Sjómaðurinn - 01.12.1939, Page 36

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Page 36
30 SJÓMAÐURINN þung, þá eru það ekki nærri öll herskip, sem hafa liana. Bezt og mest varin eru hin stóru orustuskip, sem stundum hafa liátt upp í hálfs meters ]>ykkar stálplötur á hliðunum, Aftur á móti eru skijí eins og tundurspillar og ýms minni skij), alls ekkert varin, hvorki á hliðum nc öðr- um stöðum. Varnir gegn tundurskeytum og tundurduflum eru í höfuðatriðum tvenns konar: annað hvort þannig, að hindra skeytin eða duflin i að ná til skipsins, eða að hjarga skipinu frá frekari evðileggingu, eftir að þau hafa liitt skipið og sprengt skemmdir í það. Fyrst eftir að tundurskeytin komu til sögunn- ar, voru notuð svokölluð lundurskeytanet til þess að hægja ])eini frá skipinu. Þessi net voru úr stálvir og strengd allt í kring um skipið i ca. 10 m. fjarlægð frá ])vi. En þessi úthúnaður var þungur og óhentugur, því hann var aðeins hægt að nota, ])egar skipin lágu fyrir akkeri, og auk þess þurfti ekki annað en að setja eins konar skæri eða klippur framan á tundurskeytin, til þess að þau slvppu í gegn um netið. Þessi að- ferð er því að mestu horfin úr sögunni nú, og eina ráðið til þess að forðast skeytin, er að víkja úr leið fvrir þeim. Tundurduflunum er aftur á móti hetra að hægja frá sér. Fyrst var það gert á þann hátt, að allt að 10 m. löng stöng var sett fram úr stefni skipsins niðri í sjónum. Síðan voru tveir vírstrengir festir við enda stangarinnar, en á hinum enda viranna voru hlerar, sem skáru út frá skipinu, sinn á hvort borðið, er skipið sigldi áfram. Vírarnir mynduðu þá eins konar < fyr- ir framan skipið, og hægðu þeim tundurdufl- um frá, sem urðu á vegi þess. En sökum þess, að ekki var hægt að fara nema með nokkra mílna liraða með þessum út- búnaði, og stöngin var oft til óþæginda, t. d. i höfnum, þá er þessi aðferð y^firleitt ekki notuð meira. í stað hennar eru nú mest notaðir svo- nefndir „paravanes“. Mismunurinn á þessum tveimur aðferðum er aðallega í því fólginn, að með hinni síðarnefndu er virstrengjunum fest l)eint á stefni skipsins niðri í sjónum, og í stað hlera eru notuð eins konar flotholt (nefnd „pa- ravanes“), er að lögun likjast tundurskeytum. Þessi flotliolt skera út frá skipinu, eins og hlerarnir, en hafa aidí þess sérstök tæki, sem halda þeim á því dýpi, sem óskað er. Framan á þeim eru líka eins konar hnífar eða klippur, sem skera sundur legufæri tundurduflanna, sem verða fyrir skipinu. Við það fljóta duflin upp, svo hægt er að eyðileggja þau. Þessi síðarnefnda aðferð er ekki álitin alveg eins trygg eins og hin, en sökum þess að hægt er að fara með mjög miklum hraða með „para- vanus“ úti, þá er liún samt oftast talin öllu heppilegri. Ef tundurskeyti eða tundurdufl hitta skip, þá orsakar sprengingin venjulegast svo miklar skemmdir á botni og hliðum, að sjór fossar inn undir eins. Þar sem oftast er ómögulegt að stöðva lekann, með því að byrgja gatið, verður því eina ráðið til þess að hjarga skipinu, að hafa það deilt i svo marga vatnsþétta hluta, að einn eða fleiri megi fyllast af sjó, án þess að skipið, sökkvi. Af þessum ástæðum eru lierskip nútímans deild í óteljandi valnsþétt rúm, og revnslan hefur sýnt, hæði i heimsstyrjöldinni og ])að, sem af er liðið ])essari, að aldrei vcrður of mikið af því gert. Hvað viðvikur eiturgasi, þá þekkjast ekki nema tvær varnir gegn því um horð í skipum, nefnilega annað hvort að nota gasgrímur, eða þá að hafast við í loftþéttum vistarverum. En báðar aðferðirnar hafa sína kosti og ókosti: að loka heilu skipi loftþétt, kostar mikinn og trygg- an úthúnað, en að nota gasgrímu gerir mönn- um erfiðara fyrir um alla vinnu. Venjulegast er því haldið meðalveginn, og báðar aðferðirn- ar hafðar um hönd í sama skipi. Undanfarinn áratug hefur um fátt verið meira rætt, en hið stórkostlega liernaðargildi flugvéla, og hve lítilfjörlegar varnirnar væru gegn þeim, enda voru þær það allt fram á síðustu ár, en mega nú teljast mjög sæmilegar í hlutfalli við aðrar varnir. Um borð í herskipum eru þessar varnir að- eins tvennar. f fyrsta lagi eru notaðar hrað- skeytar loftvarnabyssur, til þess að revna að skjóta árásarflugvélina niður, eða að minsta kosti að liindra hana i að komast í gott skot- færi við skipið. Byssur þessar eru nú altaf stærri eða minni vélbyssur. I öðru lagi er vörnin gegn sprengikúlunum sjálfum, sem eingöngu hyggist á þvi, að hafa efri þilför skipsins úr eins þykku og sterku stáli og mögulegt er. Nýrri herskip hafa þannig stund- um alt að 20 cm. þykt þilfar. í þessu sambandi má líka geta þess, hve erfitt l)að yfirleitt er að hitta herskij) með sprengi- kúlum frá flugvél. Skipin eru lítil að sjá, hátt úr lofti, og eru sjaldan kyr né halda beinni

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.