Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 24

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 24
18 S JÓMAÐURINN skamman tíma. Um þetta leyti var síldarhlaup í Hafnarfirði, og fengum við sild lil beitu. Síð- an fórum við út og héldum að Leirukletti, en þá kom það i Ijós, að fiskurinn var með öllu Irorfinn. Við héldum þvi af stað aftur og leil- uðum fiskjar út af Skaga, en þar var lítinn fisk að fá. Um morguninn á sumardaginn fyrsta byrj- ar veður að versna og hvessir nú ákaft. Við lögð- um skipinu til drifs, en vindurinn fer stöðugt vaxandi. Skipið var mjög stirður siglari, og í hvert skifti, sem við urðum að venda, urðum við einnig að hálsa. Var skipið sérstaklega erfitt i beitivindi. Við lentum svo út af Höfnum og flæktumst þar lengi, en veðrið óx stöðugt. Við sáum því okkur engan annan kost en að hleypa undan veðrinu. Við illan leik tókst okkur að komast fyrir Reykjanes, en samstundis kemur veðrið á móti okkur, en þó miklu hægara. Þetta gerði það að verkum, að við urðum að Iialda á liaf út. En nú hreyttist veðrið enn, og undir morguninn erum við komnir út af Krísivík, og þá kominn grenjandi kafaldsbylur. Við urðum nú að rifa öll segl og svikka stórseglið og leggja aftur til drifs. Veðrið var kolsvart og heljar- gaddur. Við sáum alls ekki út fyrir liorðstokk- inn. Urðum við að standa allir við að berja klak- ann, því að svo mikið var frostið, að ef við liefð- um ekki gert alt sem við gátum, þá hefði klak- inn keyrt skipið í kaf. Þarna var töluvert af Fransmönnum á hinum stóru skútum sínum, og héldu þeir sér við. Okk- ur þótti heldur ömurlegt, að þurfa nú að selja út á haf í þessum ofsa, en við því var ekkert að gera. Þarna voru Iögmál að verki, sem ekki þýddi að setja sig upp á móti. í 6 daga flæld- umst við um hafið og dreif sífelt undan. Fyrstu tvo sólarhringana stóðum við stöðugt við klaka- höggið, En þegar við fjarlægðumst landið, dró heldur úr frostinu. Við fengum aldrei neinn sjó á okkur og var það víst helzt vegna þess, að skipið dreif svo örhratt og snerist stundum al- veg stjórnlaust, eins og snældusnúður. Loks fór nú að birta til, og varð veður hreint og hjart, en stormurinn var hinsvegar mikill. Menn urðu rólegri, þegar þeir fóru að venjast þessum hrakningum, og á 6. deginum fór held- ur að lvgna. Vorum við nú komnir 100 mílur út af Reykjanesi. Það fyrsta, sem við sáum af landinu var Öræfajökull. Við byrjuðum vitan- lega strax að sigla, og jafnframt dró enn úr storminum, en um leið skifti hann i norðvest- an átt og kom beint á móti okkur, og urðum við því nú að „krusa“. Við fórum nú að athuga vistabirgðarnar. í þá daga fékk hver maður sína vigt af mat, og eins og ég nefndi áðan, höfðum við farið með hinum mesta flýti út, og ekki tek- ið nema sáralítið af mat, en útlialdið hins vegar orðið miklu lengi’a en búizt hafði verið við. Við rannsóknina kom í ljós, að flest vantaði, en þó sérstaklega brauðmat. Það vildi okkur til, að sildin, sem við höfðum ætlað til heitu, var enn til, og var notast við hana. Margir höfðu þó við- bjóð á þeim mat og ég man, að ég var einn þeirra, enda er frosin síld ekki góður matur. Rrauðskamturinn á hvern mann var aðeins ein sneið í mál, og það þótti lilið. En erfiðleikar okkar voru sannarlega ekki á enda. Veðrið var óþjált og erfitt. Við flæktumst fram og aftur um sjóinn og það tólc okkur 6 daga að kom- ast heim. Þannig stóðu þessir Iirakningar okk- ar í 14 daga samfleytt. Þá var líka liver matar- biti húinn um horð. Þegar okkur loksins lókst að komast fyrir Reykjanes, voru þar fyrir mörg smáskip á fiskirii. Þegar skipverjar sáu okkur, drógu öll skipin fána að hún. Það var óvenjuleg sjón, að sjá svo stóran flota að veiðum með flagg á stög- um. Tvö skip tóku sig strax út úr og komu á móti okkur. Annað þeirra var Enigheden (síð- ar Ásta Borghildur), skipstjóri Páll Ilafliðason, hróðir Hannesar. Hitt skipið var Einingin, en skipstjóri á því vai- Bergþór Þorsteinsson, faðir Hafsteins útgerðarmanns, — en liann var tengd- ur þeim hræðrum Hannesi og Páli. Þessir menn fögnuðu okkur sérstaklega vel. Allir höfðu talið okkur af og þegar við kom- um svo i ljós á siglingu, vakli það gleði. Um kvöldið náðum við til Hafnarfjarðar.

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.