Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 23

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 23
s JÓMAÐ URINN 17 doríufélagar að annast ]iað. Ef gott var veður, var undir eins beitt aftur og lagt á ný. Þegar því var lokið, liófst aðgerðin. Platningsborðin voru mörg og lágu þau öll skábalt af þilfarinu og upp á borðstokkinn. Efst a borðinu var gat og tréliæl stungið þar i. Járn- krók var stungið í flyðrusporðinn og flyðran síðan dregin upp á borðið og króknum fest á tréhælinn. Tveir menn voru við aðgerð á hverju borði og stóð annar að framan, en hinn að aft- an. Flökin voru tekin af í einu lagi frá sporði °g fram að böfuðsmóti. Spildingnum, höfuðkinn- unum og kviðnum var fleygt, en rafabeltin voru söltuð i stórar ámur, er voru fram á bógnum sín bvoru megin. Tók livor áma 5—6 tunnur. Pnrg var alltaf baft á rafabeltunum, þar til þau voru tekin og sett i tunnur. Amerikanar töldu rafabeltin mjög verðmæt og sögðu þeir, að al- gengt væri að selja tunnuna fyrir 14 dollara. Plyðruflökin voru söltuð í stafla í lestinni, án bess að vera þvegin. Yar meira að segja hlut- ast til um að hafa í þeim sem mest blóð. Þótti Islendingunum slik ráðsmennska all-kynleg, en nrðu vitanlega að gera eins og fyrir þá var lagt. Plökin voru jafnan látin liggja í vikutíma, en siðan voru þau rifin upp og staflað á ný. Þorsk- Ur var og hirtur, flattur og saltaður, eins og venja er til og einnig langan. Yar langan talin mik- Jls virði, en þorskurinn miklu siður, enda liirtu þeir sama og ekkert af honum fyrstu árin, nema bað, sem þeir seldu i land. íslendingar lærðu margt gott og nytsamt. Skipshöfnin mataðist öll i lúkarnum. Hafði bver skipverji sitt ákveðna sæti við borðið, og ^iatti engin breyting verða á því allt sumarið. Matur var mikill og ágætur. Þegar mikil var veiði, var alltaf etið fjórum sinnum í sólarbring, 0íí auk þess gátu menn fengið sér te og brauð a;ð næturlagi, þegar þá lysti. Kjöt og ávextir v°ru svo að segja dagleg fæða. Á morgnana var stundum haframjölsgrautur og mjólk út á. Mat- sveinninn bakaði bveitibrauð og alskonar lcök- l,r daglega, en rúgbrauð sást þar aldrei. Te og bakao var oftast drukkið, en kaffi mjög sjald- an- Soðinn fiskur var svo að segja i öll mál á ’slenzku fiskiskipunum um þessar mundir, en a sprökuveiðurunum taldist það til nýlundu, ef bann var þar á borðum. Væri matreiddur borskur, var hann steiktur eins og hann kom ^yvir upp úr sjónum, nema livað tálknin og uggarnir voru skornir burtu. Endrum og sinn- um voru steiktir lúðuhrvggir og lúðuhjörtu og þótti það kostafæða. Stundum var fiskisúpa á borðum og var ekki baft annað í hana en fisk- bein. Vín var drukkið með mat einstöku sinn- um, en mjög sjaldan. Matsveinninn var vfirmaður í lúkarnum, og gekk hann strangt eftir þvi, að menn sýndu á sér þrifnaðarsnið, i smáu sem stóru. Það þótti jafnvel brot á velsæmi, að kasta eldspýtu á gólfið, enda gerðist þess ekki þörf, því að í hverju horni voru dallar fyrir slika hluti. Helm- ingurinn af skipshöfninni svaf í lúkarnum, en hinir í káetunni. Á báðum stöðunum riki ein- dæma þrifnaður og snyrtimennska og munu ís- lendingarnir margt hafa lært af þeirri umgengni, sem þar blasti við þeim. Skipverjar voru af fjölda þjóðernum og var samkomulag þó gott. Undir aldamótin fór þessi útgerð að minnka. Árið 1898 voru aðeins tveir lúðuveiðarar hér. Afli brást með öllu. Taldir af eftir hálfs mánaðar hrakninga. Ég byrjaði sjómennsku árið 1883, þegar ég var 18 ára gamall. Þá réðist ég á smáskútu, sem voru hér fjölmennar á undan skútunum, sem oftast er talað um. Þetta voru tvímastraðar jakt- ir með kútterlagi, með þremur forseglum, stag- fokku, stagsegli og klj’fir. Þelta voru sæmileg skip og gott að læra til sjómennsku á þeim. Árið 1885 réðist ég á Svend, sem gekk frá Hafnarfirði. Eigandi skipsins og útgerðarmaður var séra Þórarinn i Görðum, faðir Þorsteins Eg- ilsens káupmanns og útgerðarmanns í Hafnar- firði, en hans sonur er Sveinbjörn Egilsen. Ég réðist sem háseti á Svend og var á honum i eitl úthald. En á þessu eina úthaldi lentum við í mjög kröppum dansi. Skipstjóri á Svend var Ilannes Hafliðason, sem flestir Reykvíkingar kannast við. Yið héldum út fx-á Hafnarfirði um miðja Góu. Eitl sinn bar það við undir sumar- málin, að við hittum á mikinn fisk við svonefnd- an Leiruldett í Gai-ðsjó og fyltum við skipið á skömmum tíma. Við lögðum aflann upp í Hafn- ai'firði og höfðum hraðan á, því að við þóttumst geta farið aftur á sömu slóðir og náð í fiskinn áður en liann færi. Við flýttum okkur svo mik- ið, að við tókum aðeins salt og nokkuð af vatni, en mjög litlar vistir, því að við gengum út frá því sem gefnu, að túrinn mundi ekki taka nema'

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.