Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 49

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 49
SJÓMAÐURINN Gndnrbætnr á akkernm. IMÖRG ÁR liefir lítið kveðið að því, að reynt væri að endurbæta patent-akkeri. Oftast liafa tilraunirnar stefnt að því, að gera akkeri þann- ig úr garði, að þau héldu traustlega, og um leið að minka þunga þeirra. Það hefur mikla þýð- ingu, að liafa akkeri þannig, að þau séu sem léttust, en lialdi þó sem hesl. Með því fær mað- ur meira öryggi, minni kostnað og minni þyngsli á skipinu. Á stærri skipúm vegur akkeri stund- um allt að 16 smálestum, eða jafnvel meira. Þar sem skip þurfa að hafa 2—3 akkeri, geta menn skilið, að hér er um áriðandi mál að ræða. Ilald- gæði venjulegra patentakkera (Hall) fer eftir þyngd þeirra, flauastærð og því, hvernig botn- inn er. Rannsóknir á þurrum jarðvegi liafa leitt í ljós, að haldgæðin geta verið all frá 30 og upp i 80 kg/dm2. Á litlum skipum og vitaskipum eru oft notuð svokölluð „regnhlífarakkeri", en þau eru mjög haldgóð. Erfitt er þó að draga þau upp í venjuleg „kluss“. í Þýskalandi voru gerðar nokkrar tilraunir og reynd ný akkerislögun, sem hefur ýmsa kosti fram yfir þau, er áður liafa þekst. Þessi nýjung er umbót á hinu góða og gamla Ifalls stokklausa akkeri, eins og það er nú búið til, en i raun og veru eftir sömu reglu. Reynslan hefur kent mönnum, að stækkun flauanna er aðeins mögu- leg að vissu marki, svo að hæfni akkerisins lil að festast í botninum og möguleikarnir til að fara með það í skipinu, minki ekki. Með hinni nýju gerð er flatarmál flauanna aukið með því, að liafa þau fjögur í stað tveggja. Áður fyrr hefur þetta sama fyrirkomulag verið reynt, en akkerin urðu svo fyrirferðarmikil, að þau gátu ekki gengið inn i venjuleg „kluss“ og mjög erfitt var að vinna með þeim. Hin nýju akkeri hafa verið húin til með tvennum hætti. 1 fyrsta lagi er auka-flauunum komið fyrir i krossmótunum, þannig, að þau geta lireyfst, án áhrifa l'rá aðalflauunum. Með því tókst að gera akkerin þannig, að hægt var að taka þau í venju- leg „kluss“; hæfni akkerisins til að grafast i botn- inn minkaði ekki. Hinsvegar tókst ekki með þessu að auka haklgæði akkerisins að sama 43 Fjögurra flaua akkeri. Fjögurra flaua akkeri, með flauin á leggnum. skapi sem flauin stækkuðu. Aftur á móli varð betri árangur hvað þetta snertir, með því að setja aukaflauin á legginn, sem við það feslist betur, — en það hefur mikla þýðingu, sérstak- lega þegar skip, sem liggja við akkeri „sigla" mikið. Aðalflauin og leggflauin geta að vissu marki komið að haldi án álirifa livert frá öðru. Aðal- flauin grafast fyrst niður, vegna þess, að þau eru þyngri og vegna þess að þau styðjast við sjálfan akkerishausinn. Leggflauin geta grafist niður án áhrifa af þessu, ef þau gera það ekki sjálfkrafa munu aðalflauin með þunga sínum á akkeris.leggnum þvinga þau til þess undir eins og þau eru komin niður i hotninn. Þegar leggflauin hafa grafizl niður, fá þau einnig stuðning frá akkerishausnum. í samanhurði við tveggja flaua akkeri, hefur það fjórflauaða miklu meiri haldhæfni og get- ur þannig með sömu lialdhæfni orðið miklu léttara. ••

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.