Saga - 1967, Blaðsíða 13
MYNDIR AP JÓNI ARASYNI?
305
Eining1 Guðs tók Ara,
allvel segi’ eg það fara,
en heilög þrenning herra,
hvergi náði að þverra;
þeir er guðspjöllin gjörðu
gæzkuna öngva spörðu,
síra Björn sóktu’ að jörðu.1)
Enginn kostur er að leiða getum að því, hvort Benedikt
Narfason hafði einhverja ákveðna persónu í huga, er hann
skar myndina af prestinum, sem krýpur biskupnum á
herðafjöl stólsins. Klerkarnir þrír eru allir með svipuðu
yfirbragði, og eiga þeir sennilega einungis að tákna hina
kirkjulegu athöfn, en engar sérstakar persónur.
Til vinstri við biskupinn á herðaf j ölinni eru tveir mynd-
reitir. I þeim ytri situr höfðingi eða fursti í liljuhægindi,
að því er virðist, með kórónu eða stórt barett á höfði,
heldur hægri hendi um egglaga kúlu, en þeirri vinstri
um liljulegginn. Hér er eflaust um mikla táknmynd að
ræða. Liljan merkir himneska náð, sakleysi og veldi Maríu,
móður guðs, og er liljutáknið mjög algsngt í veldissprot-
um konunga. Þá var liljan skjaldarmerki Jóns biskups
Arasonar. Frammi fyrir tignarmanninum með liljusprot-
ann krýpur sveinn, styður við skjöld með hægri hendi, en
heldur þeirri vinstri um lúður, sem hann þeytir. Pálma-
greinar skreyta bakgrunn myndreitanna, en milli þeirra
vefst drekaflétta, og gín höfði móti sveininum. Manns-
andlit gægist fram milli drekahöfuðsins og kringlunnar,
sem umlykur tignarmanninn, og minnir á engilmynd. Hugs-
anlegt er, að þau Jón og Helga fylgikona hans hafi misst
barn og sé þetta táknmynd þess. Matthías Þórðarson áleit,
að tignarmennirnir tveir táknuðu veraldlegt vald, og mun
það eflaust rétt. En Jón biskup Arason hafði ekki ein-
ungis verið biskup, heldur einnig farið með veraldlega
!) Biskupa sögur II, 495 og 506.