Saga - 1967, Blaðsíða 40
332
HARALDUR SIGURÐSSON
jörð að lokinni ferð. Bók þeirra félaga varð metsölubók
í Bandaríkjunum næstu mánuði.
Ekki vakti Vínlandskortið þó einróma fögnuð þar 1
landi. Ameríkufundur Islendinga er mörgum vestur þar
viðkvæmnismál, sem höfðar fremur til tilfinninga en raka.
Létu þær raddir nokkuð til sín heyra.
Tvær eru þær röksemdir, sem aðallega eru hafðar uppi
fyrir aldri kortsins og bóka þeirra, er því fylgja: Vatns-
merki í pappír og rithandarlag. Telja þeir hvorttveggja
benda til áranna kringum 1450. Hér á landi brestur öll
gögn og alla þekkingu til andmæla og samkvæðis þessum
röksemdum, sem hvorug er einhlít. Rannsóknir dr. Salo-
mon Krafts í Lundi leiddu í ljós, að vatnsmerkinu er ekki
að treysta, því að það kemur fyrir í miklu yngri skjölum
og „er eitt algengasta vatnsmerki miðalda og sextándu
aldar“ (Rig, 1966, bls. 109—112). Með því er annar aðal-
burðarásinn fallinn undan tímasetningu þeirra félaga og
rithöndin ein eftir. Rithandarlag, sem var í tízku á ár-
unum 1430—1460, á sér ævinlega lengri sögu. Maður,
sem lærir að skrifa nálægt 1460, getur haldið því áfram
fram yfir 1500, án þess að skipta um rithönd. Þeir, sem
fengizt hafa við forn handrit, vita, hve valt er að treysta
á tímasetningu rithanda, ef ekki kemur annað til stuðn-
ings. íslenzkir fræðimenn munu vita dæmi þess, að skeiki
öld um árfærslu handrita, og er alkunna, hve menn grein-
ir oft á í þeim efnum. Ekki höfðu þeir félagar þann hátt
á, sem virðast mátti sjálfsagður, að leita til þeirra manna,
sem líklegastir voru til sérþekkingar á rithöndum manna
í Mið-Evrópu við lok miðalda, heldur studdust þeir við
prentuð rithandarsýnishorn. Játa höfundarnir þó, að rit-
hendur þessara ára séu minna kannaðar en skyldi. Sama
máli gegnir raunar um rannsókn vatnsmerkisins. Þar virð-
ist enginn sérfróður maður hafa komið nærri.
Minna máli skiptir rúlla sú, sem notuð var til þess að
blindþrykkja spjöldin á Söguskuggsjá Vincents. Slíkur
hlutur er nálega óslítandi og getur gengið kaupum og söl-