Saga - 1967, Blaðsíða 5
299
MYNDIR AP JÓNI ARASYNI?
henti stólana fornminjasafni konungs, sem síðar varð
Nationalmuseet, og þar stóðu þeir til 1930, er annar var
sendur út hingað, og er hann nú með stoltustu gripum
þjóðminjasafnsins. Ólafur timburmeistari hefur séð það
rétt, að stólar þessir væru virðulegir gripir og góðrar gæzlu
verðir. Finnur lét gera uppdrátt af þeim og birti hann
ásamt skýrslu um þá í Antiquarisk Tidsskrift 1843 45,
bls. 57 o. áfr. Myndir þessar eru allnákvæmar og skýrar,
og er önnur birt með þessari ritgerð. Nokkrar rúnaristui
eru á stólunum, og skýrði próf. George Stephens þær fyrst-
ur manna, svo vitað sé.1) Þá birti Matthías Þórðarson all-
ýtarlega skýrslu um Grundarstólana í Árbók Hins íslenzka
fornleifafélags 1917 (1—8), og Kristján Eldjárn skrif-
aði þátt um stólinn, sem hingað var afhentur, í Hundrað
ár í þjóðminjasafni (66). Þar gerir hann öðrum betur
grein fyrir listgildi myndskurðarins á honum.
1 bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar er varð-
veitt afrit af skjali Um Grundarkirkju reikning eftir /s-
leif 1551 (bls. 453). Þar er skráð virðingargerð 11 nafn-
Sveindra manna á ýmsum munum, sem Þórunn Jónsdóttir
Arasonar biskups galt Grundarkirkju 1551 „fyrir þau
kirkjugóss, er fallið höfðu þar til er Isleifur meðtók garð-
úui, sem innsiglað bréf verðugs herra biskups Jóns góðrar
uúnningar útvísar þar um gjört.“2) — Þar greinir, að
Þau Þórunn og Isleifur Sigurðsson maður hennar (d. 1549)
hafi skuldað Grundarkirkju 90 hundruð, og greiðir hús-
trú Þórunn skuldina með málnytukúgildum, kirkjubót-
um og búnaði. Þannig voru útbrot kirkjunnar uppgerð af
nýjum viðum fyrir 12 hundruð, og kaleik forgylltan með
Þatínu hlaut hún á 20 hundruð, o. s. frv. Þá eru þar taldir
»stólar iij nýir skornir og gylltar burðastikur ij“ fyrir
hálft annað hundrað, og mun þar fyrst getið Grundar-
vStephens: Runehallen i det danske oldnordiske Museum,
K-öbenh. 1868, 18—21.
) Bréfabók Guðbrands, bls. 453.