Saga - 1967, Blaðsíða 7
MYNDIR AF JÓNI ARASYNI?
301
1 Grundarkirkjumáldaga 1461 segir m. a., að kirkjan
eigi einn stól. Þá „skulu vera heimilisprestar ij og jafnan
djákn“ á Grund (DI. V 314). Það eiga m. ö. o. að sitja
þrír klerkar á staðnum, og munu stólarnir þrír þeim £etl-
aðir; þeir hafa sennilega átt að vera reiðustólar í kór
kirkjunnar, og slíkur hefur sá stóll verið, sem umgetur í
máldaganum frá 1461. Ekki er vitað, hve sá stóll hefui
staðið lengi í Grundarkirkju, en slíks grips er þar getið
á 13. öld. Árið 1212 verður bardagi á Grund, „einn maður
hljóp í kirkju, og var sá særður af Klængsmönnum innai
við reiðustól" (Sturl. I. 1946, 259). Víðar er slíkra gripa
getið í kirkjum hér á landi í heimildum frá miðöldum.
Þetta voru laus sæti af ýmsum gerðum, stólar eða bekkir,
sem færa mátti að vild, hafa til reiðu, þar sem þurfti. Af
kórstólum var einn veglegastur celebrantsstóll, ætlaðui
þeim presti, sem bar fram messufórnina, en hinir aðrii
voru á einhvern hátt lægri, óveglegri, t. d. baklausir og af
ýmsum gerðum.
Grundarstólarnir tveir eru misstórir; sá minni stend-
ur á þjóðminjasafni. Efst á bakfjöl hans er grafið: „Hús-
trú Þórunn á stólinn, en Benedict Narfa“ og lengii
lesning hefur ekki komizt fyrir, eftir því sem til var stofn-
að. Framhald áletrunarinnar hefur eflaust átt að vei a.
son ger'ði eða eitthvað annað jafngilt því.1) Ekkeit ei
vitað um þennan Benedikt Narfason annað en það, að
hann hefur verið með oddhögustu mönnum, beztu mynd-
skerum íslenzkum. Hústrú Þórunn er hins vegar án efa
Þórunn Jónsdóttir biskups Arasonar. Stóllinn hennar er
engu síðri gripur en biskupsstóllinn, þótt myndskurður
hans, mánaðamerkin, sé ekki jafnforvitnilegur og manna-
myndirnar, og báðir bera stólarnir ótvírætt handbragð
sama meistara. Þótt stærðarmunurinn geti stafað af því,
uð annar hafi verið ætlaður karli, en hinn konu, eins og
D Jón Sigurðsson: neðanmálsgrein bls. 63 í Skýrslu um forngripa-
safn Islands í Reykjavík, I. Khöfn 1868.