Saga - 1967, Blaðsíða 101
RITFREGNIR
393
ffreinilegt fram í dagsbirtuna til lýsingar á þjóðfélagsháttum þá.
Óefað er um höfðingjavald að ræða, og er vart réttmætt að draga
ur því með því að tengja það við meginstétt þjóðfélagsins að fjölda
til. Bls. 66 er nefnt, að íslendingabók nefni Leó IX. Eins og öllum
er kunnugt, þá stendur hann í textanum sem sjöundi. Kemur það
fyllilega heim við elztu páfatöl innlend, þar sem tveir Leóar hafa
fallið niður. Hefði mátt geta þessa. Bls. 69 kemur eins og víða ann-
ars staðar fyrir, að öllum mögulegum nafnmyndum er ruglað sam-
an. Þar koma fyrir í einum graut ,Snorri goði‘, ,Harald Hárfager',
,Ragnar Lodbrog', ,Edmund den Hellige', Hramn Hæingsson', ,Erik
den Rode1, ,01af Tryggvason', ,Skapti Þóroddsson', ,01af den Digre'
1 efstu 11 linum. Það er erfitt við þessi nöfn að fást, en spyrja
mætti, hvort festa eigi ritháttinn ,Hramn Hæingsson' með hinum
ritháttunum, jafn vel þótt um vísindarit sé að ræða.
Höfundur vinnur gott verk og þarft, er hann sannar, að Ari hafi
haft verk eftir Beda við höndina, er hann var að semja rit sín.
Með því er fengin sterkari ábending en áður, þótt eigi væri það
°kunnugt beinlínis, að erlend ritverk latnesk úr hinum almenna
evropska menningararfi hafi verið þekkt og notuð hér á landi um
1100. Bls. 79 er dregin sú ályktun, að Ari hafi notað samskonar
talbyrðing og AM 732a VII 4to. Þetta er hvergi sannað, að svo
afi verið, enda engin nauðsyn, að Ari noti þess háttar páskatöflu.
Hið
eina, sem er víst, er, að Ari segir, að 1120 hafi verið aldamót,
enda sést það af hverri páskatöflu sem er. Niðurstaða höfundar
Um tilg'ang íslendingabókar er eftirtektarverð, að hún skuli hafa
verið rituð til að treysta samband alþingis og kirkju, framkvæmd-
arvaldanna í landinu, sbr. bls. 83—4. Bls. 116 hefði höfundur mátt
greiða rithættina ,Agna‘ og ,Hogana‘ svolitlu öðruvísi. ,Aspira-
er algeng í miðaldalatínu á undan sérhljóða í upphafi orðs;
hætt'CrU ^æm' Þess> sérhljóða sé stungið inn til mýkingar. Rit-
er lrmr verða því þessir tveir eigi svo frábrugðnir. Þegar nefnd
g >vestgötisk overlevering' bls. 121, þá kemur í hug manns ferð
hu°lla ^ ^skels lögmanns, sbr. bls. 125. Bls. 160 er merkileg at-
þesfaSeni^ ^°^un<lar> sem hann hefði gjarnan mátt orða ýtarlegar,
r®nu e^n*S’ e<8l se nauðsynlegt, að verk Ara hafi verið á nor-
ar ! 61 ^ann n°tar sér það sem heimild. Athugasemdir ofangreind-
ég h f' SV° S6m S,la ma þýðingarlitlar og frekast ábending um, að
inér ^ 1 'eS'^ ^ékina og reyndar með ánægju. — Ekki sízt, þar sem
i mr*st höfúndur sanna sitt mál, og er það engan veginn þýð-
j.j(. 1 lð- Við það verður Ari aðalheimildarmaður norrænnar sagna-
nar beggja megin hafsins.
Magnús Már Lárusson.
25