Saga - 1967, Blaðsíða 6
300
BJÖRN ÞORSTEINSSON
stólanna í heimildum. Virðingargerðinni lýkur með því,
að kirkjan á Grund skuldar hústrú Þórunni 6 hundruð í
gripum.
Reikningsskil húsfreyjunnar á Grund við kirkju sína
1551 munu alls ekki sprottin af góðu. Þau fara fram þann
21. janúar; hálfur þriðji mánuður er liðinn frá aftöku
Jóns biskups og sona hans tveggja í Skálholti. Þriðji son-
urinn, Sigurður, telst enn löglegur officialis nyrðra, fer
þar með biskupsvald eftir föður sinn og tilnefnir virðing-
armennina á Grund. Jón biskup og börn hans höfðu bæði
verið fengsæl og fastheldin á fjárafla, og nú bregða þau
við, sem eftir lifa, og reyna að koma reglu á fjárreiður
sínar, því að ekki mun seinna vænna. Húsfreyjan á Grund
vindur bráðan bug að því að gera upp reikningana við
kirkjuna, áður en ómildir innheimtumenn koma til skjal-
anna sunnan úr Kaupinhafn, eins og vænta mátti með
vorinu. Hún og maður hennar hafa auðsæilega bruðlað
með eignir Grundarkirkj u án mikils hugarvíls út af skulda-
dögunum, en nú voru þeir brátt óumflýjanlegir. Isleifur
bóndi hafði andazt 1549, og þá hefði átt að gera upp reikn-
ingana við kirkjuna, en það hafði dregizt. Hústrú Þór-
unni kemur auðvitað bezt að greiða skuldirnar í kirkju-
bótum og gripum, sem haldast á staðnum búanda til nytja
og vegsauka. Og það er smíðað og skorið af kappi á Grund.
Skuldin er um milljón í okkar peningum og vel það, ef
mati verður við komið, og það þarf víða að taka til hend-
inni fyrir þann skilding. Það verða m. a. til þrír viðhafn-
arstólar; þeir eru taldir innan um altarisbúnað í reikn-
ingunum:
„Galt fyrrnefnd Þórunn monstransium (oblátuhástól)
með silfur fyrir xxc, hjálmar iij með látún, þar til ij k°P'
arstikur fyrir iiij°, corporalishús með silki og gullþráð og
ij koparstikur fyrir jc. Stólar iij nýir skornir og gylltal
burðastikur ij fyrir
J) Bréfabók Guðbrands, 454.