Saga - 1967, Blaðsíða 21
MYNDUNARSAGA LANDEYJA
313
jarðveg'inum sjáum við hér efstu lög hinnar eldri fram-
burðarbreiðu. Sands gætir þar nokkuð, og mölin er sér-
lega fíngerð, yfirleitt af stærðinni þó—1 cm, sem er miklu
smærri möl en í aurum Affalls; líparítvölur eru algengar,
enda mikið af því efni á upptakasvæðum. Hið fíngerða
svarta lag er gert úr ónúnum glerkornum og hefur þannig
einkenni eldfjallaösku, en fínn framburður frá móbergs-
svæði er yfirleitt ónúin glerkorn, og tel ég að hér sé um
að ræða leir, borinn fram í flóðum, eins og frekar verð-
ur rökstutt í síðari kafla.
Nokkru neðar, við 2 á 1. mynd, sjáum við breiðan
lægri hjalla, B á 2. mynd, framan við hina hærri bakka.
Hjallinn er gerður úr grófri ármöl, eins og þeirri, sem
er í núverandi Affallsaurum, en í hjallanum nær hún um
1 m hærra en í núverandi aurum. Á þessari hærri möl
liggur um 1 m lag af sendnum jarðvegi. Hjallinn er renn-
sléttur og mætir hærri bökkunum í grasbrekku, sem ekki
er sýnd á 2. mynd.
III. mynd. Þversknrður af austurbakka Affallsdals neðan við Kana-
staði. 5: núverandi áreyri. U: gróf áreyrin frá fyrra Affallsskeiði.
I • sendinn jarðvegur. 2: lítt sendinn jarðvegur með „öskulögum".
S: sandur og finmöl. Lög 2 og 3 eru eldri en fyrra Affallsskeið.
Þverskurður austan ár, skammt neðan við Kanastaði,
merktur 3 á 1. mynd, sýnir samband efri og neðri bakka
enn skýrar, sjá 3. mynd. Efri bakkinn er þannig gerður,
að neðst, í hæð við núverandi aura Affalls, er fínmöl eins
°g á stað 1. Þar á liggur fyrst grár leir, aftur fínmöl og
síðan grófur sandur. Þá tekur við lítt sendinn jarðvegur
rneð tveimur svörtum öskulögum og einu gráu. Þessi lög
20