Saga - 1967, Blaðsíða 55
VÍNLANDSKORTEÐ
347
°g önnui' vinnubrögð. Skömmu eftir útkomu bókarinnar
hófst ritdeila milli Skeltons og G. R. Crones, en hann er
kunnur sérfræðingur í kortasögu og var til skamms tíma
uuisjónarmaður kortasafns Landfræðifélagsins brezka.
Auk styttri athugasemda um Vínlandskortið hefur hann
ritað um það tvær greinar: aðra í febrúarhefti Encounter
1966, en hina í marzhefti The Geographical Joumal sama
ar- Niðurstaða hans verður sú, að Vínlandskortið sé ekki
Surt fyrr en eftir fund Ameríku í lok 15. aldar og að höf-
undur þess hafi þekkt fornar frásagnir af Vínlandsferð-
Um Islendinga og nýjar af síðari fundi Ameríku. Crone
dregur í efa, að sama rithönd sé á kortinu og fylgiritum
bess: Söguskuggsjá og Tatarafrásögninni. Er þar drepið
a yeigamikið atriði, því að aldursrök útgefenda byggjast
öðru framar á því, að þar hafi sami maður um vélt. Francis
Wormald, einn kunnasti sérfræðingur Breta á fornar rit-
hendur, kvað hafa tekið í sama streng.
Niðurstöður þriggja kunnustu sérfræðinga Breta um
lorna kortagerð hafa verið valdar hér sem dæmi skiptra
skoðana um Vínlandskortið, enda fela þær í sér megin-
'Marna þess ágreinings, sem kortið vakti og enn er óút-
djáður, þótt sitthvað fleira komi til greina. Það er aldur
l°rtsins, sem mestu skiptir og minnst samþykki er um,
koma þrjú sjónarmið einkum til greina.
1. Kortið er gert nálægt miðri 15. öld (Skelton og aðrir
utgefendur Vínlandskortsins).
2. Kortið er ekki gert fyrr en eftir fund Ameríku í lok
15- aldar (G. R. Crone).
3- Kortið er falsað og að engu hafandi, gert fyrir
skömmu, jafnvel eftir 1950 (Eva G. R. Taylor).
Margt fleira hefur verið skrifað og skrafað um Vín-
audskortið, síðan það birtist. Þótt menn greini á um margt,
Glu flestir á einu máli, að útgáfa þess hafi ekki tekizt
sem skyldi og langt sé í land, að leyst verði úr öllum vafa
,J.m kortið sjálft og greinargerð útgefenda. Hér er hvorki
lrni né aðstaða til að rekja það mál út í æsar, enda hefur