Saga - 1967, Blaðsíða 38
330
HARALDUR SIGURÐSSON
var borið að fyrstu síðum bókarinnar, stóðust ormagötin
á, og hið sama varð uppi á teningnum, þegar Tatarafrá-
sögnin var lögð að öftustu síðum hennar, því að bókormar
velja ekki alltaf beinustu leið. Allt hafði þetta verið ein bók
í öndverðu, að dómi útgefenda, kortið fremst, en Sögu-
skuggsjá komið á eftir og Tatarafrásögnin rekið lestina.
Sama vatnsmerki er á pappír beggja bókanna, en kortið
er ritað á bókfell. Við þetta bætist svo, að útgefendur telja
sömu rithönd á kortinu og báðum bókunum.
Höfundar bókarinnar eru þeir R. A. Skelton, Thomas
E. Marston og George E. Painter, en það hefur einkum
fallið í hlut Skeltons að fjalla um kortið, enda er hann
forstöðumaður landabréfadeildarinnar í British Museum
og alkunnur fræðimaður á sínu sviði. Er bók þeirra félaga
mikið rit, nærri 300 blaðsíður í vænu fjórblöðungsbroti
auk fjölda mynda (The Vinland Map and the Tartar Rela-
tion). Því miður virðast niðurstöður þeirra félaga ekki
jafn óyggjandi og skyldi, og hefðu þeir vafalaust mátt
sigla fyrir sum þeirra skerja, ef leitað hefði verið til sér-
fróðra manna um nokkur þau atriði, er höfundana hlaut
að bresta örugga þekkingu á.
II.
Haldlítil rök.
Af kortinu er það helzt að segja, að þar er sýnt land,
sem nefnist Vimlanda (eða Vinilanda) insula (eyjan Vín-
land), og sagt, að þeir Bjarni (Herjólfsson) og Leifur
(heppni) hafi fundið hana í sameiningu. En fyrir norðan
Vínland er eftirfarandi frásögn rituð á kortið:
„Volente deo post longum iter ab insula Gronelanda pcr
meridiem ad / reliquas extremas partes occidentalis occe-
ani maris iter facientes ad J austrum inter glacies byar-
nus et leiphus erissonius socij terram nouam uberrimam
/ videlicet viniferam inuenerunt quam Vinilandam [ ? eba