Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 28

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 28
22 SJÓMAÐURINN Þarna er Skotinn, sem var skorinn yfir þvera kinn- ina og fékk stóran skurð niður á hálsinn i bardaga við ítala. Eg verð að heilsa upp á hann‘. Skipstjör- inn gekk inn. Fyrir innan I)orðið stóð maður. Rautt ör var yfir þvera kinnina og á ská niður á liálsinn og hvarf undir skyrtuhrúnina. „Hvers óskið þér?“ sagði sá með örið með skoskum hreim. — „Hvers eg óska, gamli slags- málaliundur. Eg óska þess eins að heilsa upp> á gamlan vin, Mac sœll! Við sigldnm einu sinni saman á gömlum hark frá Baltimore“. Mac skyldi fljótt Iiver það var, sem ávarpaði hann svona kunnuglega og við gott, stórt og vel fult glas rifjuðu þeir félagarnir upp ýmsar gaml- ar minningar. Skipstjórinn varð ekki litið glaður, þegar Mac sagði honum, að „Sharky“ lifði sældar- lífi og væri álitið, að hann væri miljónamæring- ur. Báðir voru þeir, félagarnir, sammála um, að af liverju senti í þessari miljón drypi sviti og blóð sjanghajaðra sjómanna. Skipstjórinn skýrði Mac frá fyrirætlun sinni og þegar Mac liafði hlust- að á sögu skipstjórans rétti hann honum kruml- una og sagði: „Já, gamli refur. Þér er óhætt að reiða þig á mig og eg hlakka til að sjá árangur- inn“. Eftir hálfan mánuð var skonnortan aftur sjó- klár. Nú var ákvtíðið að hún færi til New York með viðkomu í Rio de Janeiro. Hún var dregin út á lónið. Næsta dag kom dráttarbáturinn aftur. Ilásetar voru sendir upp til að gera seglin klár. Stýrimaðurinn og bátsmaðurinn gengu upp á stór- dekkið. En frá dráttarbátnum var dauðadrukk- inn náungi heistur um horð. Ilann átti að koma í staðinn fyrir hinn meidda háseta. — „Iiendið svíninu niður i kahalrúmið“, kallaði stýrimaður- inn til bátsmannsins. Skipuninni var tafarlaust hlýtt. Stýrimaðurinn gekk aftur á og sagði að alt væri klárt. Akkerið var dregið upp, seglin telcin í notkun og eftir eina klukkustund leið skútan fyr- ir hægum vindi út á Kyrrahafið. — IJún var aug- sýnilega ánægð á léttum bárunum með það sem hún hafði innan borðs. Þe'gar fór að líða á daginn fór að færast Iíf í Kalóríus í kabalrúminu. Þegar bótsmanninum var sagt frá því, svaraði hann: „Það er alt of fljólt, við skulum hara lofa honum að herja þar lil skinn- ið fep af hnúunum, ætli hann hætti þá ekki?“ Fyrst, undir kvöld, þegar náunginn hafði fyrir löngu hætt að berja á hurðina, kom stýrimaðúr- inn og skipstjórinn fram á. Þeir staðnæmdust við dyrnar, þar sem „gesturinn“ var geymdur. Þeir, sem voru á frívagt, stóðu álengdar og biðu þess með óþreyju, að fá að sjá hinn nýja félaga sinn. Dyrnar voru opnaðar. Eflir skamma stund kom „gesturinn" í ljós. í myrkrinu niðri hafði hann hnotið um ýmsa muni og meðal annars velt um kagga með muldu grafiti. Þe'ssu liafði hann svo nuddað um andlit sér. Varirnar lýstu rauðar og þykkar i biksvörtu andlitinu, en augun skinu skjannahvít í því miðju. Enginn gat tekið til þess, þó að þessi sjón framkallaði skyndihlátur og liann lét ekki á sér standa. Hásetarnir ráku upp skelli- hlátra. — „Ilvaða bölvaður Hottentotti er nú þetta?“ sagði stýrimaðurinn. — „Hvern kallar þú IlottCntotta?“ spurði „gesturinn“ illur, „og hver ert þú og hvar er eg? Náið í konuna mína, djöfl- arnir ykkar, eða stelpuna! Hættið að glápa svona á mig! — Hvað er þetla? Hringdu þá á lögregl- una! Það hlýtur að gefast einhver skýring á þess- um fjanda. Mikill bölvaður asni er eg! Mig er að dreyma, já, auðvitað er mig að dreyma. En drott- inn minn dýri, hvaða bannsettur lýður er þetla. Þetla er sannarlega skrítinn draumur!“ „Bátsmaður!“ kallaði stýrimaður, „sæktu fötu fulla af vatni, nei fulla af sjó, ekki valni, engan lúksus í sambandi við þennan Ilottentotta!“ Þegar bátsmaðurinn kom með vatnsfötnna setti hann hana frá sér við hliðina á stýrimanninum, sem sagði við gestinn: „Jæja, gamli skröggur, heldurðu enn þá, að þig sé að dreyma?“ — „Já, bölvaður þrjóturinn þinn! En bráðum vakna eg! Láttu mig um það, kunningi!" — Samstundist var skvett úr fötunni. Sjórinn lak úr hinu skítuga hrúgaldi. Grafítið rann með sjónum niður undir hálslíninguna og maður gat vel hugsað sér, hvern- ig það skyldi eftir rákir á skrokknum. Öskuvond- ur öskraði „gesturinn": „Hver djöfullinn er þetta? Ilvar er eg? Er eg ekki heima? Hvar er konan min? — Mig er alls ekki að dreyma! Hver er meiningin?“ „Röyndu að kjafla svolítið minna, kunningi‘S svaraði stýrimaður, „en viðvikjandi þvi, hvar þú sért þá skal eg segja þér það. Þú ert um borð í einni bestu Downeasterskonnortunni, sem til er, já, hún er að minsta kosti alt of fín fyrir svín eins og þig“. — „IJva. ... ör je. . . . konan mín, eg, eg“. — „Haltu kjafti, bölvað svinið þitt. Eg vil ekki lieyra nein öskur“, öskraði slýrimaður- inn upp í opið geðið á Hottentottanum. „Hvað konuna þina snertir, þá getum við enga björg veitt þér, eh heimili færðu hérna og vistarvera þín verður þarna inni, lásamt 11 piltum, sem allir munu gera sér far um að kenna þér mannasiði- Þeir eru kannske af öðru sauðaliúsi en þú ert

x

Sjómaðurinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-1683
Tungumál:
Árgangar:
4
Fjöldi tölublaða/hefta:
14
Gefið út:
1939-1943
Myndað til:
1943
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Stýrimannafélag Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar: 4. tölublað (01.12.1939)
https://timarit.is/issue/332115

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

4. tölublað (01.12.1939)

Handlinger: