Saga - 1967, Blaðsíða 20
312
TRAUSTI EINARSSON
Síðar mun fjallað nánar um gerð breiðunnar niðri í Land-
eyjum, en hér verða fyrst raktir nokkrir síðari þættir í
sögu Landeyja. Spenna þeir yfir.tvö skeið, þegar Markar-
fljót jókst stórum og ruddist eftir vissum farvegum yfir
framburðarbreiðuna. Kalla ég þessi skeið fyrra og síðara
Affallsskeið, og tel sögu þeirra hefjast fyrir um 2500 árum.
Fyrra og síðara Affallsskeið.
Beggja megin Affalls, sjá 1. mynd, getur að líta bakka,
þar sem sjá má þverskurð laga og lesa myndunarsögu,
Vestan ár gegnt Vorsabæjarlandi, þar sem heita Berja-
nesfitjar, sést þverskurðurinn, sem merktur er með A á
2. mynd; staðurinn er nokkur hundruð metra neðan vegar
og er merktur með 1 á 1. mynd. Neðst er fínmöl, sem nær
2—3 m upp fyrir núverandi aura Affalls. Þar á leggst
svartur sandur, þá svart fíngert lag sem líkist eldfjalla-
ösku, en mun þó framburður eins og sandurinn, þá enn
35 cm fínmalarlag og loks um 2 m þykkur jarðvegur, sem
verður meira og meira sendinn eftir því sem ofar dregur.
-S -m
II. mynd. Þverskurður af vesturbakka Affallsdals á Berjanesfitj-
um. C: núverandi áreyrar. B: eyrar frá fyrra Affallsskeiði og send-
inn jarðvegur á þeim. A (neðan frá): fínmöl, svartur sandur og
leir og enn fínmöl hinnar almennu framburðarbreiðu frá tímanum
fyrir myndun Affallsdals. Efst er um tveggja metra sendinn jarð-
vegur.
Jarðvegslagið þykknar út til brúna, og bendir það til þess,
að áfokið sé að miklu leyti komið frá farveginum. Undir