Saga


Saga - 1967, Blaðsíða 47

Saga - 1967, Blaðsíða 47
VÍNLANDSKORTIÐ 339 kynna. Ekkert verður ráðið í þá átt af Grænlandslýsingu Ivars Bárðarsonar frá þeim árum, þegar norræn byggð var á fallanda fæti í landinu og meiri háttar landkann- anir ólíklegar af þeirra hálfu úr því. Skelton reynir mjög að staðfæra hina ýmsu firði og nes á Grænlandi, en lítur svo á, að Vínland kortsins bendi ekki til slíkra landkynna. Rekur hann þetta til fornra ís- lenzkra Grænlandskorta, sem hann gerir ráð fyrir, að hafi eitt sinn verið til. Staðfærslur þessar eru yfrið hæpn- ar og varla ofmælt, að þær séu fálm út í bláinn. Það var árátta fornra kortagerðarmanna að gefa löndum þeim, sem þeir vissu fátt um, eitthvert landslag og ekki alltaf haldið spart á nafngjöfum og öðrum einkennum, sem þeim þótti við hæfi að fylla í eyður þekkingarinnar. Til er gömul og alkunn ensk gamanvísa um þá háttsemi kortagerðar- manna. Miðaldamenn gerðu ekki sömu nákvæmnikröfur til landabréfa og við höfum vanizt. Þær leiddi fyrst af iandafundunum og áttu þó enn langt í land. Það er tæp- ast fyrr en á 17. öld, sem kortagerðarmenn fara almennt að greina á milli þess, sem þeir vissu, og hins, sem þeir höfðu óljósan grun um. 1 lok miðalda voru forsendur korta- gerðar allar aðrar en nú, og frá sjónarhorni þeirra, sem gerðu kortin, verðum við að skoða þau. Ekki er að efa, að þeir, sem fyrstir sigldu með strönd- Um Grænlands og Norður-Ameríku á árunum kringum 1500, hlutu að veita því athygli, að löndin voru vogskorin, onda eru þau það á hinum elztu kortum Portúgala og eftirmyndum þeirra. Þetta er að sönnu staðfræðileg vit- Ueskja, en tæplega svo traust, að færð verði með vissu til ákveðinna staða. Þórhallur Vilmundarson prófessor hefur reynt að stað- Setja firðina tvo á Vínlandi eftir frásögnum Vínlands- Sagnanna. Tilgátu hans verður ekki hrundið með nýti- legum rökum og hvorki sönnuð né hrakin, nema nýjar heimildir komi til. En ég vil benda á eitt atriði: Þegar ensku og portúgölsku sæfararnir litu strendur Norður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.