Morgunblaðið - 20.02.2009, Qupperneq 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009
✝ Guðrún RósborgJónsdóttir fæddist
á Flateyri við Önund-
arfjörð 6. janúar
1942. Hún lést á Líkn-
ardeild Landspítalans
í Kópavogi 10. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jón Salómon
Jónsson, f. 24.2. 1913,
og Jarþrúður Guð-
mundsdóttir, f. 24.8.
1913, d. 16.7. 1990.
Guðrún var sjötta í
röð tíu systkina þau
eru: Hjálmar, f. 1934, d. 2001, var
kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og síð-
ar Ingibjörgu Guðmundsdóttur,
Guðbjörg Svandís, f. 1935, gift Guð-
bjarti Guðbjartssyni, Guðmundur, f.
1936, d. 1936, Valborg, f. 1937, Sal-
óme, f. 1940, d. 2003, var gift Grét-
ari Arnbergssyni, Ingibjörg Birna, f.
1943, gift Garðari Sigurgeirssyni,
Magnfríður, f. 1945, Ólafur, f. 1951,
kvæntur Sólveigu Jónsdóttur, og
Björn, f. 1957, kvæntur Önnu Maríu
Sigurðardóttur. Þegar Guðrún var 5
ára veiktist móðir hennar og fór hún
þá í fóstur til hjónanna Guðmundar
Albertssonar, f. 1905, d. 1966, og
Ragnheiðar Kristjánsdóttur, f. 1912,
1989. 2) Þórhallur, f. 16.10. 1962,
kvæntur Jóhönnu Carlsson, f. 10.2.
1962, börn þeirra eru a) Fannar, f.
1.4. 1988, b) Karen, f. 1.7. 1993, fyr-
ir á Þórhallur c) Jónu Guðnýju, f.
3.11. 1984, sambýlismaður Georg
Sigurðarson, dóttir þeirra er
Agnes Fjóla, f. 18.2.2005, d) Tinnu
Zizka, f. 28.9. 1989. 3) Guðmundur
Heiðar, f. 23.4. 1966, kvæntur
Jenny Kristinsson, f. 8.10. 1972,
dætur þeirra eru a) Jennie, f. 16.3.
1995, og b) Anna, f. 4.6. 2001. 4) Ás-
rún Helga, f. 17.10. 1974, í sambúð
með Reyni Ólafi Þráinssyni, f. 2.12.
1968, dætur þeirra eru a) Margrét
Rut, f. 15.1. 1997, og b) Arna Rún, f.
7.7. 2005.
Eftir að Guðrún fluttist til
Grindavíkur vann hún aðallega við
verslunarstörf en eftir að börnin
fæddust sinnti hún þeim og heim-
ilinu eins og tíðkaðist gjarnan.
Þegar börnin voru komin á legg
fór hún aftur út á vinnumarkaðinn
og vann á gæsluvelli og á leikskóla
einnig vann hún í bakaríi um ára-
bil. Þau hjónin ráku í félagi við
aðra fyrirtækið Rafborg og vann
Guðrún þar hin síðari ár uns hún
þurfti að láta af störfum vegna
veikinda. Guðrún hafði mikinn
áhuga á íþróttum og fylgdist jafn-
an vel með þeim, sérstaklega var
hún hrifin af handbolta og var ís-
lenska landsliðið í uppáhaldi hjá
henni.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
d. 1985. Uppeld-
issystkini Guðrúnar
voru Jónína Ásbjörns-
dóttir, gift Björgvini
Þórðarsyni og Magn-
ús Benediktsson,
kvæntur Kristbjörgu
Magnadóttur. Guðrún
ólst upp á Flateyri til
16 ára aldurs við mik-
ið og kærleiksríkt
samband við foreldra
sína og systkini sem
og fósturfjölskyldu.
Guðrún fluttist til
Grindavíkur 16 ára
gömul og kynntist þar Kristni
Hauki Þórhallssyni, f. 3.10. 1938.
Þau giftust 25.6. 1960. Kristinn er
sonur hjónanna Þórhalls Ein-
arssonar, f. 23.10. 1911, d. 10.4.
1995 og Ásrúnar Magnúsdóttur, f.
16.12. 1919, d. 26.10. 1969. Systir
Kristins er Helga Hrönn, gift Stef-
áni Bergmann.
Kristinn og Guðrún eignuðust
fjögur börn, þau eru: 1) Valdís Inga,
f. 3.3. 1960, gift Bjarna Ólasyni, f.
26.7. 1960, börn þeirra eru a) Rósa
Kristín, f. 23.3 1983, sambýlismaður
Jóhannes Haraldsson, dætur þeirra
eru Emilía Ósk og Júlía Björk fædd-
ar 28.3. 2006, b) Óli Baldur, f. 31.10.
Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki,
um lífsins perlu, í gullnu augnabliki.
(Tómas Guðmundsson)
Lífs míns perlu hefur Drottinn nú
tekið til sín. Eftir löng og erfið veik-
indi fékkstu hvíld. Hálfrar aldar sam-
leið er lokið, en samt skynja ég þig
við hlið mér. Á þessari stundu finn ég
best hversu miklvæg samheldin fjöl-
skylda er, ég finn það best nú hversu
vel þú skilaðir börnunum okkar út í
lífið og fyrir það vil ég þakka þér nú
að leiðarlokum.
En fleirum ber að þakka. Þeim sem
önnuðust þig í þínum veikindum ber
að þakka, sérstakar þakkir til Vilhelm-
ínu Haraldsdóttur læknis ásamt lækn-
um og starfsfólki á deild 11G og á
göngudeild 11B á Landspítala, einnig
starfsfólki Líknardeildar í Kópavogi
sem og heimahjúkrun í Grindavík.
Á kveðjustund er margt að minnast á,
er móðurhjartað góða er hætt að slá.
En fátæk orð ei mikils mega sín,
á móti því sem gaf hún, höndin þín.
Og þegar lokið lífsins ferð er hér,
og læknuð þreyta vinnudagsins er,
hver minning verðu máttug heit og klökk,
um móðurást og kærleik hjartans þökk.
(Óskar Þórðarson frá Haga.)
Ástarþakkir fyrir samfylgdina.
Þinn
Kristinn Haukur.
Elsku mamma mín, eftir hetjulega
og stranga baráttu við erfið veikindi
er þrautagöngu þinni nú lokið. Þú
varst ekki á því að gefast upp og
sýndir fádæma baráttuþrek fram í
andlátið. Hvílík fyrirmynd sem þú
varst okkur öllum, aðdáunarvert var
hvílíkt æðruleysi og stillingu þú sýnd-
ir. Jafnan hugsaðir þú fyrst og fremst
um hag okkar og settir okkur í fyr-
irrúm, huggaðir okkur en gantaðist
einnig þegar ljóst var hvert stefndi.
Að leiðarlokum er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hafa átt þig fyrir
móður og góða vinkonu. Mér er löngu
ljóst hve gæfusöm ég er að hafa átt
svo frábæra mömmu. Allar góðu
minningarnar munu ylja okkur í fram-
tíðinni þegar við tökumst á við lífið án
þín. Það verður skrýtið að halda
áfram án þess að heyra í þér eða hitta
þig daglega og getað leitað til þín með
stórt og smátt. Guð gefi pabba, afa og
okkur öllum í fjölskyldunni styrk til að
takast á við sorgina og söknuðinn
Þín
Valdís.
Elsku hjartans mamma mín, mikið
er sárt að sitja hér og skrifa minning-
arorð um þig. Þrátt fyrir að ég vissi í
hvað stefndi var ég alls ekki tilbúin að
kveðja. Ég hef misst móður mína og
um leið góða vinkonu. Alla tíð vorum
við mjög nánar og samrýndar. Ég gat
alltaf leitað til þín með alla hluti. Þeg-
ar eitthvað bjátaði á varstu hvetjandi,
styðjandi þegar upp á vantaði, þú
hrósaðir þegar vel var gert og leið-
réttir ef ég gerði eitthvað rangt.
Minningarnar sem ég á um þig eru
margar og dýrmætar. Efst í huga
mér er góða lyktin í eldhúsinu,
heimasaumuðu grímubúningarnir og
okkar sameiginlega áhugamál, hand-
boltinn. Það var ótrúlega gaman að
horfa á handboltaleiki með þér, þvílík
innlifun, þú, þessi rólega kona, skiptir
um ham. Ég minnist þess þegar við
Gummi bróðir fórum saman til Aust-
urríkis þar sem íslenska landsliðið í
handbolta tók þátt í heimsmeistara-
keppni b-liða. Ég flaug til Kaup-
mannahafnar þar sem ég hitti bróður
minn og saman keyrðum við til Aust-
urríkis. Í farangri mínum voru
smurðar flatkökur með hangikjöti,
heimabakað sætabrauð og harðfisk-
ur. Eftir langa keyrslu stöðvuðum við
systkinin bílinn í vegkanti austur-
rísku Alpanna og gæddum okkur á
nestinu frá þér, mamma. Þetta lýsir
þér svo vel, þér var umhugað um vel-
ferð okkar og þér þótti svo endalaust
vænt um fólkið þitt.
Það er búið að vera aðdáunarvert
að fylgjast með þér í veikindum þín-
um. Í fjórtán ár barðist þú eins og
sönn hetja. Hvað þú varst sterk og
tókst á við allt af miklu æðruleysi.
Síðustu vikurnar á spítalanum voru
okkur svo dýrmætar, þú komst okkur
endalaust á óvart, reyndir að gera
allt til að létta okkur lífið. Ég gerði
mér enn betur grein fyrir því á þess-
um tíma hversu yndislega fjölskyldu
ég á. Þessi mikla nánd á erfiðum tím-
um veikinda hefur verið ómetanleg.
Allt þetta er þér og pabba að þakka.
Elsku mamma mín, ég vil þakka
þér fyrir að gera mig að þeirri mann-
eskju sem ég er í dag. Þakka þér fyrir
að vera yndislegasta amma dætra
minna. Þakka þér fyrir að veita mér
frelsi til að elska þig. Megi Guð og
englarnir varðveita þig, mamma mín.
Móðurást þín verður leiðarljós fjöl-
skyldunnar. Sakna þín sárt.
Þín dóttir,
Ásrún.
Fallin er frá elskuleg tengdamóðir
mín Guðrún Rósborg Jónsdóttir eftir
langa og erfiða baráttu við krabba-
mein sem hún barðist hetjulega við í
14 ár en varð að lokum að láta undan.
Guðrúnu kynntist ég árið 1976 þegar
ég og Valdís dóttir hennar fórum að
vera saman. Ég var mikið inni á
heimili hennar á Sunnubrautinni og
voru kynni mín af Gunnu, eins og hún
var alltaf kölluð, ákaflega góð. Hún
tók mér eins og sínum eigin syni og
sýndi mér mikinn kærleik og um-
hyggju, mér leið eins og heima hjá
mömmu.
Minningarnar eru margar frá þeim
árum sem ég bjó hjá Gunnu og
Didda. Gunna var alltaf boðin og búin
að gera allt fyrir mig, hvort sem var
að þvo af mér, stytta buxur, festa töl-
ur og elda handa mér, en á því sviði
var Gunna einstök. Minnist ég sér-
staklega þess að vakna á sunnudags-
morgnum við ilminn af lambalæri eða
hrygg sem hún var þá ævinlega búin
að setja í ofninn. Djúpsteikti fiskur-
inn hennar og blómkálið er besti mat-
ur sem ég hef smakkað. Margt var
það í eldamennsku Gunnu sem ég
lærði mikið af og átti síðar eftir að
nýtast mér vel í mínu ævistarfi.
Samband Gunnu við mig byggðist
á trausti, samheldni, hvatningu og
virðingu. Ég er ákaflega glaður að
hafa átt hana að og eftir að við eign-
uðumst börnin okkar Rósu og Óla,
var hún alltaf tilbúin að hjálpa til og
leiðbeina okkur við uppeldið á þeim.
Börnin elskuðu ömmu sína og hjá
henni fannst þeim gott að vera því
hún gaf sér góðan tíma með þeim, var
skapandi og hugmyndarík í sam-
skiptum sínum við börn. Það voru
ekki einungis hennar barnabörn sem
kölluðu hana ömmu Gunnu heldur
mörg önnur börn sem löðuðust að
henni. Aldrei mátti tala illa um nokk-
urn mann í hennar eyru, hún sagði
alltaf að allir ættu eitthvað gott til og
það vildi hún heyra.
Gunna vissi undir það síðasta hvert
stefndi og ræddi við okkur um fram-
tíðina, hún tjáði mér hve stolt hún
væri af okkur og bað okkur að passa
Didda sinn. Tengdamóðir mín fór í
gegnum lífið æðrulaus, þolinmóð og
þakklát og minningarnar um þessa
yndislegu og góðu konu sem farin er
frá okkur í sína hinstu för mun ég
alltaf geyma.
Ég kveð þig nú, með djúpan harm í hjarta
þú hefir lagt af stað þín síðstu spor
til himnaföður liggur leið þín bjarta
liðnar þrautir, aftur komið vor.
(Rúna.)
Þinn tengdasonur,
Bjarni Ólason.
Það er sagt að ef móðir er fjarri þá
gangi tengdamóðir manni í móður-
stað og það var þannig með þig, elsku
Gunna mín. Fyrir 25 árum tókst þú
og öll þín fjölskylda við mér opnum
örmum og ég eignaðist bræður og
systur í einu vetfangi, það er sama
hve langur tími líður frá því að ég sé
eða heyri í ykkur, það er alltaf eins og
það hafi verið í gær. Þegar ég fékk
skilaðboðin um að þú hefðir látist
hljómaði fyrir eyrum mér lagið Um-
vafin englum sem Valgeir Skagfjörð
samdi og Guðrún Gunnarsdóttir
syngur svo vel.
„Þótt tómið og treginn mig teymi
út á veginn ég veit að ég hef alla tíð
verið umvafin englum sem að vaka
hjá meðan mannshjörtun hrærast þá
er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld þá um veg-
inn geng ég bein því ég er umvafin
englum aldrei ein – aldrei ein.“
Elsku Gunna mín, ég er viss um að
þú verður að eilífu umvafin englum,
því þú varst svo yndisleg kona. Ég
þakka fyrir að hafa fengið að kynnast
þér, einnig þakka ég þér fyrir að hafa
kennt mér æðruleysi og æðruleysis-
bænina.
Þín vinkona,
Brynhildur Kristín
Klemensdóttir.
Þú komst og fórst með ást til alls sem grætur
á öllu slíku kunnir nákvæm skil.
Þín saga er ljós í lífi einnar nætur
eitt ljós sem þráði bara að vera til.
(Vilhjálmur frá Skáholti.)
Elsku Gunna mín. Mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum. Það
eru nokkrir einstaklingar sem ég hef
hitt á lífsleiðinni sem hafa haft þau
áhrif á mig að mér finnst ég vera
betri maður. Einstaklingar sem ég
ber virðingu fyrir og hef lært mikið
af. Gunna mín, þú ert ein af þessum
einstaklingum.
Hetjulegri baráttu er nú lokið.
Aðdáunarvert var að fylgjast með
hversu mikinn dugnað og vilja þú
sýndir. Á þessum 14 árum sem þú
glímdir við þennan erfiða sjúkdóm
heyrði ég þig aldrei kvarta. Síðast-
liðin tvö ár hefur Drottinn tekið
marga sem mér voru kærir. Á þess-
um tíma var ótrúlega gott að hafa þig
nálægt. Þó svo að þú værir sjálf að
berjast við þinn sjúkdóm stóðstu eins
og klettur við hlið fjölskyldu minnar.
Ég gat alltaf komið til þín og rætt
málin yfir kaffibolla. Þú sýndir svo
mikinn skilning og nærvera þín var
svo notaleg, endalaust gastu gefið af
þér.
Á þessum tíma sem og öðrum
reyndist þú dætrum mínum frábær
amma og eiga þær eftir að búa að því
um ókomna tíð. Í þér átti ég góðan
vin og skemmtilegt er að hugsa til
þess að með þér gat ég rætt um
ensku knattspyrnuna eða hvaða
íþrótt sem var. Þú varst mikil íþrótta-
áhugakona og það sem var einna best
við þetta allt saman var það að þú
varst Púllari númer 1. Diddi minn,
missir þinn er mikill en samt sem áð-
ur ertu ríkur. Þú átt dýrmætar minn-
ingar um yndislega konu sem skildi
eftir sig mikinn fjársjóð. Þú getur
treyst því að saman förum við í gegn-
um þennan erfiða tíma.
Elsku Gunna mín, ég þakka þér
fyrir allt sem þú varst okkur og gerð-
ir fyrir okkur. Það er erfitt að hugsa
sér lífið án þín en minningin um ein-
staka konu lifir í hjarta okkar allra.
Þinn tengdasonur Reynir Ólafur.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma mín, takk fyrir allt.
Þinn
Óli Baldur.
Elsku amma „gullið mitt góða“ sem
gerðir svo margt fyrir mig. Í dag er
komið að kveðjustund, elsku besta
amma mín. Þau eru ólýsanlega mörg
lýsingarorðin sem koma upp í huga
mér er ég minnist ömmu Gunnu,
æðrulaus, skilningsrík, þolinmóð,
yndisleg, jákvæð og hreinlega algjört
gull af manni. Enda kallaði ég hana
alltaf ömmu gullið. Góðhjartaðri
manneskju er vart hægt að hugsa sér.
Amma var mér svo miklu meira en
bara amma, hún var besta vinkona
mín og leiðbeinandi. Hún kenndi mér
svo margt, sagði mér svo skemmti-
legar sögur og hugsaði um mig sem
barn. Hún passaði mig bæði heima-
fyrir og á leikskólanum, svo var hún
svo oft heima og tók á móti mér eftir
að skóladegi lauk. Þegar ég var ung-
lingur bjó ég um tíma hjá ömmu og
afa og er ég þeim svo óendanlega
þakklát fyrir allt. Ég tel það vera að
mörgu leyti þeim að þakka hvernig
manneskja ég er í dag. Amma var
alltaf glöð og það var svo stutt í
skemmtilega húmorinn hennar og
aldrei heyrði maður hana kvarta.
Amma var ótrúlega næm og fann
alltaf á sér ef eitthvað var að og var
hún þá alltaf fyrst á staðinn til þess
að hlúa að manni og kippa hlutunum í
lag. Sama hvað það var þá átti maður
alltaf skilning hennar vísan. Það virð-
ist varla hægt að ímynda sér að aldrei
eigi ég eftir að sjá fallegu ömmu mína
aftur. Það er líka svo sárt að hugsa til
þess að dætur mínar eigi ekki eftir að
eiga ömmu Gunnu að lengur, en
minningarnar eru óteljandi og munu
þær ylja okkur um hjartaræturnar
um ókomna tíð.
Þegar komið er að leiðarlokum er
ég svo þakklát fyrir allan þann ynd-
islega tíma sem við áttum saman. Ég
bið góðan Guð og englana að styrkja
afa Didda á þessum sorgartímum og
lofa ég að gera slíkt hið sama. Að lok-
um vil ég segja þér að ég elska þig of-
urheitt, elsku besta amma mín og að
ég verð alltaf rósin þín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín elsta ömmustelpa,
Rósa Kristín.
Gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá,
því amma hún er mamma hennar mömmu
og mamma er það besta sem ég á.
Í rökkrinu hún segir mér oft sögur,
svæfir mig er dimma tekur nótt,
syngur við mig kvæði fögur,
þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt.
(Björgvin Jörgensson.)
Elsku amma mín, það er svo skrýt-
ið að þú sért ekki hér lengur, en ég
veit að þú ert komin á góðan stað. Þú
varst og verður alltaf besta amma
mín. Það var svo gaman þegar við
vorum að baka saman og líka þegar
ég svaf hjá þér, það var svo notalegt.
Í sumar þegar ég fór með ykkur
afa til Svíþjóðar í sumarhúsið ykkar
Haukholt þá man ég eftir þegar dúf-
an skeit á hausinn á mér. Ég kom há-
grátandi til þín og þú fórst strax að
þrífa mig á meðan mamma og afi
hlógu og hlógu. Þú nenntir alltaf að
gera allt, alveg sama hvort það var
eitthvert leiðindaverk þá gerðir þú
það jafnvel með gleði í hjarta og bros
á vör.
Amma mín, þú varst eins og
mamma númer tvö, þú ólst mig nokk-
urn veginn upp með pabba og
mömmu. Alltaf þegar mér leið illa
vildi ég komast til þín og fá að sofa
hjá þér. Það var alveg sama hvað
klukkan var, ég mátti alltaf koma til
þín. Mér þótti svo vænt um þegar þú
bauðst mér að sofa hjá þér á spít-
alanum um daginn. Ég sé þig fyrir
mér þegar þú vaknaðir nokkrum
sinnum um nóttina, leist til mín, vink-
aðir og brostir. Það var svo fallegt
brosið sem þú sendir mér að það
bræddi hjarta mitt.
Þú varst alltaf svo dugleg og sterk,
amma mín. Ég mun varðveita minn-
ingarnar um þig eins og gull í hjarta
mínu. Þú verður að vita að afi er í
góðum höndum hjá okkur. Hann er
strax búinn að bjóða mér með sér í
helgarbíltúr í Kolaportið. Það verður
skrýtið að hafa þig ekki með í þeirri
ferð. Ég veit samt að þú verður alltaf
hjá okkur og afa, við finnum svo vel
fyrir því. Ég elska þig ómetanlega
mikið, litla ofuramma mín. Takk fyrir
allt.
Þín,
Margrét Rut.
Guðrún Rósborg
Jónsdóttir
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Rósborgu Jónsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.