Sjómaðurinn - 01.12.1939, Page 52
46
SJÓMAÐURINN
Eiitlurmimiiiisrsii* frá ^ömlnm (lösriim.
SjólVrdir. inmard. fyi'stl.
»sjjóma ■■ 11 a skw li n 11« o. f 1.
Höfundur þessa greinarkafla hefur safnað marg-
víslegum fróðleik löngu liðinna tíma, sem fáum
er kunnur, um ferðalög á Iandi og sjó, og við-
búnað allan í sambandi við dvöl manna í verum
fyrir 60—70 árum. Er þetta fyrsti kafli af fleir-
um. — Hitstj.
I.
Það var komiS fram yfir réttir og í Selsheiði
var krökkt af sauðfé, lömbum, ám, hrútum og
sauðum, jafnvel 5—6 vetra gömlum, og nú átti
að „reka Iieim“ til slátrunar, sauðum sem vænst-
ir voru og ætlaðir voru sjómönnum til vers-
ins bæði til þess að sjóða í smálka eða soð-
kæfu, og til hangikjöts. Var hverjum sjómanni
ætlaður sinn sauðurinn til hvers, og voru þeir
venjulega ekki valdir ringari en svo, að liver
þeirra væri með 6 fjórðunga falli og rúmum
fjórðungi mörs.
Fyrst var kjötið soðið og síðan ákveðið, hvorl
sá eða sá vildi hafa smálka látna í skrínu sína
cða soðkæfu. Vildi liann hafa það smálka, var
kjötið brytjað niður í smábita og síðan látið i
pottinn aftur, með nægilega inildu af tólg, og
eftir að það var hæfilega Iiitað aftur, var ]>að
orðinn smálki, sem síðan var rennt í skrínuna
Jiannig, að botnhylur var um hana alla og í ann-
an endann upp á harm gaflsins; liún var ])ví
riflega hálf-full; rúmið, sem þá var eftir i skrín-
unni var síðan fyllt á þann liátt, að smjöri var
drepið í það, svo miklu, að það fyllti einnig upp
á barm þess gaflsins, sem smálkinn var ekki i,
en þó svo, að hægt væri að renna tólg, svo mik-
illi yfir hvorltveggja, að skrínan væri full upp
á randir.
Væri soðkæfa húin til i þessu skyni, þá var
kjötið soðið ásamt soðinu, svo lengi, að soðið
hyrfi saman við kjötið og hvorltveggja væri orð-
ið að mauki; hein öll voru og soðin mcð, en
síðan tínd upp úr, svo að ekkerl varð eftir, enda
var þá og soðirín úr þeim allur mergur og fita,
og þau orðin skjannahvít. Síðan var kæfan söll-
uð hæfilega, eins og smálkinn, og í hana látið
ýmislegt krydd, mulinn lcanel, pipar og kúmen,
eða jafnvel engifer (sem öðru nafni ncfndisl
Róðrarbátur í lendingu í Þorlgkshöfn.
djöflarót); var þelta gerl lil þess að kæfan yrði
beiskari á bragðið, og þótli mönnum það belra
Að þessu búnu var kæfan og smjörið lálið í
skrínuna á sama hátt og smálkinn, en tólg og
floti rennt yfir. Suða soðkæfunnar stóð venju-
lega yfir 5—6 klukkutíma. Hinn sauðurinn, sem
vermanninum var ætlaður, var hengdur upp í
eldhúsrjáfur og sem næst því, ásamt jólakjöt-
inu og öðru kjöti, sem einu nafni var nefnt
hangikjöt og ætlað var lil matar í ferðalögum,
eða handa gestum.
Hjá foreldrum mínuin fóru venjulega fimm
og stundum sex karlmenn til vers; það var því
oftast svo, að um og vfir 20 sauðarkrof gat að
líta á haustin uppi í eldhúsrjáfrinu, röðuðum
kringum hlóðin, hrosslæri, síður, makkar og
grjúpánslengjur þar út í frá, innan frá gaflhlaði
og út að taðstáli, sem var spölkorn frá hlóðun-
um og gegnt þeim, fullt af þurru taði, slcán og
þangi, og var heytorfi (sneplum) hlaðið fyrir
framan, svo það liryndi ekki fram á gólfið.
Vermata mannsins var, auk kæfunnar, hangi-
kjötsins og smjörsins: 2 fjórðungar af harð-
fiski, 2 pund af kaffi, 1 pund af sykri og Vz
pund af „rót“ (þ. e. exportkaffi). Fjórðungs pott-
hrauð var ællað til vikunnar. Var þó stundum
svo lil ællast, að „skiplagið“ væri innifalið í slíkri
vermötu mannsins, en stundum ekki, en það var
sinn fjórðungurinn af hvoru, rúgmjöli og liarð-
fiski, og lagði skipseigandinn, eða útgerðarmað-