Saga


Saga - 1967, Side 46

Saga - 1967, Side 46
338 HARALDUR SIGURÐSSON gera sjókort. Þá höfðu Islendingar lagt niður siglingar að mestu, og því verður að teljast harla ólíklegt, að þeir hafi riðið á vaðið um gerð slíkra korta á undan grann- þjóðum sínum. Sennilega hafa kort þeirra Hvítfelds og Resens verið leskort eða leiðalýsingar, svipaðar þeim, sem við þekkjum enn á fornum heimildum íslenzkum og skjölum Hansakaupmanna (sbr. ísl. fbs. XVI, bls. 472—77). Enn síður er nokkuð að byggja á kortum, sem íslendingar gerðu um aldamótin 1600, þar sem þeir freista að staðfæra og samrýma fornar heimildir íslenzkar um Grænland og lönd- in í Norður-Ameríku við nýjustu landabréf, sem runnin voru af stofni Carta marina Mercators, sem birtist 1569 og kunnust voru um þær mundir af kortum Orteliusar. Sigurður Stefánsson hefur þó Grænland af annarri gerð, sem virðist skyldust Ruysch-kortinu. Því hefur raunar verið hreyft í blaðagrein, að Græn- lendingum hinum fornu hafi ekki verið vandara um að gera sæmilegan uppdrátt af landi sínu en Eskimóum síð- ar, líkt og ýmsar frumstæðar þjóðir gera af átthögum sínum. En eitt er hvað hefði getað verið og annað hvað var. Okkur brestur alla vitneskju um slíkar handatiltektir, og við vitum raunar ekki heldur, hvaða erindi Grænlend- ingar hinir fornu áttu til norður- og norðausturstranda landsins við þær aðstæður, sem þar voru til ferðalaga. Bændur eru gjarna grónir við torfuna, og veiðimenn fara ekki að jafnaði lengra en svo, að þeir komi aflanum heim, og engin merki hafa fundizt um norræna búsetu eða dvöl á þeim slóðum. Varla er mikið mál berandi í hugleiðingar Skeltons um veðurfarsbreytingar í Norðurvegi í lok miðalda. Þar eru ekki allir á einu máli, sem um hafa fjallað. En þótt rétt kunni að vera, að ísar hafi um eitt skeið verið nokkru minni við Grænland en nú er, virðist hæpið að gera þvi á fæturna, að Grænlendingar hinir fornu hafi lagt leið sína umhverfis landið og kannað strendur þess svo vand- lega sem Vínlandskortið bendir til, ef rakið yrði til stað-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.