Saga


Saga - 1967, Side 24

Saga - 1967, Side 24
316 TRAUSTI EINARSSON mjög sennilegt, að þetta skeið svari til kuldaskeiðs, sem vitað er að gekk yfir landið — og önnur lönd — frá og með 2500 árum B.P. (3). Hafa þá aurarnir frá því skeiði, bæði hér og í Affallsdal, haft um 1000 ár til að gróa upp fram að landnámi. Hvítanes og dalurinn í hvolnum. Hér skal nú staldrað við og litið á tvö atriði í Njálu í ljósi þess, að hinn fyrri niðurgrafni farvegur Affalls eða Affallsdalur hinn fyrri var til á söguöld. Hann hafði, eins og nú er Ijóst, flatan breiðan botn, þakinn sendnum jarð- vegi. Beggja megin takmörkuðust þessar sléttu grundir af gróinni brekku, 1—3 m hárri. Um dalinn liðaðist lítil tær á, líkt og nú, sem ekki gat verið neinn farartálmi. Gegnt Kanastöðum féll Bleiksá út í dalinn, komin ofan úr Fljótshlíð og sennilega meiri en dalslækurinn, og er þá ekki ólíklegt, að hún hafi ráðið landamörkum. Vorsa- bær stóð gegnt nesi, sem varð milli Bleiksár og Affalls- dals, og ef rétt er til getið, að Bleiksá hafi ráðið löndum, átti Vorsabær þetta nes. Þar hagaði vel til fyrir þing- hald: sléttar grundir í dalnum, en að baki brekka mót suðri, ákjósanlegt stæði fyrir tjöld eða varanlegar búðir; neyzluvatn var nærtækt í dalslæknum. Lægstu svæði grund- anna á nesinu, og þó einkum þar sem Bleiksá féll út á þær, voru mýrlend, og gat þar verið tilefni til nafngift- arinnar Hvítanes. Aðstaða virðist því slík, að hér hafi getað verið hið forna Hvítanes. Af Njáls sögu (107. kap.) virðist mega ráða, að á 13. öld hafi á Hvítanesi sézt leifar, er sýndu „búðartóftir margar og umbrot mikil“. Á tveim- ur stöðum á „Hvítanesi" hefur Affall á síðara skeiði graf- izt inn í brekku, og hafi búðir staðið á öðrum hvorum þess- ara staða, eru þær með öllu horfnar. En þau svæði eru miklu stærri, sbr. 1. mynd, þar sem árgröftur hefur ekki náð svona langt. Virðist ástæða til, að fornleifafræðingar athuguðu þau nánar. 1 því sambandi er rétt að hafa í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.