Saga - 1953, Qupperneq 48
392
Það er ljóst, að bein sönnun verður ekki leidd
að skráningu neinna efna, þar sem þau eru ekki
til letruð í frumriti eða eftirriti og engin bein
gögn önnur hafa fundist um skráningu þeirra.
Frumrit Reykholtsmáldaga er enn til og ótal-
margt er til í eftirritum. Vér vitum, að Hafliða-
skrá var til, að rit var skráð, sem ölfusinga-
kyn nefndist, að Brandur príor Halldórsson
skráði Breiðfirðingakynslóð og að Gizur Halls-
son skráði ferðasögu (flos peregrinationis),
með því að sagnir fullskilríkar eru til um það.
En hversu margt hefur ekki alveg farið for-
görðum, án þess að þess sé nokkurs staðar
getið, af því, sem skráð hefur verið.
Þar sem óneitanlega eru ekki litlar líkur til
þess, að margt hafi verið rúnum skráð, áður
en menn tóku almennt að nota latínuletur og
beinlínis er sagt í skilríkri heimild eins og
Sturlungu, að vísa hafi verið rist rúnum á kefli
löngu eftir að notkun latínuleturs var orðin
almenn, þá sýnast þær fullyrðingar fræði-
manna á síðustu tímum, að rúnaletur hafi
áreiðanlega ekki verið notað, nema til örstuttra
áletrana á tré eða stein, vera fulldjarfar. Meira
verður, hvernig sem á er litið, ekki fullyrt en
það, að beinar sannanir bresti um notkun rúna-
leturs á fslandi í fornöld, fram yfir það, sem
nú var talið. Þessar línur eru þá fyrst og fremst
skráðar til þess að benda á það, að staðhæfingar
fræðimanna áðurnefndar má alls ekki taka
trúanlegar, eins og harðtrúaðir menn taka
trúar- eða kennisetningar í helgum ritum sín-
um.Fræðimennirnir mega auðvitað láta í ljós
hugmynd sína um það, hvort eitthvað hafi