Saga - 1967, Blaðsíða 44
336
HARALDUR SIGURÐSSON
furðu mikið til Isolanda Vínlandskortsins. Þessi saman-
burður verður þó enn gleggri ef litið er á Insula de ureslant
(Island) á Kunstmann II.
Er þá röðin komin að Grænlandi, tortryggilegasta hluta
kortsins og þeim, sem mestum heilabrotum hlýtur að valda,
því að óneitanlega ber landið fremur svip 19. eða jafnvel
20. aldar en hinnar 15. Þótt mótsögn kunni að virðast,
er það þó gerð Grænlands, sem sættir mig bezt við, að Vín-
landskortið sé fornt. Væri hér um nýlega fölsun að ræða,
mundu þeir, sem þar unnu að, hafa varað sig og gætt
þess betur, að landið færi ekki of nærri réttu lagi.
Skelton eyðir löngu máli í glímu við þetta verkefni.
Iíyggur hann helzt að Vínland og Grænland séu dregin
eftir fornu korti af íslenzkum rótum, þótt hann fullyrði
það raunar ekki. Nú er alkunnugt, að bæði Islendingar
og Norðmenn hugðu Grænland skaga mikinn suður
og vestur í haf frá meginlandi norðanverðrar Evrópu.
Fornar bækur beggja þjóða eru sammála í þeim efnum,
og ekkert bendir til, að sú skoðun hafi breytzt fyrr en
landaleit í Norðurhöfum og kort byggð á þeim kollvarpa
hugmyndunum um landsamband þetta. Það verður að telj-
ast með ólíkindum, að Islendingar hafi dregið upp kort
af Grænlandi, sem var í beinni mótsögn við allt, sem vitað
er um landskipunarhugmyndir þeirra. Skelton gerir ráð
fyrir íslenzku korti og styðst við ummæli Resens biskups,
er hann segist á korti sínu 1605 fara eftir aldagömlu korti
íslenzku, illa gerðu, „ex antiqua quadam mappa rudi modo
delineata, ante aliquot centenos annos, ab Islandis“. Því
má bæta hér við, að Louis Bobé segir frá því í Meddelelser
om Gronland (LV, 1, bls. 6), sem prentað var í Kaup-
mannahöfn 1936, að þegar Kristófer Hvítfeld fór af ís-
landi 1541 hafi hann tekið með sér kort af siglingaleið-
inni til Grænlands, „et Sokort at segle til Gronland“. Orð
þessi eru innan tilvitnunarmerkja hjá Bobé. Ekki hefur
mér heppnazt að finna heimild hans fyrir þessu, en dreg
ekki frásögnina í efa. Er þá talinn sá fróðleikur, sem mér