Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 46
40
SJÓMAÐURINN
af hásetum hans hefur liaft ummæli, sem hafa
styrkt grun okkar. Hann hefur sagt, að á viss-
um stað sé stórum pakka lcastað fyrir borð hér
fyrir utan, en að menn héðan flytji hann síðan
í land. Þið getið skilið, að þegar maður finnur
hér í kotunum bæði Moselvin, Rödesheimer,
gott franskt koníak og svarta vindla, þá er mað-
ur ekki lengur í neinum vafa.“
Þetta varð Jensen gamli að viðurkenna og Pét-
ur, sem slalst til að líta á Önnu, umlaði eitt-
hvað um „óþverra athæfi“.
„Það er óþverra athæfi, alveg rétt, Pétur,“
sagði Jarner með rödd, sem gerði feðgana enn
aumari. „Samt senr áður gera ekki slíka liluti
nema hugrakkir og duglegir menn. Það verð ég
að viðurkenna, þó að ég sé tollþjónn. Engir geta
gerzt smyglarar, nema þeir, sem hafa fráhær-
lega skýra liugsun, hugrekki og dugnað. En nú
þegar ég er búinn að viðurkenna þetta, vil ég
lika segja það, að skýra hugsun og hugrekki er
hægt að nota betur en til þess að brjóta lögin
og svíkja ríkið.“
Það var eins og kuldanepja næddi um þessa
lilýju stofu.
.Tarner hélt áfram: „Smygliðjan er spennandi,
það er satt, en samt sem áður er liún giæpur,
það er ekki atvinna fyrir óflekkaðar hendur.“
Jarner þagnaði aftur. En að þessu sinni leit
hann beint í augu feðganna, livers eftir annars.
Hann var alvarlegur og ákveðinn, en ekki harð-
vítugur og óþægilegur.
„Og svo lít ég einnig á málið frá enn annarri
hlið,“ sagði hann skyndilega og sló út með hend-
inni i áttina til dætra sinna. „Það er litið á dæt-
ur mínar af öllum hér á ströndinni, eins og þær
séu hofmóðugar og stórbokkalegar, það eiga þær
ekki skilið. En ég vil spyrja ykkur, vinir mín-
ir: Hvernig ættu dætur mínar að verða vinir,
hvað þá meira, manna, sem hefðu svo óhreint
fyrir stafni, sem ekki aðeins smygluðu bann-
vörum, heldur einnig stunduðu óleyfilegar fisk-
veiðar, söfnuðu stolnu strandgóssi og svo fram-
vegis? Finnst ykkur það ekki vera þægilegt fyr-
ir mig, að það er enginn ungur maður, sem með
góðri samvizku þorir að sitja í sömu stofu og
dætur mínar? Ekki geta þær alltaf gert sig á-
nægðar með að vera bara systur og dætur.-----
— Við fylgdumst vel með öllum hátum, sem
þorðu að leggja úr höfn í gær, eins og veður-
útlitið var, af því að við áttum von á gamla
skipstjóranum og gamla dallinum hans. Ég skal
segja ykkur eins og er, að ég beið beinlínis eft-
ir ykkur á hafnarbakkanum.“
Jarner kveikti liátíðlega í pípunni sinni, en
það hafði kulnað í henni undir þessari löngu
ræðu hans.
„Ég sá ekki neinn ]jakka i hátnum ykkar,"
hélt hann áfram, „en eins og ég lief áður sagt:
Ég er fjári þefvís-----“.
Hann lék sér að hnífnum, sem hann hafði
skafið í pípuna með. Svo stóð liann hægt á fætur.
„Ég er viss um að þessi hnífur er beittur,“
sagði hann. „Ég get skorið með honum sundur
sverustu manillu.“
„Lofið mér að reyna hann,“ sagði Hans, „ætti
ég ekki að gera það, María?“
Yngri systirin leit hvetjandi til hins ljósliærða
risa.
„Ég myndi reyna hann, ef ég væri þér?“ sagði
hún.
Jensen gamli stökk á fætur.
„Gefið mér hnífinn, Jarner,“ hrópaði hann.
„Það skal ekki taka mig langan tíma að reyna
hann i fyrsta og síðasta sinn.“
Jarner fékk honum hnífinn. Svo þrýsti hann
hendur feðganna og þeir svöruðu með föstu
handtaki.
En Ilans varð fyrstur til. Hann greiji hnífinn
af föður sinum, og þaut út og niður að bátn-
um. I einu vetfangi skar hann á strengina, sem
héldu pakkanum og hann hvarf niður i djúpið.
Þegar hann kom aftur inn í stofuna, leit hann
fyrst á Mariu, en hún tók á móti honum hros-
andi og glöð.
„Jæja, vinir mínir,“ sagði Jarner glaður í
bragði. „Ef þið viljið nú fara i koju í nokkra
tíma, þá veit ég að þið sofið vel. Svo munu syst-
urnar sjá um að jólamaturinn verði kominn á
borðið ldukkan 9 í fyrramálið. Ég hef, held ég,
aldrei haft jólagesti, sem ég hef verið svo á-
nægður með sem ykkur. Vilið þið þiggja hoðið?“
Ungu mennirnir voru ekki í vafa og .Tensen
gamli hugsaði mest um hið ágæta romm .Tar-
ners, og svo sögðu ])eir allir þrír:
„Jú, við þiggjum það með þökkum.“