Saga - 1967, Blaðsíða 47
VÍNLANDSKORTIÐ
339
kynna. Ekkert verður ráðið í þá átt af Grænlandslýsingu
Ivars Bárðarsonar frá þeim árum, þegar norræn byggð
var á fallanda fæti í landinu og meiri háttar landkann-
anir ólíklegar af þeirra hálfu úr því.
Skelton reynir mjög að staðfæra hina ýmsu firði og
nes á Grænlandi, en lítur svo á, að Vínland kortsins bendi
ekki til slíkra landkynna. Rekur hann þetta til fornra ís-
lenzkra Grænlandskorta, sem hann gerir ráð fyrir, að
hafi eitt sinn verið til. Staðfærslur þessar eru yfrið hæpn-
ar og varla ofmælt, að þær séu fálm út í bláinn. Það
var árátta fornra kortagerðarmanna að gefa löndum þeim,
sem þeir vissu fátt um, eitthvert landslag og ekki alltaf
haldið spart á nafngjöfum og öðrum einkennum, sem þeim
þótti við hæfi að fylla í eyður þekkingarinnar. Til er gömul
og alkunn ensk gamanvísa um þá háttsemi kortagerðar-
manna. Miðaldamenn gerðu ekki sömu nákvæmnikröfur
til landabréfa og við höfum vanizt. Þær leiddi fyrst af
iandafundunum og áttu þó enn langt í land. Það er tæp-
ast fyrr en á 17. öld, sem kortagerðarmenn fara almennt
að greina á milli þess, sem þeir vissu, og hins, sem þeir
höfðu óljósan grun um. 1 lok miðalda voru forsendur korta-
gerðar allar aðrar en nú, og frá sjónarhorni þeirra, sem
gerðu kortin, verðum við að skoða þau.
Ekki er að efa, að þeir, sem fyrstir sigldu með strönd-
Um Grænlands og Norður-Ameríku á árunum kringum
1500, hlutu að veita því athygli, að löndin voru vogskorin,
onda eru þau það á hinum elztu kortum Portúgala og
eftirmyndum þeirra. Þetta er að sönnu staðfræðileg vit-
Ueskja, en tæplega svo traust, að færð verði með vissu til
ákveðinna staða.
Þórhallur Vilmundarson prófessor hefur reynt að stað-
Setja firðina tvo á Vínlandi eftir frásögnum Vínlands-
Sagnanna. Tilgátu hans verður ekki hrundið með nýti-
legum rökum og hvorki sönnuð né hrakin, nema nýjar
heimildir komi til. En ég vil benda á eitt atriði: Þegar
ensku og portúgölsku sæfararnir litu strendur Norður-