Morgunblaðið - 23.08.2009, Page 50

Morgunblaðið - 23.08.2009, Page 50
50 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr LABRADORHUNDURINN Trölli slóst í för með eiganda sínum í ferð frá Sveinstindi í Hólaskjól. Á meðan mennirnir notuðust við reiðhjól þurfti Trölli að hlaupa 45 km. langa leið en það tók á, jafnvel fyrir hraustan hvuttann. Morgunblaðið/hag Trölli á Fjöllum Er Alþingi í „sand- kassaleik“ í dag? Mér varð á að kveikja á alþingisumræðum í sjónvarpinu fimmtu- dagskvöldið 20. ágúst, og sá að umræður voru enn í gangi frá kl. níu um morguninn. Eftir klukkutíma hlustun varð mér að orði með sjálfri mér: „Eru þingmennirnir farnir að leika sér í „sandkassa“ eins og í vetur?“ Ég hélt að IceSave- málið væri alvarlegra en svo að þingmennirnir væru að eyða dýrmætum tíma í að skvetta orðum hver á annan og hrópa og kalla úr þingsal. Mér blöskraði alveg, þingmenn- irnir verða að snúa bökum saman og komast að góðri niðurstöðu í þessu slæma máli til hagsmuna fyrir þjóð- ina. 261132-7969. Nytjamarkaður Rauða krossins ÉG kíki oft inn á nytjamarkað Rauða krossins og um daginn brá mér heldur í brún. Lopapeysur sem verðlagðar voru fyrir mánuði á 2.000-3.500 kr. voru nú verðlagðar á 7.000 krónur. Ég spurði hverju þetta sætti og svarið var: „Nú, sjáðu bara hvað peysurnar kosta hjá Álafossi.“ Ha? Er verðbólgan farin að teygja sig með ljóshraða inn í Rauða krossinn? Nú er nytja- markaðurinn mest með notuð föt, gefins og enginn söluskattur eða önnur gjöld þar á bæ. Mér finnst því ekki hægt að líkja þessu við hverja aðra stór- verslun sem kaupir inn og þarf að leggja á skatta og gjöld úr öll- um áttum. Eða er þetta annars konar útgáfa af græðgisvæðingu? Harpa Karlsdóttir. Kókó er týndur KÓKÓ fór frá Samtúni í Reykjavík fyrir tveimur vikum og ekkert hefur spurst til hans síðan. Hann er eins árs gamall, blandaður hálfur persi, svartur á lit, loðinn og með rauða ól og er mjög ljúfur köttur. Hans er sárt saknað. Ef einhver hef- ur orðið hans var vinsamlegast hafið þá samband við okkur í síma 555- 3781 eða 892-6780.            Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Afmælisþakkir Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig í tilefni 100 ára afmælis míns 11. ágúst sl. með heimsóknum, kveðjum og gjöfum til Ástjarnar eða Gídeonfélagsins. Guð blessi ykkur öll og lifið heil! Irene Gook, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri., ,ímorgungjöf?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.