Morgunblaðið - 20.02.2009, Síða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009
gagnvart þeim er gengu í öðrum takti
en hann sjálfur. Málalengingar voru
honum ekki að skapi, hlutirnir urðu
að gerast hratt en vel. Hann beitti
sjálfan sig miklum aga og fannst sjálf-
sagt að aðrir gerðu slíkt hið sama.
Við upphaf kynna okkar var Sig-
urður enn við stjórn Flugleiða og
hafði nokkrum árum áður siglt félag-
inu í gegnum mikla erfiðleika. Hann
stóð fyrir aðgerðum til bjargar fyr-
irtækinu sem lítt voru til þess fallnar
að afla honum vinsælda, þó sagan hafi
síðar tekið af öll tvímæli um réttmæti
þeirra. Um tíð Sigurðar hjá Loftleið-
um og síðar Flugleiðum hefur margt
verið skrifað og sitt sýnst hverjum.
Yfirburðaþekking hans á flugrekstri
var óumdeild, en margir kveinkuðu
sér undan skorti á fínstillingum í
mannlegum samskiptum. Þeir sem
hæst gagnrýndu Sigurð á þessum
umbrotatíma voru oft einstaklingar
sem sjálfir kusu hlutverk áhorfand-
ans í baráttunni, tilbúnir að forða sér
ef illa skyldi til takast. En fyrirtækið
náði sér þó fljótlega á strik og varð
aftur eftirsóttasta hnossið í valdatafli
íslensks viðskiptalífs.
Það þurfti ekki langa viðkynningu
við Sigurð til að átta sig á því að hann
var ekki allra og oftar en ekki var
hann manni ráðgáta. Hans bestu eig-
inleikar: hörkugreind, kappsemi og
trygglyndi blönduðust svo í skaphöfn
hans að þeir urðu honum á vissan hátt
til trafala í umgengni við aðra. En um
leið voru þeir algjör forsenda þess ár-
angurs sem hann náði á lífsleiðinni.
Og vissulega var Sigurður Helgason
enginn veifiskati í viðskiptum. Hann
tefldi sínar skákir af miskunnarleysi
og til sigurs – og marga lagði hann að
velli í þeirri taflmennsku.
En þó hann væri harður gagnvart
umhverfi sínu var hann tilfinningarík-
ur maður og viðkvæmur fyrir sjálfum
sér. Honum fannst á stundum hann
ekki njóta sannmælis og það viðhorf
gerði, án efa, daglegt líf hans flóknara
en efni stóðu til. Um sína daga efn-
aðist Sigurður betur en flestir sam-
landar hans og það veitti honum frelsi
til að njóta þess er hugur hans stóð til.
En daglegt líf hans einkenndist alla
tíð af stakri reglusemi, allt að því
meinlæti. Hann var höfðingi heim að
sækja, en sá lífsstíll sem sporgöngu-
menn hans í íslensku viðskiptalífi
stunduðu til skamms tíma var honum
fullkomlega framandi.
Atvikin höguðu því svo, að þau
Unnur og Sigurður Helgason urðu
mínir fyrstu kúnnar þegar ég opnaði
eigin teiknistofu. Verkefnið, sem þau
fólu mér var að sönnu hvorki flókið né
viðamikið, en fyrir mig var það helj-
arstökk. Þau sýndu hinum unga og
óreynda ráðgjafa sínum mikla velvild
en um leið hæfilegt aðhald; þau voru
opin fyrir hugmyndum og óspör á lof-
ið fyndist þeim vel að verki staðið. Af
þessum kynnum spruttu fleiri verk-
efni, bæði innanlands og utan, en
einkum þó vinátta sem stóð í hartnær
aldarfjórðung, vörðuð af rausn og
veglyndi þeirra hjóna. Alls þess er nú
gott að minnast.
Ögmundur Skarphéðinsson.
Mér er ljúft að minnast vinar míns
Sigurðar Helgasonar sem nú hefur
kvatt þennan heim eftir heilladrjúgt
starf. Það er ekki langt síðan fundum
okkar bar síðast saman, en það var í
desember á síðasta ári þegar hann
bauð mér og konu minni að heim-
sækja sig á eyjunni Mustique í Vestur
Indíum. Sigurður sagði að staðurinn
væri paradís og það upplifðum við svo
sannarlega á þeim dögum sem við
dvöldum hjá honum í góðu yfirlæti.
Kynni okkar ná aftur um ein 20 ár,
en það sem hæst stendur var vinna í
tengslum við Íslensk-ameríska félag-
ið og samskipti við American Scand-
inavian Foundation (ASF) í New
York. Sigurður hefur sennilega að öll-
um öðrum Íslendingum ólöstuðum
unnið hvað ötulast að stuðningi við Ís-
lensk-ameríska félagið og að söfnun í
sjóði ASF sem voru fyrst og fremst til
stuðnings Íslendingum til framhalds-
náms í Bandaríkjunum. Um árabil
safnaði Sigurður að eigin frumkvæði
peningum frá velvildarmönnum í
Bandaríkjunum til stuðnings Thor
Thors-sjóðnum sem er í vörslu ASF.
Því til viðbótar hafði Sigurður veg og
vanda að því að safna sérstaklega til
nýrrar byggingar ASF í New York á
árunum 1997 til 2002. Í þeirri söfnun
söfnuðust frá einstaklingum og fyr-
irtækjum á Íslandi um 500 þúsund
dollarar fyrir utan fjárframlag sem
kom frá ríkisstjórn Íslands. Framlag
Íslendinga til þessarar byggingar var
hlutfallslegar meira en frá nokkru
öðru Norðurlandanna. Ég er þess
fullviss að þessum árangri hefði tæp-
ast verið náð nema vegna þess að Sig-
urður leiddi þetta starf og var óþreyt-
andi í að leita eftir stuðningi frá
íslenskum fyrirtækjum og kynna
mikilvægi þess að eiga öflugan bak-
hjarl í New York.
Meðan á dvöl okkar stóð á eynni
Mustique ræddum við Sigurður um
heima og geima og aðallega viðskipti.
Þar var aldrei komið að tómum kof-
unum og hafði hann ætíð skoðun á
mönnum og málefnum. Sigurður
gerði kröfu til viðmælenda sinna og
því var eins gott að hafa eitthvað til
málanna að leggja þegar að málin
voru krufin til mergjar! Það var ljóst
af þeim kunningjum Sigurðar sem við
hittum í þessari ágætu ferð okkar til
Mustique að mikil virðing og traust
var borið til hans.
Sigurðar verður líklega minnst
sem forystumanns í flugmálum, en
mér segir svo hugur, að eftir því sem
árin líða muni hans ekki verða síður
minnst sem fagstjórnanda. Hann átti
þátt í að leiða fyrirtæki í mikilli upp-
sveiflu og ná slíkum árangri að eftir
var tekið á heimsmælikvarða og einn-
ig að takast á við öll þau vandamál
sem fylgja niðursveiflu. Hann hafði af
þeim sökum skýra sýn og skoðun á
því sem hefur verið að gerast á Ís-
landi á undanförnum misserum og í
hvaða skipbroti þjóðin hefur lent.
Það er heiður að hafa fengið að
kynnast Sigurði náið. Hann var mað-
ur sem ég hef mikið lært af. Sigurður
var sportmaður, en fyrst og fremst
var hann stjórnandi og síðast en ekki
síst einn af öflugustu stuðningsmönn-
um um aukin menningar- og við-
skiptatengsl milli Íslands og Banda-
ríkjanna.
Ég votta börnum Sigurðar og öðr-
um aðstandendum samúð okkar
hjóna.
Þórður S. Óskarsson.
✝ Bjarni Guð-brandsson fædd-
ist í Vallarhjáleigu í
Gaulverjabæj-
arhreppi 16. sept-
ember 1918. Hann
lést á Landspítala,
Landakoti, 12. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Guð-
brandur Kristinn
Þorsteinsson, f. í Ása-
hreppi í Rang. 13.9.
1884, d. 13.11. 1948,
og Valborg Bjarna-
dóttir, f. í Hólsbæ á
Stokkseyri 28.3. 1889, d. 10.11.
1974. Systkini Bjarna eru: Guðríður
Bjarney, f. 26.3. 1912, Þorsteinn
Óskar, f. 26.10. 1914, Ágúst, f. 1.8.
1921, Ólafur, f. 9.9. 1923, og Guð-
mann, f. 17.3. 1926.
ára fór Bjarni til sjós á veturna en
stundaði alltaf vegavinnu á sumrin.
Flutti til Reykjavíkur 1941, fór í
byggingarvinnu og vinnu hjá
breska setuliðinu.
1946 kynnist hann Lilli Hansen
og gengu þau í hjónaband 1947 í
Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn. Þau
byrjuðu búskap að Óðinsgötu 32 í
Reykjavík. 1952 byggðu þau sér
einbýlishús að Borgarholtsbraut
18 í Kópavogi og bjuggu þar til
dauðadags. Hóf störf 1947 hjá bíla-
verkstæðinu Bílaiðjan hf. við bíla-
réttingar og varð það hans ævi-
starf. Gerðist meðeigandi að
bílaverkstæðinu Réttir hf. með
Ingólfi Böðvarssyni og Sverri
Svendsen. Varð sinn eigin herra og
rak bílaréttingaverkstæði þar til
hann gerðist forstöðumaður tjóna-
skoðunar hjá Sjóvá Almennum
tryggingum.
Útför Bjarna fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
kl. 13.
Eiginkona Bjarna
var Lilli Hansen Guð-
brandsson frá Ny-
borg á Fjóni, f. 29.6.
1925, d. 12.9. 1995.
Þeim var ekki barna
auðið en ættleiddu
stúlkubarn frá Skaga-
strönd. Valborg
Bjarnadóttir, f. 3.9.
1950, maki Lúðvík D.
Wdowiak, þau skildu,
börn þeirra 1) Lilli
Karen, f. 10.5. 1971,
d. 11.1. 2004, 2)
Bjarni Veigar, f.
21.11. 1976.
Sambýlismaður Valborgar er
Karl Óskar Óskarsson, f. 3.11. 1954.
Bjarni hóf störf ungur að árum
við að stokka upp línu á veturna og
stundaði vegavinnu á sumrin, 16
Þegar ég sest niður og skrifa minn-
ingargrein um Bjarna Guðbrandsson
tengdaföður minn veit ég varla hvar á
að byrja eftir 12 ára góðvild og vin-
skap. Ég kynntist Bjarna 1997 þegar
ég kom inn í fjölskylduna. Upp frá því
hófst okkar vinskapur og bar aldrei
skugga á. Hann var alltaf í góðu skapi
og vildi öllum alltaf það besta.
Bjarni var öllum stundum úti í skúr
eða úti á plani að gera við beyglaða
bíla sem var hans líf og yndi. Hann
var mjög heimakær og vildi helst ekk-
ert vera að ferðast, þó var ein ferð
alltaf farin á hverju ári, til Grindavík-
ur og Stokkseyrar að heimsækja ætt-
ingja og vini. Við fórum stundum á
bílauppboðin til að skoða bíla.
Eitt sem hann mátti aldrei missa af
voru fréttir á klukkutíma fresti og
Formúlan. Morgunblaðið var kapítuli
út af fyrir sig, það voru lesnar allar
greinar í blaðinu. Á þriðjudegi eða
miðvikudegi fór hann út á Kársnes til
að kaupa Víkingalottó. Hann hafði
ótrúlegt minni og skarpa hugsun þar
til yfir lauk.
Þegar ég keypti mikið beyglaðan
bíl 2004 bað ég Bjarna að kenna mér
hvernig ætti að rétta bílinn, tók hann
vel í það og var það eitt af síðustu
verkum hans. Bjarni lét það ekki eftir
sér liggja, að skríða undir bílinn og
mæla, þó hann væri 86 ára gamall.
Bjarni kenndi mér öll trixin í bókinni
á þessum 8 mánuðum sem það tók að
gera við bílinn. Síðan höfum við gert
við smá beyglur og hefur Bjarni alltaf
setið á stól og gefið góð ráð.
Þegar við Valborg hófum að gera
upp Borgarholtsbrautina var hann
mjög sáttur við allt sem við gerðum,
bæði innan- og utandyra.
Bjarni, það er mér mikill heiður að
hafa kynnst þér, réttlátum og góðvilj-
uðum manni eins og þér.
Guð blessi minningu þína.
Karl Óskar Óskarsson.
Bjarni Guðbrandsson
✝
Ástkær stjúpmóðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VALDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR,
Silfurtúni,
Búðardal,
áður Búðardal II,
Skarðsströnd,
lést föstudaginn 13. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Skarðskirkju, Skarðsströnd laugardaginn
21. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á dvalarheimilið Silfurtún.
Guðrún Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Þorgeir Hafsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÓLASON
húsasmíðameistari,
Hlíf II,
Ísafirði,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
þriðjudaginn 17. febrúar, verður jarðsunginn frá
Ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00.
Sigríður Halldórsdóttir,
Kristján Bjarni Guðmundsson, Helga Kristjana Einarsdóttir,
Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir, Örn Sveinbjarnarson,
Salvar Finnbogi Guðmundsson, Jóna Þórdís Magnúsdóttir,
Vignir Guðmundsson, Rebekka Rut Rúnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORVALDUR ÓSKAR KARLSSON,
Jökulgrunni 2,
Reykjavík,
lést mánudaginn 9. febrúar.
Útförin hefur farið fram. Þeim sem vildu minnast
hans er bent á Ljósið, reikn. 0130-26-410520,
kt. 590406-0740.
Karl Þorvaldsson,
Ólöf Þorvaldsdóttir,
Lárus Óli Þorvaldsson, Jóna Sveinsdóttir,
Þorvaldur Óskar Karlsson, Branddís Jóna Garðarsdóttir,
Valgerður Rós Karlsdóttir,
Rakel María Karlsdóttir,
Heiðrún Rut Unnarsdóttir,
Erla Dögg Unnarsdóttir,
Hulda Lárusdóttir,
Guðrún Lárusdóttir,
Benedikt Kári Valgerðarson,
Rúnar Karl Þorvaldsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA FRÍÐA WINTHER OTTÓSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 17. febrúar.
Ottó V. Winther, Ellen H. Haraldsdóttir,
Valdís Vilhjálmsdóttir, Þórir M. Sigurðsson,
Ingvar Vilhjálmsson, Helga María Garðarsdóttir
og ömmubörn.
✝
Okkar ástkæra
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
Arahólum 4,
Reykjavík,
andaðist miðvikudaginn 18. febrúar á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Ingibjörg Sigvaldadóttir,
Þórunn Magnúsdóttir,
Kristján Gissurarson.
✝
Okkar elskulega
ÞÓRA MARGRÉT GUÐLEIFSDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
þriðjudaginn 10. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Við þökkum auðsýndan stuðning og hlýju.
Björn Helgason,
Kristín Anna Björnsdóttir, Sigþór Bragason,
Daníel Freyr Birkisson,
Margrét Hansen, Arnar Guðmundsson.