Saga - 1967, Blaðsíða 64
356
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
eða upphafssíða. Hins vegar eru ýmsar athugasemdir og
bréfsupphöf þar krotuð; mest frá því um 1500.
Fragm. II er eitt blað. Þótt í ártíðaskránum standi, að
það sé komið frá Kálfafelli, þá er það í hæsta máta vafa-
samt, því engin áritun finnst um það. Þetta blað getur
verið hvaðan sem er. Það er úr þykku skinni og hefur
verið haft í bókband. Skriftin er þó skýr. 1 ártíðaskrán-
um er textinn svo til réttur, bls. 168, nema að bæta ætti
við og leiðrétta: Translacio iohannis holensis episcopi totum
duplex, en fyrirmælin um hátíðarstigið eru yngri viðbót
við textann.
Fragm. III. er eitt þykkt blað, skorið að ofan og neðan,
úr bókbandi. Febrúarmegin hefur vei’ið rituð latnesk bæn
á 15. öld, en rímið er eldra. Ekki er vitað, hvaðan blaðið
er komið. Marzmegin blaðsins stendur við 16. dag: Gode-
mundi episcopi, en við 24. dag: Ion Þorsteinsson. ,Ion‘ er
þó hræmulega óskýrt. Eigi er hægt að lesa ,Þordar‘ eins
og í ártíðaskránum, bls. 168. Neðst á síðunni til hægri
handar hattar óljóst fyrir athugasemd, en ég fæ ekki lesið
nema: oooo bonde en ooooo hans a fiorda iode.
Fragm. IV. er eitt blað frá 14. öld. Nóvembermegin er
krot. Úr því má nefna: Oddur amason; 1603; Magnus;
Desembermegin er einnig krot, svo sem: Einar Þorvards-
son; Magnus Halsson. Allt frá því um 1600 og síðar. Við
7.12. stendur: olauf ionsdol m. h. frá s. hl. 16. aldar: Við
11. eða 12.12. stendur: hallur Einarsson frá um 1600. Við
7.12. stendur: Oddlaugar um 1600. Við 23.12. stendur auð-
vitað: Thorlaci episcopi et confessoris. Um aðfang er ekki
vitað.
Fragm. V. eru tvö blöð lítil samföst, rituð um 1540 eða
f. hl. 16. aldar. Bl. 1 v. stendur við 3. marz -.Jhannis epi-
scopi et confessoris, en við 16.3.: Gvdimundi. Bl. 2 r. stend-
ur við 23.12.: thorlaci episcopi et confessoris. Að öðru
eru engir íslendingar nefndir þessa mánuði þrjá.
Á öftustu síðu er hins vegar nokkur áletran. Stendur þar: