Saga - 1967, Blaðsíða 42
334
HARALDUR SIGURÐSSON
III.
Hugscmlegar fyrirmyndir.
En víkjum þá að eyjunum í norðanverðu Atlantshafi og
athugum, hvort tilvist þeirra styður aldursrök útgefend-
anna. En það eru þessar eyjar, einkum Vínland, sem
forvitnilegast er og mestu máli skiptir af efni kortsins.
Á árunum fyrir og eftir aldamótin 1500 gerðust þau
tíðindi, að þeir John Cabot og Corterealbræður sigla frá
Englandi og Portúgal vestur í haf og finna austurstrend-
ur Norður-Ameríku. Þótt líkur séu og jafnvel sannanir
fyrir mannaferðum á þessum slóðum eitthvað fyrr, er
fátt vitað með fullri vissu um leiðir þeirra og ekkert, sem
snertir þetta viðfangsefni, að minnsta kosti beinlínis. Nú
var farið að gera kort af ströndum þessum, og er hið
elzta þeirra eftir Spánverjann Juan de la Cosa, frá ár-
inu 1500. Talið er, að hann hafi gert þann hluta korts
síns, sem hér um ræðir, eftir kortum Cabots, en þau bár-
ust Spánverjum snemma í hendur. Ekki svipar korti þessu
hið minnsta til Vínlandskortsins og engar líkur til tengsla
þar á milli. öðru máli gegnir um portúgölsk kort, og skulu
hér nefnd fá þeirra: Cantino-kortið, gert í Lissabon 1502,
Caverio-kortið, ítölsk eftirmynd af portúgölsku korti, lík-
lega frá sama ári, og heimskort Waldseemiillers, sem var
prentað 1516 og hefur vafalaust hlotið nokkra útbreiðslu,
enda endurprentað nokkrum sinnum í lítt breyttri gerð
á næstu árum. Talið er, að portúgalskt kort liggi því til
grundvallar. Fleiri kort mætti nefna, t. a. m. King-Hamy-
kortið, eða Hamy-Huntington-kortið, eins og það er nú
oftar nefnt, og kort, sem jafnan er kennt við mann þann,
er gaf það út fyrstur og nefnt Kunstmann II. Þau eru
sennilega bæði af portúgalskri rót og af ýmsum talin frá
1502, en aðrir hyggja þau fáum árum yngri. öll sýna
þau land vestur í hafi, sem er svo snoðlíkt Vínlandi Vín-
Jandskortsins, að varla er um hendingu að ræða. Þrjú