Saga - 1967, Blaðsíða 48
340
HARALDUR SIGURÐSSON
Ameríku nálægt 1500, mætti augum þeirra sama lands-
lag og blasti við sjónum þeirra Leifs, Þorfinns karlsefnis
og annarra Vínlandsfara 500 árum áður. Vilji menn leita
ákveðinna staðkynna á Ameríkuströndum Vínlandskorts-
ins, er að minnsta kosti ekki fjær sanni að rekja þær til
enskra eða portúgalskra frásagna, sem voru nýjar af
nálinni, en til hinna fornu Vínlandsfara. Vænlegra hygg
ég að leita fyrirmynda þeirra til fyrrnefndra korta frá
öndverðri 16. öld. Þetta er að sjálfsögðu efni í endalaus-
ar bollaleggingar, þar sem engin óyggjandi niðurstaða
fæst, nema gögn, sem enn eru ókunn, leysi þann hnút á
einhvern veg.
En hvernig er þá Grænlandsgerð Vínlandskortsins til
orðin ? Ekki ætla ég mér þá dul að svara þeirri spurningu,
svo að óyggjandi sé. Á elztu kortum Portúgala upp úr
aldamótunum 1500 er Grænland tengt meginlandi Norð-
ur-Evrópu. Kennir þar vafalítið áhrifa frá Norðurlanda-
kortum Danans Claudíusar Clavusar á fyrra helmingi 15.
aldar. Á hinum ítölsku(?) eftirmyndum portúgölsku kort-
anna, t. a. m. Hamy-Huntington-kortinu og Kunstmann
II, hefur þetta landsamband rofnað, og Grænland (Labra-
dor) er orðið að eyju í hafinu milli Ameríku (Terra Cor-
terealis) og Evrópu. Eitthvað svipað kann að hafa skeð,
þegar Vínlandskortið var gert eða eitthvert kort annað,
sem það er gert eftir. Þegar landsamband þetta var rofið,
varð eftir eyja, snoðlík Grænlandi (A ponta d’assia) Can-
tino-kortsins. Miðaldamenn höfðu það fyrir satt, að kringla
heimsins, sem Snorri Sturluson nefnir svo, væri samfellt
land, heimsálfurnar þrjár, Evrópa, Asía og Afríka, um-
flotnar útsjánum, uppsprettu allra þeirra hafa, er „ganga
inn í jörðina", svo að enn séu notuð orð Snorra, en þar
mun hann aðallega eiga við Miðjarðarhafið og ef til vill
Eystrasalt. Af útsjánum þekktu menn helzt Atlantshafið,
og ef einhver lönd voru á þeim slóðum, hlutu þau að vera
eyjar. Adam frá Brimum hugði Island, Grænland og Vín-
land eyjar í útsjánum, og hann einn fornra höfunda get-