Saga - 1967, Blaðsíða 69
HALVDAN KOHT
361
neinum sérstökum áhuga, mér er nær að halda, að hon-
um hafi stundum hálfleiðzt hún. Hann kom stöku sinnum
með skrifað handrit til fyrirlestra sinna, og þá voru þeir
skýrir og skipulegir. En oftar var hitt, að hann kenndi án
handrits, og þá vildi kennslan verða stirfin og dálítið brota-
silfurskennd. Það var mikill munur á kennslu Kohts og
þeim seiðmagnaða glæsibrag, sem einkenndi kennslu Ed-
vards Bulls, en Bull var einn hinn snjallasti kennari, sem
ég hef kynnzt um ævina. Á prófum hætti Koht stundum
til þess að vera dálítið óljós og loðinn í spurningum sín-
um. Engu að síður var hann þó yfirleitt mjög vinsæll af
stúdentum. Hann var alþýðlegur í viðmóti, laus við yfir-
læti og hinn ljúfmannlegasti, ef menn þurftu að leita ein-
hverra leiðbeininga hjá honum.
Auk ritstarfa sinna og kennslustarfa tók Halvdan Koht
um langt skeið virkan þátt í norskum stjórnmálum. Hann
stóð framarlega í norska Verkamannaflokknum. Þegar
flokkurinn myndaði stjórn 1935, varð hann utanríkisráð-
herra í ráðuneyti Nygaardsvolds. Þetta voru hættulegir
tímar í alþjóðamálum, skugga Hitler-Þýzkalands lagði yfir
álfuna, og veður öll válynd. Svo komu hinir örlagaríku
upríldagar 1940, þegar Þjóðverjar hernámu Noreg. Koht
vur síðar gagnrýndur talsvert fyrir andvaraleysi gagnvart
býzku hættunni, og ritaði hann eftir stríðið varnarrit fyrir
framkomu sína þá. Yfirleitt eru þessar ásakanir í garð
Kohts hæpnar, baráttuaðferðir nazista voru vorið 1940 ekki
oins þekktar og þær síðar urðu. Koht fór með norsku stjórn-
lnni í útlegð til Lundúna og gegndi þar embætti sínu áfram
um skeið, en 1941 sagði hann af sér. Það, sem eftir var
stríðsins, dvaldist hann að mestu í Bandaríkjunum og vann
Þar að því að kynna málstað Norðmanna.
Eftir heimkomuna 1945 fór Koht aftur að vinna að rit-
störfum. Hann hélt starfsþreki sínu lengi lítt skertu. Ég
hitti hann í Osló 1954, er hann var kominn yfir áttrætt.
Kann var þá í fullu f jöri bæði líkamlega og andlega. Minnið
Vlrtist alveg óskert, hann minnti mig þá á eitt samtal okk-
23