Saga - 1967, Blaðsíða 17
Trausti Einarsson:
Myndunarsaga Landeyja og nohhur atriði
hyggðarsögunnar
Þeim, sem fjallað hafa um sögustaði Njálu og Land-
námu á svæði Landeyja og nágrennis, hefur jafnan verið
ljós sú staðreynd, að Markarfljót og kvíslar þess hafa að
meira eða minna leyti breytt staðháttum frá því á land-
náms- og söguöld. En erfiðara reyndist mönnum að kveða
á um, hverjar breytingarnar hafa verið eða á hvaða tíma
þær urðu.
Vonlítið virðist og að leysa úr slíkum spurningum með
því einu að styðjast við skráða sögu; hér verður náttúru-
fræðileg könnun einnig að koma til. Slík könnun miðar
t. d. að því að lýsa í megindráttum heildarsögu svæðisins
á tímanum eftir ísöld, en í Ijósi þeirrar heildarmyndar
verður síðan auðveldara að glöggva sig á því, hvaða land-
breytingar hafa orðið á sögulegum tíma.
Þær rannsóknir, sem ég hef gert á þessu svæði, voru
upphaflega ekki hugsaðar sem sögukönnun og hafa ekki
orðið það nema að litlu leyti. En ég sá, er til kom, að ég
gat stuðzt við skráða sögu, og gagnkvæmt ætti sagan að
geta grætt nokkuð á hinum náttúrufræðilegu niðurstöð-
um; þannig fléttast þessir tveir þættir óhjákvæmilega
saman.
Það er strax ljóst, þegar litið er á landabréf, að Land-
eyjar eru myndaðar af framburði Markarfljóts, í víðustu
merkingu. Þær eru neðri hluti framburðarkeilu, eða réttar
orðað framburðarbreiðu, sem teygir sig innan af Merk-
urdal1) með litlum, jöfnum halla allt til sjávar. Innst er
]) Dalurinn milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla er nafnlaus, að því