Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 42

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 42
86 S JÓMAÐURINN T-j AÐ VAR GAMALT, æruverðugt gufuskip, sem smeygði sér fyrir nesið á leið sinni inn á fjörðinn. En alt í einu nam ski])ið stað- ar. Það var eins og það óttaðist að lialda lengra inn í svartnættið, en fjörðurinn líktisl lielst dul- arfullum, koldimmum hellismunna. Vélasíminn skrölti svolítið rétt sem snöggvast, og samstund - is nam skipið alveg staðar. Skipstjórinn um borð var líka gamall og velþeklur. Hann liafði svo sem plægt heimshöfin sjö og lent í mörgu misjöfnu æfintýri. Nú var komin ró yfir gamla marin- inn. Hann virlist vera ánægður með gamla gufu- dallinn sinn, sem hafði fastar áætlunarferðir milli æskustöðva skipstjórans og heimilis hans, — sem ég vil ekki af skiljanlegum ástæðum nefna, — og hæjanna meðfram allri ströndinni. Það er ef til vill hesl að gela þess, að heimilis- staður skipstjórans var ekki i sama landi og bæirnir, sem skipið gekk til. Snjódrífan heltist yfir skipið og innst inm var skipstjórinn henni feginn. Hann stóð á ryðguðu og rennhlautu fordekkinu og haksaði við stóran ])akka, sem virtist vera mjög dularfullur og þýð- ingar mikill. Messadrengurinn hafði lengi hrot- ið heilan um þennan herjans pakka. Var þetta einhver aukagjöf til skipshafnarinnar? Átti að gleðja hana með þessu um jólin? Alt í einu skip- aði skipstjórinn honum að lijálpa sér með pakk- ann, og hann varð ekki lítið undrandi, þegar út úr honum komu 18 litrar af fyrsta flokks koníaki, nokkrir kassar af löngum, svörtum vindlum, trékassi með 24 flöskum af Rúdes- herger og Damacuanvín í körfuflöskum. Þessu var öllu raðað á fordekkið. Drottinn minn! Þetta „Við höggvum á festarnar — og höldum jól“. yrði dásamlegt jólakvöld! Mikið myndu karl- arnir vcrða glaðir og skemta sér! En þegar skipstjórinn hafði, jneð hjálp timhur- mannsins, um stund raðað þessum krásmn í segl- stykki og síðan hundið um það sterklega með köðlum og reyrt miklu af korki við, þá hætti messadrengurinn að reikna. Fyrst skyldi hann ekki neitl i neinu, en síðan féllust lionum liend- ur af undrun. Ot úr myrkrinu og hríðinni heyrðist alt i einu hrópað: „Ship, ohöj.“ Gamli skipstjórinn flýtti sér út að lustokkn- um og lirópaði á móti: „Jensen, ohöj.“ „Já, hérna erum við enn einu sinni. Gle.uleg jól, skippari,“ var svarað og út úr myrkinu lædd- ist lítil fleyta. „Láttu hlessað góðgætið dctta, skipstjóri. „í svona veðri getur maður átt það á hættu, að þefarar séu sérstaklega vinnufúsir Það lítur út fyrir versta veður í nótt.“ „Já, hann lítur illa út, Jensen, — hérna þá —,“ heyrðist skipstjórinn segja og um leið og hinn vatnsþétti pakki féll í sjóinn, skvettist löður yfir hátsverja. „Gleðileg jól og „good Iuck“!“ Nokkrum mínútum seinna var lilli háturinn, — það var björgunarbátur með hjálparvél, — horfinn í hríðina og myrkrið, út á liafið. Mennirnir þrír, sem voru í hátnum, höfðu tosað hinum stóra pakka mjög varlega upp i hátinn og valið honum stað miðskips. Meðan þeir töldu að skipstjórinn heyrði lil þeirra, skift- ust þeir á við liann grófu glensi, en svo heyrðu þeir skröltið í vélarsímanum, skrúfuna tæta sjó- inn og gamli skipstjórinn hafði fyrst nú tíma til að pípa á hafnsögumann, eftir að litli hát- urinn með hinn dýrmæta farm var horfinn og kominn langt burtu. Á hverju ári um jólaleytið hafði ])etla endur- tekið sig. Jensen, sá sem var einn þeirra þriggja, sem i hátnum voru, hafði einu sinni, fyrir mörg- um árum, hjargað gamla skipstjóranum úr dauð- ans greipum. Jensen var stálsleginn gamall fyrsti

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.