Saga - 1953, Síða 35
379
Kenningar, heiti og orðaskipun veldur miklum
erfiðleikum um skilning á þessum ljóðum, eins
og kunnugt er. Og vitanlega er stórum torveld-
ara að muna það, sem ekki eða ekki til fulls
verður skilið. Ekki mun það sjaldgæft, að mað-
ur muni ekki að morgni, það sem hann hefur
ort að kveldi. Ef hann hyggur það þess vert,
að það sé varðveitt frá gleymsku, þá festir hann
það bókstöfum á pappír þegar er hann hefur
gengið nokkurn veginn frá því. Ekki sýnist
ólíklegt, að skáldum á 10. og 11. öld hafi verið
svipað farið. Þeir þekktu rúnaletrið, flestir
þeirra að líkindum, og því er ólíklegt, að þeir
hafi ekki notað það meira eða minna til þess
að geyma ljóð sín, þau sem þeim þóttu þess
verð. Áður er talað um sögn Egilssögu um letr-
un Sonatorreks, sem er að minnsta kosti vottur
um hugmynd söguhöfundar um möguleikann á
slíkri letrun, og ina fulltryggu sögn Sturlungu
um letrun dróttkvæðrar vísu á kefli árið 1236.
Mun slíkt ekki hafa verið algengt bæði þá og
áður?
Til viðbótar inum mikla fjölda dróttkvæða
komu Eddukvæðin. Þau eru langflest talin ort
á 10. og fyrra hluta 11. aldar, eða áður en
notkun latínuleturs hefur hafizt hér á landi.
íslendingar hafa geymt þau, hvort sem mörg
þeirra eða fá eru ort á Islandi. Þessi kvæði eru
að vísu ekki jafn torskilin og flest dróttkvæð-
anna, og því hefur varla svo torvelt verið að
læra þau og muna sem dróttkvæðin. En Eddu-
kvæðin eru ákaflega mikil að vöxtum og sum
þeirra afarlöng, svo sem Völuspá og Hávamál.
Rúnaletrið höfðu menn, og hvers vegna skyldu