Saga - 1967, Blaðsíða 76
368
RITPREGNIR
þess að halda þeim úti til fiskjar. Árið 1908 voru 92.6% af þilskip-
um þeirra eldri en 20 ára, 96% árið 1923, og enn árið 1938 voru
60.3% eldri en 50 ára. Þessar tölur tala á sína vísu ljósu máli, en
ígildi þeirra skýrir Erlendur mjög ýtarlega og á auðskildan hátt.
Stutt grein rúmar ekki nána skilgreiningu á höfuðþáttum í riti
Erlends Paturssonar og því síður þeim smærri, svo viðamikið og
efnisrílct sem það er. En skemmst er af því að segja, að þar virð-
ist ekkert vera undanfellt af þeim staðreyndum, er hljóta að fylla
út, í þann ramma, sem samantvinnuð fiskveiða- og hagsaga fær-
eysku þjóðarinnar markast af. Persónusagan er algerlega látin
vikja fyrir staðreyndatali, enda er henni horgið í Siglingarsögu Páls
J. Nolsöe. Rit Erlends einkennist öðru fremur af því, að verkn-
aöurinn sé allt, orsök hans og afleiðing.
Um miðja síðustu öld voru sjávarafurðir einungis 40% af heild-
arútflutningi Færeyinga, en þegar sögu Erlends lýkur, árið 1939,
var naumast um annan útflutning að ræða. Færeyjaull var því
ekki lengur það gull, sem hún hafði verið Færeyingum allar aldir,
fiskurinn var kominn í hennar stað og gerði þeim ekki einungis
kleift að breyta um búskaparlag, heldur jafnframt að miða breyt-
inguna að nokkru leyti við þá atvinnu- og framleiðsluþróun, sem
orðið hafði í nágrenni við þá. Væntanlega reynist þessi þjóðfélags-
byiting Færeyingum sams konar bakhjarl í baráttu þeirra fyrir
fullu sjálfstæði og við höfðum nánast kynni af fyrstu tvo áratugi
þessarar aldar.
Manni verður oft á að staldra við í fiskveiðisögu Erlends Pat-
urssonar og spyrja sjálfan sig, hvort Færeyingum hefði ekki mið-
að betur á leið, ef skilningur Dana á högum þeirra og þörfum hefði
verið gleggri, víðsýni þeirra meiri, aðstoð þeirra raunsærri. Jafn-
framt dylst ekki, að Færeyingar hika stundum, þegar sízt skyldi,
hafa ekki það veður af táknum tímans, sem gat komið þeim til að
draga arnsúg í stað þess að verða haldnir minnimáttarkennd.
Hvergi kemur þetta jafnglöggt fram sem í sambandi við nýsköp-
unaráformin 1926. Hefðu Danir þá metið rétt þær áætlanir, hlaup-
ið undir bagga með þeim hætti, sem þeim var auðvelt og skylt, og
færeyskir afturhaldsmenn í lögþinginu ekki verið jafnhikandi og
deigir og raun sannaði, þá mundi færeyskt atvinnulíf ekki hafo
liðið þá nauð, sem eftirstríðsárin leiddu yfir það.
V.
Bjarni Niclasen, kennari í stærðfræði og eðlisfræði við kennara-
skólann í Þórshöfn, hefur þegar þýtt og gefið út alla Heimskringlu>
Njálu og Laxdælu og mun á næstunni byrja að þýða Egilssögu-