Saga - 1967, Blaðsíða 15
MYNDIR AP JÓNI ARASYNI?
307
Hvemig var Jón biskup Arason í hátt?
1 samtíðarheimildum er engar lýsingar að finna á útliti
Jóns biskups Arasonar. Björn á Skarðsá segir í annál
sínum við árið 1521, að hann hafi verið „höfðingi mikill,
vel geðþekkur mönnum, málfærisgóður og mikið skáld-
menni."1 Hvorki er þetta samtíðarheimild um Jón né lýs-
ing á honum umfram það, sem hver maður sér, sem eitt-
hvað kynnist sögu hans. Allfræg er sú sögn, sem höfð er
eftir „gamalli og skynsamri" kerlingu um 1770, að lang-
amma hennar „hefði 10 vetra séð Jón Arason vígja prest,
og hefði kápan (sennilega sú, sem nú er á þjóðminjasafni)
tekið honum rétt á kné. Hann hefði verið langleitur og
sléttleitur, hvítur af hærum á hár og skegg og lotinn á
herðar, mikið fyrirmannlegur."2)
Guðbrandur Jónsson hefur leitt það gildum rökum, að
þessi lýsing eigi lítið skylt við Jón biskup Arason. Ef um-
rædd kerling hefði átt að sjá hann, þá hefði það þurft að
gerast um 50 árum áður en hún fæddist. Hitt mun sönnu
nær, að þetta muni yfirborðsleg lýsing á Guðbrandi biskupi
Þorlákssyni.3) Við erum því engu nær um það, hvort Jón
biskup hefur verið stór eða lágur maður vexti. Kantara-
kápan, sem hann er talinn hafa lagt Hólakirkju og varð-
veitzt hefur, bendir þó heldur til þess, að hann hafi a. m.
k. verið meðalmaður á hæð, eftir því sem þá gerðist.
Þær bollaleggingar, sem hér hafa verið settar fram, eru
engin endanleg rannsókn á Biskupsstólnum frá Grund;
hann er miklu rækilegri rannsóknar verður en ég hef tíma
til að vinna. Hér er aðeins drepið á nokkur atriði, sem
stól þennan varða. Þótt ég sé sannfærður um, að biskups-
myndir hans eigi að tákna Jón biskup Arason, þá skal
það viðurkennt, að sú sannfæring hvílir á líkum. Einnig
x) Annálar 1400—1800, Rvík 1922—27, 85.
2) Páll E. Ólason: Jón Arason, Rvík 1919, 446—447.
3) Guðbr. Jónsson: Herra Jón Arason, Rvík 1950, 70—71.