Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 40
40 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009
Fólk
DJASSGÍTARLEIKARINN Jón Páll Bjarnason lenti í leið-
inlegu atviki á dögunum þegar sjaldgæfum magnara hans var
stolið úr bíl hans.
„Ég var uppi í Lágmúla að spila snóker á stofu þar, svo
þegar ég kom út var magnarinn horfinn úr bílnum,“ segir
Jón Páll. „Það var smárifa á rúðunni farþegamegin, þannig
að einhver hefur teygt sig inn í bílinn og búmm … magnarinn
farinn! Hann var spenntur á kerru með gítarstatífi og sú
eining var einnig tekin.“
Magnarinn er stór hluti af einkennandi hljómi Jóns
Páls og því súrt að missa hann. Jón segist hafa
fengið svipaðan magnara að láni hjá félaga
sínum og neyðist til þess að kaupa nýjan, eins,
ef sá gamli kemur ekki í leitirnar. En það er
hægara sagt en gert. „Hann heitir Polytone
Mini Brute IV og er aðallega notaður í
djass. Það eru til örfá stykki hér á landi.“
Jón hefur gert ýmsar ráðstafanir sem hindra að þjófurinn geti
selt magnarann úti í búð eða til annarra hljóð-
færaleikara. Búið er að ræða við allar hljóð-
færaverslanir auk þess sem sérstök síða hef-
ur verið sett upp á Facebook þar sem fólk er
beðið að láta vita ef það verður magnarans
vart. Jón segist ekki taka fyrir það að veita
þeim sem finnur magnarann allt að tíu þús-
und krónur í fundarlaun. „Við erum að spila á
Café Cultura á laugardag og ég vil bjóða þeim
sem tók magnarann að fara með hann þangað
og skilja hann eftir. Það lofa allir að líta undan
þegar viðkomandi kemur inn.“ biggi@mbl.is
Djassari gerir dauðaleit að magnaranum sínum
Órafmagnaður? Jón Páll reynir nú allt til að end-
urheimta gítarmagnarann sinn.
Yfirlýsing Katrínar Jakobsdóttur
menntamálaráðherra í gær þess efn-
is að hún vildi að listaverkaeign
bankanna yrði að ríkiseign er eðli-
leg. Um er að ræða stór brot úr lista-
sögu landsmanna sem tilheyra sam-
eiginlegri arfleifð. Engin ástæða er
til að endurtaka þau mistök sem
gerð voru er listaverkin fylgdu
„óvart“ með í einkavæðingarferli
bankanna forðum, heldur tryggja
sem fyrst eignarhald þjóðarinnar á
þessum menningarverðmætun.
Ákvörðuninni fylgir þó heilmikil
ábyrgð. Ef ríkislistasafn þjóð-
arinnar, Listasafn Íslands, á að taka
við verkunum, þarf að skapa því að-
stæður til þess. Safnið skortir nú
þegar bæði geymslurými og sýning-
arrými. Sömuleiðis starfsfólk til að
sinna aukinni forvörslu, skráningu
og þar fram eftir götunum.
Viðbótareignin krefst heilmikils
og óhjákvæmilegt að takast á við
þann vanda strax fyrst búið er að
ákveða að fara þessa leið.
Listaverkin; mistökin
ekki endurtekin
Og þar sem við erum byrjuð að
tala um Katrínu Jakobsdóttur ný-
skipaðan ráðherra menntamála er
ekki hægt að láta það tækifæri hjá
líða að minnast á framkomu hennar
á Íslensku tónlistarverðlaununum
sem veitt voru í fyrradag. Katrín
veitti Sigur Rós verðlaun fyrir
bestu plötuna en í stað þess að þar
væri mættur ábúðarfullur stjórn-
arherra á borð við þá sem lands-
menn hafa vanist undanfarna ára-
tugi, stóð ungæðislegur
stjórnmálamaður klæddur í peysu,
gallabuxur og Converse-skó.
Katrín er sjálf af krúttkynslóð-
inni svokölluðu (hún er í það
minnsta jafnaldri strákanna í Sigur
Rós) og því ekki óeðlilegt að hún
fúlsi við buxnadrögtunum og perlu-
eyrnalokkunum sem opinber emb-
ættisstörf kölluðu áður á.
Má til dæmis frekar búast við
múm og Mugison í græjum ráð-
herrabílsins en Mahler, Mendels-
sohn og Mozart.
Kom til hátíðarinnar
í réttum skóm
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
MYNDIN sem Kjartan Sveinsson
semur tónlistina við kallast Ondine
og verður frumsýnd á þessu ári.
Það er stórleikarinn og landi Neils
Jordans, Colin Farrell, sem fer
með aðalhlutverkið. Handritið er
eftir Jordan sjálfan og fjallar það
um mann í litlu sjávarþorpi í suð-
vesturhluta Írlands. Dag einn
fangar hann sprelllifandi kven-
mann í net sín og er óðar dregin
sú ályktun að hér sé um hafmeyju
að ræða. Veran torkennilega á svo
eftir að setja líf fiskimannsins og
þorpsbúa rækilega úr skorðum.
Tími aflögu
„Þetta eru bara nokkur stef,“
segir Kjartan, spurður um þátt
sinn í myndinni. Upptökur á tón-
listinni standa yfir núna og sér
Kjartan svo gott sem einn um all-
an hljóðfæraleik. Félagi hans, Orri
Páll Dýrason, trymbill Sigur Rós-
ar hefur reyndar eitthvað komið
að vinnunni og sömuleiðis hljóð-
og upptökumaðurinn Birgir Jón
Birgisson.
„Þetta eru nokkur lítil stef sem
ég bý til og svo ætlar hann líka að
nota einhver lög eftir okkur [Sigur
Rós].“
Kjartan segir að Jordan hafi
haft samband við hljómsveitina og
hlutirnir hafi síðan æxlast á þenn-
an veg. Hljómsveitin fái stöðugt
beiðnir um viðlíka samstarf.
„Hins vegar höfum við aldrei
tíma til að sinna neinu svona auk
þess sem verkefnin eru misspenn-
andi eins og gengur. Mér leist hins
vegar mjög vel á þessa mynd og
svo vildi til að ég hafði smá tíma
aflögu til að sinna henni.“
Beðinn um að lýsa tónlistinni
sem hann sé að semja segir hann
hana vera „litla“ og einfalda.
„Það er fínt að reyna sig við
eitthvað annað en hljómsveit-
arstörf en þetta er samt ekki í
fyrsta skipti sem ég legg í svona
vinnu,“ segir Kjartan en hann
samdi tónlist fyrir stuttmynd Rún-
ars Rúnarssonar, Síðasti bærinn
(2005), en mynd sú var tilnefnd til
Óskarsverðlauna. Auk þess samdi
hann tónlistina við myndina Smá-
fugla (2008) eftir sama leikstjóra.
Þessi stærðargráða …
Sigur Rós sem slík hefur komið
að tónsetningu íslenskra kvik-
mynda, átti t.a.m. tvö lög í mynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar, Engl-
ar alheimsins, „Bíum bíum bam-
baló“ og „Dánarfregnir og jarð-
arfarir“ og samdi auk þess tónlist
við stuttmyndina Hlemmur.
Tónlist sveitarinnar hefur einnig
ómað strítt á erlendum vettvangi,
hún samdi t.d. tónlist fyrir bresku
stuttmyndina The Loch Ness Kel-
pie (2004) og tónlist hennar hefur
heyrst í fjölda sjónvarpsþátta og
kvikmynda af öllum stærðum og
gerðum.
Þetta er þó í fyrsta skipti sem
einn meðlimur tekur að sér að
frumsemja tónlist fyrir mynd af
þessari stærðargráðu.
„Bara nokkur lítil stef …“
Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós semur tónlist fyrir næstu kvikmynd
Óskarsverðlaunahafans Neils Jordans Nokkur lög Sigur Rósar einnig notuð
Morgunblaðið/Þorkell
Spennandi Kjartani Sveinssyni leist vel á nýjustu mynd Neil Jordans og samþykkti að semja við hana tónlist.
Írski leikstjórinn Neil Jordan,
fæddur 1950, öðlaðist heims-
frægð árið 1992 er mynd hans
The Crying Game var tilnefnd til
sex Óskarsverðlauna. Jordan
hefur gert litlar myndir sem
stórar, en Interview with the
Vampire með Tom Cruise og
Brad Pitt er líkast til hans
„stærsta“ mynd.
Neil Jordan
Lýstu eigin útliti. Í hærri kantinum,
stutthærður og eldrauðhærður.
Hvort er betra, lakkrís eða hlaup?
(spyr síðasti aðalsmaður, Einar Þor-
steinsson fréttamaður) Ég er ekki
mikill nammigrís en myndi þó velja
lakkrísinn ef Einar kæmi til mín
færandi hendi.
Hvað uppgötvaðir þú síðast um
sjálfan þig? Að stress er svo gott
sem hætt að hafa áhrif á mig.
Ertu trúaður? Nei, það er ég ekki.
Þó að ég hefði ekkert á móti því
svona öðru hverju.
Hvernig viltu deyja? Hamingju-
samur, sáttur og búinn að klára allt
sem mig langar að gera. Ekki of
ungur og ekki of gamall.
Styðurðu ríkisstjórnina? Ég vil
kosningar sem allra fyrst og þá skal
ég gera upp hug minn.
Uppáhaldslið í ensku knattspyrn-
unni? Liverpool. Púlari frá því að
amma gaf mér Liverpool-trefil.
Hversu pólitískur ertu á skalanum 1
til 10? Ekki mikið meira en svona 7,
enda tekur ekki nema örfáa daga að
vita ekki neitt um hvað er í gangi.
Þið spilið alltaf sömu 5 lögin á tón-
leikum, eruð þið búnir að semja
fleiri? Heldur betur. Hellingur að
gerast í lagasmíðum þessa dagana.
Ég get ekki beðið eftir því að spila
nýju lögin á tónleikum.
Skipta tónlistarverðlaun þig ein-
hverju máli? Já, þetta er rosalegur
heiður og frábær leið til að innsigla
æðislegt fyrsta ár fyrir okkur.
Er það satt sem sagt er um rauð-
hært fólk? Dagsatt. Fyrir alla bræð-
ur og systur mæli ég með bókinni
The Ginger Survival Guide eftir Tim
Collins sem Arnar söngvari gaf mér
í afmælisgjöf.
Hver eru þín mestu mistök? Senni-
lega að sinna skólanum ekki nógu
vel undanfarið ár.
Og þinn stærsti sigur? Ætli það sé
ekki bara Agent Fresco? Ég er rosa-
lega stoltur af okkur strákunum og
þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim.
iPod eða geislaspilari? iPod.
Mr.Bungle eða Dr. Spock? Dr.
Spock, enda toppmenn þar á ferð.
Besta platan? Elton John - Good-
bye Yellow Brick Road.
Hver yrði titillinn á kvikmynd um
ævi þína? The Road to Ginger Pa-
lace.
Hver myndi leika aðal-
hlutverkið? Rupert Grint
eða Chuck Norris.
Hvers viltu spyrja
næsta viðmæl-
anda? Honey-
nut Cheerios
eða venju-
legt?
ÞÓRARINN GUÐNASON
AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER GÍTARLEIKARI ROKKSVEITARINNAR AGENT FRESCO. SVEITIN HLAUT
Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN Í FLOKKNUM BJARTASTA VONIN.