Saga - 1967, Blaðsíða 62
354
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
fram með sútunarsýru, að líkindum, og því stórskemmt og
verður ekki lesið nema samhengislaust. Blekið birtist ekki
í kvarzljósi né öðrum geislum.
Öll rök hníga að því, að rím þetta ásamt hinum týnda
saltara, 92 kálfskinnsblöð samtals, hafi verið Hlíðarkirkju-
eign, en aldrei Skinnastaða.1)
Ofangreindur máldagi er merkur, þar sem hann er elzta
heimild um merki milli Voga og Reykjahlíðar auk þess,
sem fjöldi örnefna kemur hér fyrir í fyrsta sinn svo mér
sé kunnugt. Þeirra á meðal landskunn örnefni eins og Slút-
nes og Lútent — með rithætti máldagans.
!) Viðbót ritstjóra: Feril bókar alla 17. öld ætti að mega marka
af dánardægrum, sem skráð hafa verið í hana í Reykjahlíð, mest
af Nikulási sonarsyni Nikulásar klausturhaldara allt til marzloka
1632, en af prestunum á Skinnastöðum árin 1667—1700. Frá far-
dögum 1632, þegar kirkjubóndinn Nikulás Einarsson flyzt eða er
alfari fluttur úr Reykjahlíð að Héðinshöfða, og til ársloka 1665,
færir enginn dauðsföll ættarinnar í rímbókina. Það virðist mér
sanna, að Nikulás, sem kappsamlega hafði innfært ártíðir barna
sem fullorðinna af kyni sínu 1622—32, hafi aldrei flutt með sér
þessa „Skræðu Reykjahlíðar" að Héðinshöfða. En 1666 eða rétt þar
á eftir kemst Nikulás karlinn enn í skræðuna, því seinni konu sína
hefur hann misst (jól 1665) og getur ekki látið ártíð hennar vanta
þarna, hann skrautletrar nafn hennar og dauða. Geta má þess til,
að í sömu Reykjahlíðarferðinni hafi Nikulás gengið svo frá, að
Einar sonur sinn, Skinnastaðaprestur, fengi bókina, og 1567 kemur
fyrsta krot, sem þar er með iburðarfullri rithendi galdrameistar-
ans, en 1671 skráir Einar dauða föður síns; dauði Einars sjálfs er
þarna, 1699, með hendi sr. Jóns sonar hans, „greipaglennis".
Máldagi Hlíðarkirkju er skráður á Eiðum í febrúar 1573 og
sýnilega stuðzt við forrit, sem koma í Ijós í öðrum handritum, en
sumt er eflaust fært í stíl þarna á stundinni, sem skrifað er, t. d.
aths. um sölu námuréttinda til konungs fyrir 10 árum: „enn fusi
Þorsteinsson selldi kroflu nama eptir þad“. Bóndinn á Eiðum, lið'
lega þrítugur þá, var Magnús „Fúsason", sonur Vigfúsar sýslu-
manns í Ási, sem seldi Kröflu. Með því að taka það eitt fram, að
Vigfús seldi, en hirða ekki um, að þáverandi Reykjahlíðareigandi
stóð jafnframt að sölunni, Nikulás eldri, bróðir lians, er máldaga-
ritarinn aðeins að sanna, að timburhöggsítak í Ásskóg sé enn eign
Hlíðar, þó Fúsi léti Kröflunáma. Hefur máldagaritarinn gert ser
það erindi til Magnúsar Eiðabónda að fá hann sem væntanlegan
arftaka Vigfúsar í Ási til að játa þetta rétt vera? — Magnús var
að öðru leyti einnig líklegur til að vilja hafa í höndum eintak af
landamerkjaskrá Reykjahlíðar, sem afi hans hafði átt, og hina uW-