Sjómaðurinn - 01.12.1939, Qupperneq 40
34
SJÓMAÐURINN
bréf, var náttúrlega skipstjórinn, og meðal
þeirra, að því er „brytinn“ sagði, eitl heljarstórt
bréf frá „reiðaríinu".
Með Gibraltarliraða voru kolin tekin um borð
og að því loknu lialdið tafarlaust af stað.
Það var einhver bálfgerð „jólstemning" yfir
mönnum, þegar siglt var í logni og bezta veðri
i gegnum Gibraltarsund, með liáan og lirikaleg-
an Gibraltarhöfðann, þetta sterka vígi Englend-
inga á aðra hönd og Afríkustrendur í fjarska
á hina. Eg hugsaði til Tyrkja-Guddu og þeirra
mörgu Islendinga, er á niðurlægingartímum
landsins síns, voru flutt sem bandingjar, ef til
vill til þessara sömu stranda, er ég sá nú, burt
l'rá fátækt og basli — en frelsi, til þrælkunar
og ófrelsis. Ég álti þá stundina enga heitari ósk
íslendingum til handa, en að aldrei kæmi það
fyrir aftur, að slíkt lienti þá, hvorki heima né
heiman.
Og Afríkuströndin hvarf sjónum, en Tyrkja-
Gudda hugskotssjónum, því áfram synti Sindri
gamli og daglegu störfin kölluðu allan huga
manns.
Það var komið aðfangadagskvöld.
Jólin voru komin, eins og við krakkarnir höfð-
um kallað það. Framundan á stjórnborða sást
í Baleareyjarnar og stjörnubjartur himininn
virtisl speglast í bláu og tæru Miðjarðarhafinu.
Það var eins og einhver vottur af heimþrá gripi
mann enn um sinn, en hvers var að beiðast.
Leið manni svo sem ekki nógu vel? I friði við
allt og alla, i kyrrð góðveðurskvöldsins, fjarri
öllum ys og þys, kyrrlátar og þögular eyjarnar
i fjarska og „Suðurkrossinn“, ásamt ýmsum öðr-
um stjörnum, svo sem „Spicu“. og „Fjósakon-
unum“ yfir sér á bláu biminhvolfiun, blikandi
lil sin, ei og vildu þær segja: Gleðileg Jól.
Var þe;i ekki líka nokkur huggun og gleði í
því, að vita að sumar af þessum stjörnum sáu
einnig þeir, sem manni voru kærastir og vafa-
laust fluttu þær frá manni til þeirra einnig
Gleðileg jól.
Angandi steikarlyktin vakti mann af þessum
vökudraumum, og svo líka hitt, að nú fór að
líða á vaktina og því bráðum kominn matar-
tími, og því maginn farinn að kalla, livað sem
Guði og jólum leið. Nú bárust boð frá skipstjóra,
að allir yfirmenn væru boðnir lil matar aftur i
til lians, og að stoppa skyldi skipið meðan á
máltiðinni stæði. Þessum skipunum lians var
auðvitað tafarlaust hlýtt, eins og raunar flesl-
um öðrum, en ekki er mér grunlaust um, að
heldur hafi það gengið fljótara að hlýða hon-
um nú, en venja var til.
Siglingaljósin voru nú slökkt og kveikt á einu
hvítu ljóskeri og það hengt á stag yfir stjórn-
pallinum. Að svo búnu var einn maður settur
á vörð, til að líla eftir þvi, ef sæist til skipa
eða veður breyttist, sem ekki var útlil fyrir í
bráð.
Þá var gengið til snæðings. Yfirmennirnir aft-
urí bjá skipstjóra, en hásetar og kyndarar
frammi í borðsal yfirmannanna. Jólastemmning
var yfir öllum. Áður en máltiðin byrjaði, var
sunginn einn sálmur, lagið virtust allir kunna,
og einhvern texla höfðu allir, þó á mismunandi
máli væri. Þegar sáhninum lauk, var tekið lil
matarins, sem var bæði mikill og góður, var
ekkert til sparað að þessu sinni. Voru menn
þarna í bezta yfirlæti, og er hver hafði borðað
sig rnettan, voru drykkjarföng framreidd, en
einnig á þeim höfðu menn góða lyst, þó að allt
væri það i hól'i. Þarna var rabbað saman um
alla heima og geyma og fór vel á með öllum,
Jjrátt fyrir það, þó ýmsir væru orðnir hreifir,
])ví skipstjóri vcitti af liinni mestu rausn.
Skipstjóri barði nú í glas sitl og sló þegar í
dúnalogn, því nú ætlaði skipstjórinn sýnilega
að halda jólaræðu.
Það brást heldur ekki, upp stóð sjálfur skip-
stjórinn. Hann fór nokkrum orðum um jólin
og ánægju þá, sem sér væri að því, að hafa alla
þessa sómamenn til borðs með sér. Hann lýsti
því, að ef lil vill hugsaði maður aldrei hetur
um það, heldur en á jólunum, livað að manni
sneri og hvers konar samfélagi maður væri i.
Þá sæi maður betur kosti hinna ýmsu manna,
sem jneð manni væru og liann sagðist segja það
afdrátlarlausl, að hann hefði aldrei haft þvílíka
yfirmenn sem þá, sem nú væru um borð á
„Gamla Sindra“. Hann vonaði líka, að þeir ættu
eftir að vera lengi samán. Ilann þakkaði öll-
um fyrir þann þált, sem þeir höfðu áll i því
að gjöra þessa Jóla-kvöldstund skemmtilega, en
eins og hugsa varð um það skemmtilega, þá
varð einnig að liugsa um ])að nauðsynlega, og
þó það mætti segja, að það ælli ekki beinlínis
heima nú, þá vildi hann samt, vegna þess að
allir hlutaðeigendur voru samankomnir, minn-
ast á erindi, sem „reiðaríið“ hafði falið honum.
Eins og þeir vissu, höfðu flutningsgjöld stór-
lækkað og allur hagur útgerðarinnar á fallanda
fæti, var það áskorun hans, að fyrirlagi eigenda
skipsins, að yfirmennirnir tækju á móti launa-