Saga


Saga - 1967, Blaðsíða 15

Saga - 1967, Blaðsíða 15
MYNDIR AP JÓNI ARASYNI? 307 Hvemig var Jón biskup Arason í hátt? 1 samtíðarheimildum er engar lýsingar að finna á útliti Jóns biskups Arasonar. Björn á Skarðsá segir í annál sínum við árið 1521, að hann hafi verið „höfðingi mikill, vel geðþekkur mönnum, málfærisgóður og mikið skáld- menni."1 Hvorki er þetta samtíðarheimild um Jón né lýs- ing á honum umfram það, sem hver maður sér, sem eitt- hvað kynnist sögu hans. Allfræg er sú sögn, sem höfð er eftir „gamalli og skynsamri" kerlingu um 1770, að lang- amma hennar „hefði 10 vetra séð Jón Arason vígja prest, og hefði kápan (sennilega sú, sem nú er á þjóðminjasafni) tekið honum rétt á kné. Hann hefði verið langleitur og sléttleitur, hvítur af hærum á hár og skegg og lotinn á herðar, mikið fyrirmannlegur."2) Guðbrandur Jónsson hefur leitt það gildum rökum, að þessi lýsing eigi lítið skylt við Jón biskup Arason. Ef um- rædd kerling hefði átt að sjá hann, þá hefði það þurft að gerast um 50 árum áður en hún fæddist. Hitt mun sönnu nær, að þetta muni yfirborðsleg lýsing á Guðbrandi biskupi Þorlákssyni.3) Við erum því engu nær um það, hvort Jón biskup hefur verið stór eða lágur maður vexti. Kantara- kápan, sem hann er talinn hafa lagt Hólakirkju og varð- veitzt hefur, bendir þó heldur til þess, að hann hafi a. m. k. verið meðalmaður á hæð, eftir því sem þá gerðist. Þær bollaleggingar, sem hér hafa verið settar fram, eru engin endanleg rannsókn á Biskupsstólnum frá Grund; hann er miklu rækilegri rannsóknar verður en ég hef tíma til að vinna. Hér er aðeins drepið á nokkur atriði, sem stól þennan varða. Þótt ég sé sannfærður um, að biskups- myndir hans eigi að tákna Jón biskup Arason, þá skal það viðurkennt, að sú sannfæring hvílir á líkum. Einnig x) Annálar 1400—1800, Rvík 1922—27, 85. 2) Páll E. Ólason: Jón Arason, Rvík 1919, 446—447. 3) Guðbr. Jónsson: Herra Jón Arason, Rvík 1950, 70—71.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.