Sjómaðurinn - 01.12.1939, Síða 55

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Síða 55
SJÓMAÐURINN 49 Miðseymi var einnig á skinnstökkunum og smærri nálar notaðar lil að sauma þá en bræk- urnar. Við skinnklæðasaum voru notaðar „leggjatangir11 til þess að ná nálinni með þræðinum i, út úr götunum, en það voru tveir sauðarleggir, festir saman. Vanir „skinnklæða- menn“ voru oft einnig fengnir til að sauma skinnstakka, ekki siður en brækurnar; því mik- ið var undir þvi komið, að þeir færu vel og kekju ekki, en á þessu var vandhæfi nokkurt, sérstaklega með laskaskinnsstakkana, því lask- inn gekk í þríhyrnu ofan frá hálsmáli út á axl- ir og huldi báöxlina fyrir ofan eða um axlarlið; Þeir voru og með hliðargeirum og því miklu f ieiri saumar á þeim en hempuskinnstökkunum. Á hempuskinnstökkunum náðu skinnin sam- an, svo saumurinn lá út á axlarliðinn og kom þar saman við ermarnar. Skinnstakkar náðu niður á mitt læri, eða jafnvel niður undir bnén. Sjóskórnir. Þeir voru úr sútuðu leðri, erlendu, og voru venjulega afsniðnir i verzlunum. Þeir voru saumaðir á þann hátt, að fyrst voru göt gerð með galatöng, með Va þumlungs millibili á niilli gata og verptir með snæri, oftast eins punds lóðarlínu. Að aflan var aðeins þvengur- inn, venjulega úr lirosshári, sem liélt þeim sam- nn, þegar að var hert, en að framan voru þeir saumaðir á sama liátt og vörpin, þó aðeins of- an á ristinni og op liaft ofan á tánni, svo að sjór og sandur gæti runnið fram og aftur ó- hindrað. Holdrosinn á sjóskósleðrinu vissi inn að fætinum, en hárramurinn út. Oft vildi það til, að menn töpuðu öðrum sjóskónum, við það aÓ fara út í ósum eða vaða innan um þara- iirúska og þöngla, og þótti það skaði eigi all- iítill, því skæðið kostaði hálfa aðra krónu, eða kaeði skæðin þrjár krónur. Sjóhattar fengust tilbúnir í verzlunum og þarf °kki að lýsa þeim; voru þeir ýmist gulir eða svartir, og þeir síðarnefndu voru ofl með smá- (iei'i, þ. e. að sýlt var upp í þá sitt hvoru megin fi'aman við eyrun, og myndaðist þá sérslakt skyggni á þeim, sem menn brettu upp yfir enn- lnu. Hina lialtana, derlausu, mátti einnig bretla llPp, og náði þá brotið aftur fyrir eyru. Báð- ar l^essar tegundir liatta voru með eyrnalöfum, 111 °ð linda i, sem bundinn var undir kverkina. t>ulu hattarnir kostuðu 1.50, en binir svörtu 3 krónur. tlft höfðu menn hettu undir liatti sínum lil skjóls i frostum og kulda; voru hetturnar prjón- aðar og með sömu eða líkri lögun og bylhettur. Tátyllurnar voru eins og skór i laginu, prjón- aðar úr búkhársbandi, sem ull var og í, til þess að það loddi betur saman, þvi búkhárið eitl út af fyrir sig, var ekki nógu lialdgotl, en nauð- synlegt í slika skó, vegna þess að það þófnaði ekki og var enn skjólbetra en ull. Tátyllurnar voru hafðar utanyfir skónum og innan i brók- inni; voru þvi skórnir ávallt breinir innanund- ir þeim. Loðnir skór voru gjörðir úr liross-skinni, sels- skinni, nautsskinni o. s. frv. og verptir með kýr- seimi. Oft voru þeir glerhálir, ef gengið var á þeim í þurrviðri, og óþjálir þóttu þeir, en þoldu vel. Bryddaðir skór voru oftast úr sauðskinni, gerð- ir á sama liátt, og bryddingin utan með rist og jarka úr görvuðu eða vel eltu og mjallhvítu skinni. Óbryddaðir skór af sliku tæi voru liafð- ir innanundir tátyllunum og brókinni, og þvi á- vallt lireinir, er úr brókinni var farið. Kom það sér oft vel, ef menn þurftu að leita nauðliafn- ar annars staðar og langt í burtu, t. d. til Þor- lákshafnar, þvi ella urðu menn að ganga ber- fættir eða í brók sinni, en það var nærri frá- gangssök, vegna þess, hve þungt var að ganga í slíkum klæðum. Frli. Jjuj&hjpoolL- vorurnar eru vörur hinna vandlátu. 'Cw&hpoo.í er rétt vid höfnina. Verslunin

x

Sjómaðurinn

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
2298-1683
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
4
Assigiiaat ilaat:
14
Saqqummersinneqarpoq:
1939-1943
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
1943
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Stýrimannafélag Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar: 4. tölublað (01.12.1939)
https://timarit.is/issue/332115

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

4. tölublað (01.12.1939)

Gongd: