Sjómaðurinn - 01.12.1939, Page 53

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Page 53
SJÓMAÐURINN 47 urinn það til, ásamt ýmsu öðru, svo sem byrð- arólum, liálsbandi, skinnstakksvindum, sjóskós- þvengjum, seilaról og seilarnál handa hverjum liáseta. Stundum hrökk þessi vermata eigi til. Sér- staklega vildi kaffi og sykur bresta marga fvrr en varði. Seldu þá sumir bæði smjör og kæfu (en svo var smálkinn einnig nefndur) fyrir kaffi- og sykurvörur, eða þá peninga, til þess að kaupa þær fyrir. Aftur á móti liöfðu margir nfgang af vermötu sinni, og seldu hana í ver- líðarlokin fyrir peninga eða annað, en það fór vitanlega eftir sparsemi manna, livað mikið þeir áltu eftir í „lokin“; en ekki þólti það viðeigandi, nð menn sþöruðu mjög við sig mat í þessu skyni, eiula gjörðu það eigi aðrir en nánasir og nirfl- ar; fengu þeir þá oft óþvegin orð að heyra hjá formanni sínum og skipverjum, ef mikil hrögð voru að þessu; enda voru þeir þá ekki ávallt »falaðir“ aftur i það skiprúm. Loks fengu allir hásetar soðningu og vökvun einu sinni á dag, á kostnað húshónda sins. Efni til soðningarinnar tók hásetinn af hlut sínum, oftast ýsu og hrogn saman, eða kola, seni venjulega var þá stór koli, og var liann á Stokkseyri nefndur „Grallari“ eða „Landsynn- ings-Grallari“, og er það nal’n svo til komið, að shkur koli fiskaðist sjaldan, nema undir mikla veðrabreytingu, og þá ávalll undir roga-land- synning, ef norðanátt, kæla og stillur höfðu stað- *ð lengi. Þá óð „Grallarinn“ svo að segja uppi, eða var á „hverju járni“, sem kallað var, enda var þá lítið um allan annan nytjafisk. Sjaldan var þó „Grallarinn“ í asfiski og sjaldan i ferð hleð miklum háfi eða hákarli. „Grallarinn“ þótti • Lska beztur, og var liann soðinn eins og ann- ai' fiskur, en aldrci varð ég var við að hann væri steiktur, enda var ekki venja að steilcja fisk þar eystra á þeim timum. Hér í Reykjavik •æf ég sjaldan séð þessa fisktegund, sem eystra var nefndur „Grallari“, en þá sjaldan ég hef náð 1 hann, hef ég keyi>t hann og látið steikja. Svo Cl' og mn lýsu, að hvenær sem ég næ í hana. Laujii ég hana og el með betri lyst en nokk- lll’n annan mat. Þó er óvarlegt að eta mikið henni, nema ])á lágnaðri, eða jafnvel úld "nú, því hún er óholl og litlu hetri en háfur °ða skata, séu þau ekki söltuð eða lágnuð. Ven julegt var, að góð þorsklifur var soðin með ysu 0g hrognum, en sjaldan með annari soðn- Ingu, og þótti hún ágæt. Lifraðir þorsk-kútmag- ai’ iengust aldrei soðnir, jafnvel þó maður verk- aði þá sjálfur, því þeir þurftu meiri suðu en annar fiskur, svo var og um tæmingja, skötu- maga og lifraða þorskhausa, eða hausastöppu; kvenfólkið nennti ekki að eiga við „slíkt gums“, sem ])að kallaði svo. Slíkt lostæti fékk maður heima um helgar, því þá náut heimafólk þeirra gæða, að smakka slíkt nýnæmi. Tæmingjar, ýsudúfur, skötumagar — (þeir voru stundum blásnir út og liertir, og þannig notaðir sem sýruhelgir) —, sundmagar, gellur eða kverksigar, kinnar og þessháttar, var mik- ið notað og etið „upp úr súru“; var þessi vara öll vel verkuð og réttnefndur herramannsmat- ur. Þrjár fyrstnefndu tegundirnar hef ég ekki orðið var við að notaðar hafi verið hér í Reykja- vík og jafnvel eklci hafðar á boðstólum. Sund- magar Iiafa verið verzlunarvara; það voru þeir einnig orðnir á síðustu árum sjómennsku minn- ar, eða laust fyrir aldamót. Smálúða sú, er hér veiðisl og mikið er notuð, sást varla þar eystra, nema þá flúra, og var bún talin óæt; steinbítur fiskaðist við og við og blýri engu minna, en hvorugur þessara fiska þótli góður til átu, nema hertir. Sama máli var að gegna um háf, nema þá er harðrétti var og lit- ið 1‘iskaðisl af öðru, en þá varð háfurinn jafn- vel fólki að aldurtila, ef einmata var hafður. Vökvunin var mjólkurblandaður grautur, 1 eða 2 merkur lianda hverjum manni, án útáláts eða nokkurra matarbóta, svo sem sykurs eða kanels. Fyrir vökvunina og soðninguna borgaði háseti hver eltir því, sem um samdist. Var það kallað soðningarkaup, eða vökvunarkaup. Einnig fékk liver háseti nauðsynlega þjónustu og borgaði þjónustukaup fyrir. Allt var þetta ótrúlega ódýrt og oft greitt með vinnu eða handarvikum á heimili þeirra, sem veitlu mönnum ])essa að- hlynningu. 1 samhandi við þetta vil ég minnast á slóg- ferðirnar. Jafnskjótt og það fréttist út um sveit- irnar, að þeir væru farnir að fiska á Bakkanum (og ])á helzt á Stokkseyri), fóru sveitamenn í slógferðir, stundum margir saman og með marga hesta í taumi. Varan, sem þeir höfðu að bjóða, var að mestu leyti smjör, tólg, skinn, hangikjöl (oft ,,pestarket“), sjóvetlingar, ílát og jafnvel seimi, skónálar, spænir, hornhnappar og annað, er þeir höfðu af margra ára viðskiptum kom- izt að raun um, að „sjávarmaðurinn“ þurfti á að halda. Það, sem þeir fengu á mótii var allskonar fisk-

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.