andlitsdrætti, sem báru vott um það, að í 25 ár hafði hann ekki gert nnnað en skipa fyrir og vera hlítt, sem ahlrei bafði heyrt nein mótmæli, nema ef til vill, þeg- ar kona hans sagði með hægð: „Svona nú, vin- ur minn.“ Nú sat hún í sófanum við hlið manns sins og alt af liafa orð hennar sömu þýðingu fyrir hann. 1 25 ára hefur hún dvalið þarna með manni sínum og tekið með opnum örmum á móti hverjum einasta Dana, sem komið hefur í nýlenduna; liún varð að hafa einhver börn i kring um sig, þvi að engin átli hún sjálf. Við aðra hlið hennar situr presturinn, „Litli ein- mana maðurinn“, eins og Grænlendingarnir köll- uðn hann á sínu máli. Hann hefur nú dvalið i þessu einmana landi í mörg ár. Fyrir löngu síðan liafa hann og frúin í liúsinu orðið vinir, og óteljandi matarskálar hafa horfið úr eldhúsi hennar til fátækra grænlenskra heimila, eftir beiðni hans. Á stólnum situr læknirinn, sem kom fyrir tveimur árum. í augum lians er þung- lyndissvipur, sem frúin veit lika ástæðuna að. Hann ætlaði lika heim fyrir löngu síðan, en land- ið hefir dregið hann að séi\ — já, og svo er það líka dálitið annað. Úti við gluggann stendur svo uppáhaldið hennar, já, uppáhald allra, hún er glöð og kát, og er að leika sér að kanarífugl- inum. Að lokum er ])að um hana, sem þessi saga fjallar, en hún er úti í eldhúsinu að liita kaffi. „Nasounguara“ kalla Grænlendingarnir liana, „Litla hlómið't .Tá, hún var lítil, en fíngerð og snotur og fög- ur, með rjóðar kinnar og spékoppa, og augun eru dásamleg. En allur likaminn og hreyfingar lienn- ar minna á ungt elgsdýr, sem stendur i skógar- jaðrinum og lilustar, albúið að laka til fótanna við minsta hávaða. Svoiia var Ellen, þegar hún gekk um stofuna með bollabakkann og bauð gestunum kaffið, og þó var hugurinn áreiðan- lega langt i burtn þessa stundina. Læknirinn leit á liana, og augu'hans urðu enn þá þunglyndis- legri. Frúin sat með spentar greipar. Það var eins og hún væri að biðjast fyrir. Fvrir þremur árum kom Ellen heiman frá Danmörku og gerðist hjálparstúlka í nýlendu- stjórahúsinu. Á hverju ári liafði liún fengið bréf að heiman um að koma heim, og á hverju ári hafði Ellen pakkað öllum eigum sinum saman í þeim lilgangi að fara, en allaf liafði það farið svo, að hún tók aftur föt sín og bað um að mega vera eitt ár enn — og nú gekk liún þarna um stofuna á aðfangadagskvöldið — og hlustaði. Hún var i svörtum flauelskjól, um hálsinn hafði liún langa festi úr beinperlum, og í festinni hékk, framan á brjóstinu, lítill, hvitur kross. Þetta var jólagjöfin hénnar að þessu sinni. Enginn

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.